Samaris, sem vann Músíktilraunir árið 2011, er skipuð Áslaugu Rún Magnúsdóttur, Jófríði Ákadóttur og Þórði Kára Steinþórssyni. Blaðamaður segir rödd Jófríðar dáleiðandi og ógleymanlega og að hún passi vel við klarinettspil Áslaugar og dimma og rólega raftakta Þórðar Kára.
Fyrsta plata Samaris á erlendri grundu kemur út í lok júlí. Þar er safnað saman lögum sem hafa áður komið út á stuttskífum sveitarinnar.