Lífið snýst eiginlega allt um tónlist Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. júní 2013 07:00 Tómas Young skipuleggur hina heimsþekktu tónlistarhátíð All Tomorrow's Parties hófst í Keflavík í gær. Fréttablaðið/VIlhelm „Þú ert að hringja í mig á annasamasta degi ársins,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow"s Parties sem hófst á Ásbrú í gærkvöldi. „Það er allt á fullu og stjörnurnar að skila sér í hús. Tilda Swinton og Jim Jarmusch eru í Keflavík og líkar það vel og Nick Cave og félagar eru rétt ókomnir, þannig að það er nóg að gera hérna. En ég er með gott teymi í kringum mig sem sækir liðið og sendist með það og passar upp á að allt gangi vel.“Breska leikkonan Tilda Swinton er gestur hátíðarinnar.Nordicphotos/gettyAuk tónleikanna í kvöld verður kvikmyndadagskrá þar sem sýndar verða fjórar myndir sem Tilda Swinton og Jim Jarmusch völdu sérstaklega fyrir hátíðina. Einnig verður haldinn Popppunktur í Offíseraklúbbnum sem verður breytt í klúbb þar sem plötusnúðar þeyta skífum og klúbbastemningin verður í algleymingi. Tómas er starfsmaður Útón en er í nokkurra mánaða launalausu fríi til að helga sig hátíðinni, sem er honum hjartans mál. „Ég skrifaði mastersritgerðina mína um útflutning á íslenskri tónlist og BS-ritgerðin mín var um íslenska tónlist sem landkynningu. Var svo umboðsmaður Hjálma í eitt ár og hef verið opinber tengiliður Hróarskelduhátíðarinnar síðan ég var átján ára. Líf mitt hefur meira og minna allt snúist um tónlist síðan ég var átta, níu ára.“Og spilarðu sjálfur? „Já, ég lærði á trommur í fimm ár og spilaði í hljómsveit sem hét Rými fyrir mörgum árum. Mig hefur eiginlega aldrei langað að fást við neitt annað.“Og ætlarðu að hafa ATP árlegan viðburð héðan í frá? „Já, vonandi. Við sjáum til hvernig Íslendingar taka í þetta. Ef þetta heppnast vel stefni ég að því að halda hátíðina aftur á næsta ári.“ ATP í Keflavík Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þú ert að hringja í mig á annasamasta degi ársins,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow"s Parties sem hófst á Ásbrú í gærkvöldi. „Það er allt á fullu og stjörnurnar að skila sér í hús. Tilda Swinton og Jim Jarmusch eru í Keflavík og líkar það vel og Nick Cave og félagar eru rétt ókomnir, þannig að það er nóg að gera hérna. En ég er með gott teymi í kringum mig sem sækir liðið og sendist með það og passar upp á að allt gangi vel.“Breska leikkonan Tilda Swinton er gestur hátíðarinnar.Nordicphotos/gettyAuk tónleikanna í kvöld verður kvikmyndadagskrá þar sem sýndar verða fjórar myndir sem Tilda Swinton og Jim Jarmusch völdu sérstaklega fyrir hátíðina. Einnig verður haldinn Popppunktur í Offíseraklúbbnum sem verður breytt í klúbb þar sem plötusnúðar þeyta skífum og klúbbastemningin verður í algleymingi. Tómas er starfsmaður Útón en er í nokkurra mánaða launalausu fríi til að helga sig hátíðinni, sem er honum hjartans mál. „Ég skrifaði mastersritgerðina mína um útflutning á íslenskri tónlist og BS-ritgerðin mín var um íslenska tónlist sem landkynningu. Var svo umboðsmaður Hjálma í eitt ár og hef verið opinber tengiliður Hróarskelduhátíðarinnar síðan ég var átján ára. Líf mitt hefur meira og minna allt snúist um tónlist síðan ég var átta, níu ára.“Og spilarðu sjálfur? „Já, ég lærði á trommur í fimm ár og spilaði í hljómsveit sem hét Rými fyrir mörgum árum. Mig hefur eiginlega aldrei langað að fást við neitt annað.“Og ætlarðu að hafa ATP árlegan viðburð héðan í frá? „Já, vonandi. Við sjáum til hvernig Íslendingar taka í þetta. Ef þetta heppnast vel stefni ég að því að halda hátíðina aftur á næsta ári.“
ATP í Keflavík Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira