Leggjum af Landsdóm strax Árni Páll Árnason skrifar 2. júlí 2013 09:45 Þing Evrópuráðsins hefur samþykkt ályktun um aðskilnað refsiábyrgðar og stjórnmálalegrar ábyrgðar stjórnmálamanna. Þá ályktun ber okkur að taka alvarlega, enda Evrópuráðið lykilstofnun í uppbyggingu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu undanfarna áratugi. Ráðið leggur áherslu á að forðast skuli sérstakt fyrirkomulag málssókna vegna brota stjórnmálamanna í starfi og að almennar leikreglur eigi að gilda um stjórnmálamenn sem aðra borgara. Ekki beri að refsa mönnum fyrir pólitískar ákvarðanir eða pólitískt mat, heldur eigi stjórnmálamenn að svara fyrir þær í kosningum. Landsdómsmálið var okkur ekki til virðingarauka og gerði íslenskum stjórnmálum ekkert gott. Þessi niðurstaða á að skapa samstöðu á vettvangi stjórnmála á Íslandi um að leggja af Landsdóm. Samfylkingin hefur ávallt verið mótfallin því að sérúrræði gildi um refsiábyrgð stjórnmálamanna og nægir að minna á margítrekaðan tillöguflutning Jóhönnu Sigurðardóttur þess efnis á fyrri tíð. Slíkar tillögur fengust þá aldrei afgreiddar. Þótt flestir gætu verið sammála um að ákvæði um Landsdóm væru óskynsamleg, voru einhvern veginn önnur verkefni brýnni. Og til að leggja af Landsdóm þurfti að breyta stjórnarskrá og þær breytingar hafa alltaf verið afar flóknar í framkvæmd. Nú höfum við algerlega nýtt tækifæri til að taka til í stjórnskipun landsins og hreinsa af okkur óværu eins og ákvæðin um Landsdóm. Fyrir Alþingi liggur til staðfestingar nýtt frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem ég er fyrsti flutningsmaður að, sem gerir okkur kleift að gera breytingar á stjórnarskrá án þingrofs og kosninga á yfirstandandi kjörtímabili. Allt sem þarf er að samþykkja það frumvarp og leggja síðan tillögu til stjórnarskrárbreytingar fyrir þjóðina. Það er því gríðarlegt lag fyrir stjórnarskrárumbætur núna. Það er engin þörf að ýta lengur á undan okkur sjálfsögðum breytingum á stjórnarskrá. Við höfum einstakt tækifæri til að laga það sem laga þarf og gefa þjóðinni í fyrsta sinn fullnaðarvald til stjórnarskrárbreytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Landsdómur Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Þing Evrópuráðsins hefur samþykkt ályktun um aðskilnað refsiábyrgðar og stjórnmálalegrar ábyrgðar stjórnmálamanna. Þá ályktun ber okkur að taka alvarlega, enda Evrópuráðið lykilstofnun í uppbyggingu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu undanfarna áratugi. Ráðið leggur áherslu á að forðast skuli sérstakt fyrirkomulag málssókna vegna brota stjórnmálamanna í starfi og að almennar leikreglur eigi að gilda um stjórnmálamenn sem aðra borgara. Ekki beri að refsa mönnum fyrir pólitískar ákvarðanir eða pólitískt mat, heldur eigi stjórnmálamenn að svara fyrir þær í kosningum. Landsdómsmálið var okkur ekki til virðingarauka og gerði íslenskum stjórnmálum ekkert gott. Þessi niðurstaða á að skapa samstöðu á vettvangi stjórnmála á Íslandi um að leggja af Landsdóm. Samfylkingin hefur ávallt verið mótfallin því að sérúrræði gildi um refsiábyrgð stjórnmálamanna og nægir að minna á margítrekaðan tillöguflutning Jóhönnu Sigurðardóttur þess efnis á fyrri tíð. Slíkar tillögur fengust þá aldrei afgreiddar. Þótt flestir gætu verið sammála um að ákvæði um Landsdóm væru óskynsamleg, voru einhvern veginn önnur verkefni brýnni. Og til að leggja af Landsdóm þurfti að breyta stjórnarskrá og þær breytingar hafa alltaf verið afar flóknar í framkvæmd. Nú höfum við algerlega nýtt tækifæri til að taka til í stjórnskipun landsins og hreinsa af okkur óværu eins og ákvæðin um Landsdóm. Fyrir Alþingi liggur til staðfestingar nýtt frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem ég er fyrsti flutningsmaður að, sem gerir okkur kleift að gera breytingar á stjórnarskrá án þingrofs og kosninga á yfirstandandi kjörtímabili. Allt sem þarf er að samþykkja það frumvarp og leggja síðan tillögu til stjórnarskrárbreytingar fyrir þjóðina. Það er því gríðarlegt lag fyrir stjórnarskrárumbætur núna. Það er engin þörf að ýta lengur á undan okkur sjálfsögðum breytingum á stjórnarskrá. Við höfum einstakt tækifæri til að laga það sem laga þarf og gefa þjóðinni í fyrsta sinn fullnaðarvald til stjórnarskrárbreytinga.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun