Tilda Swinton mætir á All Tomorrow's Parties Sara McMahon skrifar 20. júní 2013 09:00 Tilda Swinton óskaði sérstaklega eftir því að fá að taka þátt í tónlistarhátíðinni All Tomorrow's Parties sem fram fer í Keflavík þann 28. til 29. júní næstkomandi. Tómas Young, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir komu hennar auka umtal um hátíðina til muna. Nordicphotos/getty „Jim Jarmusch og Tilda [Swinton] eru vinir. Þau hittust bæði á Cannes og á spænsku tónlistarhátíðinni Primavera og hann sagði henni frá hátíðinni. Eftir að hafa heyrt hvar hátíðin færi fram og hvaða hljómsveitir spiluðu hafði hún samband og spurði hvort hún mætti velja kvikmyndirnar annan daginn,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow‘s Parties sem fer fram á Ásbrú dagana 28. til 29. júní. Kvikmyndasýningar fara fram í gamla herstöðvarkvikmyndahúsinu í tengslum við hátíðina. Til stóð að leikstjórinn Jim Jarmusch sæi um að velja kvikmyndirnar annan daginn og hljómsveitirnar sem fram koma hinn daginn. Nú deila Jarmusch og breska leikkonan Tilda Swinton aftur á móti verkefninu sín á milli.Tómas Young.Koma Swinton og þátttaka hennar í hátíðinni teljast til stórtíðinda enda er leikkonan mikilsmetin bæði innan leiklistarinnar og tískuiðnaðarins. „Ég varð mjög ánægður þegar hún hafði samband en þetta kom mér ekki mjög á óvart því það hefur verið gríðarlegur áhugi á hátíðinni. Tónlistarvefsíðan Pitchfork hefur meðal annars fjallað mikið um hana,“ segir Tómas. Leikkonan verður viðstödd hátíðina og gistir á svæðinu líkt og aðrir gestir hátíðarinnar og eru því líkur á að hátíðargestir muni rekast á stjörnuna á vappi um Ásbrú. Rúm vika er í hátíðina og viðurkennir Tómas að enn þurfi að huga að ýmsu smálegu. „Nú er „crunch time“. Síminn stoppar ekki. Við höfum haft langan undirbúningstíma en það er auðvitað fullt sem þarf að gera og græja á síðustu metrunum,“ segir hann að lokum.Hér má kaupa miða á hátíðina.Myndir úr myndaþætti tímaritsins W. Þær voru teknar af Tim Walker á Íslandi og vöktu mikla athygli.Áður heimsótt Ísland Leikkonan Tilda Swinton er fædd þann 5. nóvember árið 1960 og heitir fullu nafni Katherine Mathilda Swinton. Hún hóf leiklistarferil sinn árið 1986 og hefur síðan þá leikið í kvikmyndum á borð við The Beach, ævintýramyndunum The Chronicles of Narnia, Vanilla Sky, We Need to Talk About Kevin og nú síðast í Only Lovers Left Alive ásamt Tom Hiddleston og Miu Wasikowska. Swinton þykir með einstakan fatastíl og er gjarnan á lista yfir best klæddu konur heims. Belgíski hönnuðurinn Haider Ackermann er í sérstöku dálæti hjá henni.Þann 3. apríl árið 2011 sagði Vísir.is frá því að leikkonan væri stödd hér á landi og hefði meðal annars sést „í miðborg Reykjavíkur sem og í Hagkaup í Skeifunni“. Ástæða heimsóknarinnar var tískuþáttur sem ljósmyndarinn Tim Walker gerði fyrir W Magazine. Myndirnar voru meðal annars teknar á Krýsuvíkursvæðinu. ATP í Keflavík Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira
„Jim Jarmusch og Tilda [Swinton] eru vinir. Þau hittust bæði á Cannes og á spænsku tónlistarhátíðinni Primavera og hann sagði henni frá hátíðinni. Eftir að hafa heyrt hvar hátíðin færi fram og hvaða hljómsveitir spiluðu hafði hún samband og spurði hvort hún mætti velja kvikmyndirnar annan daginn,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow‘s Parties sem fer fram á Ásbrú dagana 28. til 29. júní. Kvikmyndasýningar fara fram í gamla herstöðvarkvikmyndahúsinu í tengslum við hátíðina. Til stóð að leikstjórinn Jim Jarmusch sæi um að velja kvikmyndirnar annan daginn og hljómsveitirnar sem fram koma hinn daginn. Nú deila Jarmusch og breska leikkonan Tilda Swinton aftur á móti verkefninu sín á milli.Tómas Young.Koma Swinton og þátttaka hennar í hátíðinni teljast til stórtíðinda enda er leikkonan mikilsmetin bæði innan leiklistarinnar og tískuiðnaðarins. „Ég varð mjög ánægður þegar hún hafði samband en þetta kom mér ekki mjög á óvart því það hefur verið gríðarlegur áhugi á hátíðinni. Tónlistarvefsíðan Pitchfork hefur meðal annars fjallað mikið um hana,“ segir Tómas. Leikkonan verður viðstödd hátíðina og gistir á svæðinu líkt og aðrir gestir hátíðarinnar og eru því líkur á að hátíðargestir muni rekast á stjörnuna á vappi um Ásbrú. Rúm vika er í hátíðina og viðurkennir Tómas að enn þurfi að huga að ýmsu smálegu. „Nú er „crunch time“. Síminn stoppar ekki. Við höfum haft langan undirbúningstíma en það er auðvitað fullt sem þarf að gera og græja á síðustu metrunum,“ segir hann að lokum.Hér má kaupa miða á hátíðina.Myndir úr myndaþætti tímaritsins W. Þær voru teknar af Tim Walker á Íslandi og vöktu mikla athygli.Áður heimsótt Ísland Leikkonan Tilda Swinton er fædd þann 5. nóvember árið 1960 og heitir fullu nafni Katherine Mathilda Swinton. Hún hóf leiklistarferil sinn árið 1986 og hefur síðan þá leikið í kvikmyndum á borð við The Beach, ævintýramyndunum The Chronicles of Narnia, Vanilla Sky, We Need to Talk About Kevin og nú síðast í Only Lovers Left Alive ásamt Tom Hiddleston og Miu Wasikowska. Swinton þykir með einstakan fatastíl og er gjarnan á lista yfir best klæddu konur heims. Belgíski hönnuðurinn Haider Ackermann er í sérstöku dálæti hjá henni.Þann 3. apríl árið 2011 sagði Vísir.is frá því að leikkonan væri stödd hér á landi og hefði meðal annars sést „í miðborg Reykjavíkur sem og í Hagkaup í Skeifunni“. Ástæða heimsóknarinnar var tískuþáttur sem ljósmyndarinn Tim Walker gerði fyrir W Magazine. Myndirnar voru meðal annars teknar á Krýsuvíkursvæðinu.
ATP í Keflavík Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira