Dísilvélin fer á HM í Moskvu Stefán Árni Pálsson skrifar 29. júní 2013 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir verður meðal þátttakenda á heimsmeistaramótinu í Moskvu sem fram fer í ágúst. Nordicphotos/AFP Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur tilkynnt Frjálsíþróttasambandi Íslands að hún ætli sér ekki að taka þátt á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Moskvu 10.-18. ágúst næstkomandi. Hún vill frekar einbeita sér að heimsmeistaramóti 17 ára og yngri og Evrópumeistaramóti 19 ára, en þessi mót fara bæði fram í júlí. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur því í staðinn fengið leyfi til að senda spjótkastarann Ásdísi Hjálmsdóttur út til Moskvu. Ásdís var hársbreidd frá því að ná lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið í Sollentuna í Svíþjóð á fimmtudaginn þegar hún kastaði 59,97 metra og var því þremur sentímetrum frá lágmarkinu. „Við höfum tök á því að senda tvo keppendur á heimsmeistaramótið og fyrst Aníta [Hinriksdóttir] tekur þessa ákvörðun gátum við sent Ásdísi Hjálmsdóttur á mótið,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. „Ég hef nú þegar fengið leyfi hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu til að senda Ásdísi [Hjálmsdóttur] á mótið. Hana vantar ennþá þrjá sentímetra til að ná lágmarkinu en þetta tekur mikla pressu af henni og hún getur því einbeitt sér betur.“ Ásdís Hjálmsdóttir ætlar sér að vera komin í sitt besta form fyrir heimsmeistaramótið. „Ég er að finna mig vel núna og loksins er ég að ná betri tökum á tækninni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir.Flott ákvörðun „Mér finnst þetta mjög skynsamleg ákvörðun hjá Anítu [Hinriksdóttur] og ég veit að hún hefur tekið þessa ákvörðun í samráði við þjálfarana sína. Hún er bæði að fara að taka þátt á HM 17 ára og yngri sem og Evrópumeistaramóti 19 ára í júlí og það er í sjálfu sér rosalega mikið fyrir 17 ára stelpu. Að ætla sér að fara á heimsmeistaramót einum mánuði síðar er allt of mikið álag, það er bara rosalega erfitt að vera í topp formi allan þennan tíma. Hún er rosalega ung og á eftir að taka þátt á mörgum heimsmeistaramótum í framtíðinni. Þetta er bara ofboðslega skynsamleg ákvörðun og það segi ég ekki vegna þess að ég er allt í einu komin inn á HM.“Tók mig í gegn „Mér hefur gengið upp og niður að undanförnu en eftir gott samtal við þjálfarann minn [Terry McHugh], þar sem hann tók mig gjörsamlega í gegn, hefur mér liðið betur og ég finn að þetta er allt að koma. Núna tekur við hjá mér tveggja vikna æfingatímabil og gott að standa sig vel rétt fyrir slík átök til að efla sjálfstraustið. Ég stefni síðan á að vera komin í algjört toppform eftir þann tíma. Strax í kjölfarið mun ég keppa á þremur mótum í júlí.“ Eins og áður segir var Ásdís þremur sentímetrum frá lágmarkinu á heimsmeistaramótið í gær. Hún hefur aftur á mótið fengið keppnisrétt á mótið. „Mér var tilkynnt á fimmtudaginn, rétt áður en ég átti að keppa í Svíþjóð, að Aníta [Hinriksdóttir] myndi ekki fara á heimsmeistaramótið og að ég væri komin inn. Það var því aldrei nein pressa á mér. Það hafði samt sem áður lítil áhrif á mig, þar sem ég hafði ákveðið að setja enga pressu á mig á fimmtudaginn. Takmarkið var bara að laga ákveðna hluti í tækninni og byggja svo ofan á það.“Dísilvélin „Það tekur mig oft þó nokkuð langan tíma að komast á skrið í spjótinu. Ég er eins konar dísilvél og oftast hef ég tryggt mig seint inn á stórmót. Það er einfaldlega ekki hægt að vera í toppformi í marga mánuði og það snýst allt um að toppa á réttum tíma í þessari íþrótt. Ef maður er of þreyttur eða illa upplagður kemur það bara niður á frammistöðunni. Ég er í þyngri æfingum núna til að geta slakað á í nokkrar vikur fyrir HM svo ég verði úthvíld fyrir mótið.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur tilkynnt Frjálsíþróttasambandi Íslands að hún ætli sér ekki að taka þátt á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Moskvu 10.-18. ágúst næstkomandi. Hún vill frekar einbeita sér að heimsmeistaramóti 17 ára og yngri og Evrópumeistaramóti 19 ára, en þessi mót fara bæði fram í júlí. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur því í staðinn fengið leyfi til að senda spjótkastarann Ásdísi Hjálmsdóttur út til Moskvu. Ásdís var hársbreidd frá því að ná lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið í Sollentuna í Svíþjóð á fimmtudaginn þegar hún kastaði 59,97 metra og var því þremur sentímetrum frá lágmarkinu. „Við höfum tök á því að senda tvo keppendur á heimsmeistaramótið og fyrst Aníta [Hinriksdóttir] tekur þessa ákvörðun gátum við sent Ásdísi Hjálmsdóttur á mótið,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. „Ég hef nú þegar fengið leyfi hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu til að senda Ásdísi [Hjálmsdóttur] á mótið. Hana vantar ennþá þrjá sentímetra til að ná lágmarkinu en þetta tekur mikla pressu af henni og hún getur því einbeitt sér betur.“ Ásdís Hjálmsdóttir ætlar sér að vera komin í sitt besta form fyrir heimsmeistaramótið. „Ég er að finna mig vel núna og loksins er ég að ná betri tökum á tækninni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir.Flott ákvörðun „Mér finnst þetta mjög skynsamleg ákvörðun hjá Anítu [Hinriksdóttur] og ég veit að hún hefur tekið þessa ákvörðun í samráði við þjálfarana sína. Hún er bæði að fara að taka þátt á HM 17 ára og yngri sem og Evrópumeistaramóti 19 ára í júlí og það er í sjálfu sér rosalega mikið fyrir 17 ára stelpu. Að ætla sér að fara á heimsmeistaramót einum mánuði síðar er allt of mikið álag, það er bara rosalega erfitt að vera í topp formi allan þennan tíma. Hún er rosalega ung og á eftir að taka þátt á mörgum heimsmeistaramótum í framtíðinni. Þetta er bara ofboðslega skynsamleg ákvörðun og það segi ég ekki vegna þess að ég er allt í einu komin inn á HM.“Tók mig í gegn „Mér hefur gengið upp og niður að undanförnu en eftir gott samtal við þjálfarann minn [Terry McHugh], þar sem hann tók mig gjörsamlega í gegn, hefur mér liðið betur og ég finn að þetta er allt að koma. Núna tekur við hjá mér tveggja vikna æfingatímabil og gott að standa sig vel rétt fyrir slík átök til að efla sjálfstraustið. Ég stefni síðan á að vera komin í algjört toppform eftir þann tíma. Strax í kjölfarið mun ég keppa á þremur mótum í júlí.“ Eins og áður segir var Ásdís þremur sentímetrum frá lágmarkinu á heimsmeistaramótið í gær. Hún hefur aftur á mótið fengið keppnisrétt á mótið. „Mér var tilkynnt á fimmtudaginn, rétt áður en ég átti að keppa í Svíþjóð, að Aníta [Hinriksdóttir] myndi ekki fara á heimsmeistaramótið og að ég væri komin inn. Það var því aldrei nein pressa á mér. Það hafði samt sem áður lítil áhrif á mig, þar sem ég hafði ákveðið að setja enga pressu á mig á fimmtudaginn. Takmarkið var bara að laga ákveðna hluti í tækninni og byggja svo ofan á það.“Dísilvélin „Það tekur mig oft þó nokkuð langan tíma að komast á skrið í spjótinu. Ég er eins konar dísilvél og oftast hef ég tryggt mig seint inn á stórmót. Það er einfaldlega ekki hægt að vera í toppformi í marga mánuði og það snýst allt um að toppa á réttum tíma í þessari íþrótt. Ef maður er of þreyttur eða illa upplagður kemur það bara niður á frammistöðunni. Ég er í þyngri æfingum núna til að geta slakað á í nokkrar vikur fyrir HM svo ég verði úthvíld fyrir mótið.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira