Hversu óforskammað? Katrín Júlíusdóttir skrifar 4. júlí 2013 07:15 Í nýlegum leiðara Ólafs Þ. Stephensen hér í Fréttablaðinu segir hann óforskammað af undirritaðri að gagnrýna ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fyrir að ætla ekki að efna samkomulag sem fyrri ríkisstjórn gerði við Landssamband lífeyrissjóða um skuldalækkun hjá þeim lántakendum sem eru með lánsveð. Ég tel mig vel geta staðið á því að gagnrýna þessa ríkisstjórn fyrir það að ætla að láta þennan hóp sitja einan eftir án þess að neitt sé óforskammað við það. Staðreyndir málsins eru þessar:Samkomulagið við lífeyrissjóðina Fyrrverandi ríkisstjórn stóð í miklu og erfiðu samningaþrefi við lífeyrissjóðina á síðasta kjörtímabili um málið. Þeir stóðu fast á því að þeim væri ekki heimilt að gera nokkuð sem mögulega gæti skert lífeyri þeirra félagsmanna og vísuðu þar í stjórnarskrá og lög um ábyrgð stjórnarmanna sjóðanna. Samningsstaðan var því afar þung. Því ákváðum við sem í þessum samningum stóðum að skrifa að lokum undir samkomulag sem fól í sér að ríkið tæki að sér beinan kostnað sem af þessu hlytist upp á 88% en lífeyrissjóðirnir bæru 12% af beinum kostnaði. Samkomulagið gerir jafnframt ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fyrir sínum hluta á hagstæðum kjörum auk þess að sjá um alla vinnuna við höfuðstólslækkanir þessara lána.Forystumenn D og B upplýstir Við lok þessara samninga höfðum við samband við forystumenn núverandi stjórnarflokka og upplýstum þá um málið. Var það gert einmitt vegna þess að ljóst var að ef af þessum samningum yrði þá þyrfti að gera ráð fyrir útgjöldum upp á 2-3 milljarða samtals á næstu árum. Undirritun samkomulagsins fól því í sér ákvörðun um að forgangsraða þessum hópi inn á fjárlög með áðurnefnda upphæð yfir nokkurra ára bil til að endurgreiða lífeyrissjóðunum hluta ríkisins. Úr ranni Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks heyrðust engin mótmæli. A.m.k ekki fyrir kosningar. Og vegna þess að við lögðum okkur fram um að upplýsa núverandi stjórnarflokka um málið þá tafðist undirritun samkomulagsins um nokkrar vikur.Óréttlátt að lánsveðshópurinn sitji eftir Sú upphæð sem hér um ræðir er ekki há í samanburði við þann mikla kostnað sem á samfélagið féll í kjölfar hrunins. Þetta er ekki há upphæð til að tryggja það að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir sem fengið hafa skuldaniðurfellingar fram til þessa. Lánsveðshópurinn er sá hópur sem ég taldi okkur öll sammála um að þyrfti ekki síst á stuðningi að halda. Fólk og fjölskyldur sem keyptu á versta tíma fyrir hrun og þurftu til þess veð að láni hjá vinum eða venslafólki. Þetta eru mikið til ungu fjölskyldurnar sem nú sitja í sínum íbúðum yfirveðsettum og komast hvorki lönd né strönd. Hversu óforskammað er það að vilja mæta þessu fólki þó ekki væri nema til þess að gæta jafnræðis milli lántakenda? Til að setja þessa upphæð í samhengi þá er hún talsvert lægri en sem nemur lækkun veiðigjalda skv. frumvarpi því sem nú liggur fyrir frá ríkisstjórninni í þinginu og hún ætlar að keyra í gegn – bara á þessu ári. Þetta birtir forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar í raun sem ætlar að afsala sér þrisvar sinnum hærri upphæð á ársgrundvelli en hér um ræðir af veiðigjöldunum einum. Og skilja lánsveðshópinn eftir í fullkominni óvissu. Hversu óforskammað er það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í nýlegum leiðara Ólafs Þ. Stephensen hér í Fréttablaðinu segir hann óforskammað af undirritaðri að gagnrýna ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fyrir að ætla ekki að efna samkomulag sem fyrri ríkisstjórn gerði við Landssamband lífeyrissjóða um skuldalækkun hjá þeim lántakendum sem eru með lánsveð. Ég tel mig vel geta staðið á því að gagnrýna þessa ríkisstjórn fyrir það að ætla að láta þennan hóp sitja einan eftir án þess að neitt sé óforskammað við það. Staðreyndir málsins eru þessar:Samkomulagið við lífeyrissjóðina Fyrrverandi ríkisstjórn stóð í miklu og erfiðu samningaþrefi við lífeyrissjóðina á síðasta kjörtímabili um málið. Þeir stóðu fast á því að þeim væri ekki heimilt að gera nokkuð sem mögulega gæti skert lífeyri þeirra félagsmanna og vísuðu þar í stjórnarskrá og lög um ábyrgð stjórnarmanna sjóðanna. Samningsstaðan var því afar þung. Því ákváðum við sem í þessum samningum stóðum að skrifa að lokum undir samkomulag sem fól í sér að ríkið tæki að sér beinan kostnað sem af þessu hlytist upp á 88% en lífeyrissjóðirnir bæru 12% af beinum kostnaði. Samkomulagið gerir jafnframt ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fyrir sínum hluta á hagstæðum kjörum auk þess að sjá um alla vinnuna við höfuðstólslækkanir þessara lána.Forystumenn D og B upplýstir Við lok þessara samninga höfðum við samband við forystumenn núverandi stjórnarflokka og upplýstum þá um málið. Var það gert einmitt vegna þess að ljóst var að ef af þessum samningum yrði þá þyrfti að gera ráð fyrir útgjöldum upp á 2-3 milljarða samtals á næstu árum. Undirritun samkomulagsins fól því í sér ákvörðun um að forgangsraða þessum hópi inn á fjárlög með áðurnefnda upphæð yfir nokkurra ára bil til að endurgreiða lífeyrissjóðunum hluta ríkisins. Úr ranni Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks heyrðust engin mótmæli. A.m.k ekki fyrir kosningar. Og vegna þess að við lögðum okkur fram um að upplýsa núverandi stjórnarflokka um málið þá tafðist undirritun samkomulagsins um nokkrar vikur.Óréttlátt að lánsveðshópurinn sitji eftir Sú upphæð sem hér um ræðir er ekki há í samanburði við þann mikla kostnað sem á samfélagið féll í kjölfar hrunins. Þetta er ekki há upphæð til að tryggja það að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir sem fengið hafa skuldaniðurfellingar fram til þessa. Lánsveðshópurinn er sá hópur sem ég taldi okkur öll sammála um að þyrfti ekki síst á stuðningi að halda. Fólk og fjölskyldur sem keyptu á versta tíma fyrir hrun og þurftu til þess veð að láni hjá vinum eða venslafólki. Þetta eru mikið til ungu fjölskyldurnar sem nú sitja í sínum íbúðum yfirveðsettum og komast hvorki lönd né strönd. Hversu óforskammað er það að vilja mæta þessu fólki þó ekki væri nema til þess að gæta jafnræðis milli lántakenda? Til að setja þessa upphæð í samhengi þá er hún talsvert lægri en sem nemur lækkun veiðigjalda skv. frumvarpi því sem nú liggur fyrir frá ríkisstjórninni í þinginu og hún ætlar að keyra í gegn – bara á þessu ári. Þetta birtir forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar í raun sem ætlar að afsala sér þrisvar sinnum hærri upphæð á ársgrundvelli en hér um ræðir af veiðigjöldunum einum. Og skilja lánsveðshópinn eftir í fullkominni óvissu. Hversu óforskammað er það?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun