Tökum á París norðursins að ljúka Freyr Bjarnason skrifar 26. júní 2013 10:00 g Þremur dögum er ólokið í tökum á kvikmyndinni París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. „Við erum í smá fríi núna en þetta hefur bara gengið vel,“ segir hann, spurður hvort tökurnar hafi gengið vel. Þær hafa staðið yfir síðan í lok maí og hafa aðallega farið fram á Flateyri. Tveir tökudagar hafa verið á Ísafirði en einn dagur er eftir á Þingeyri. Aðspurður segir leikstjórinn að myndin verði frumsýnd á næsta ári. „Ég verð með tilbúna mynd fljótlega eftir áramót og svo fer það eftir hátíðum og öðru hvenær hún verður sýnd.“ París norðursins fjallar um ungan mann sem býr í smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Hollywood-myndin Prince Avalanche, sem er endurgerð síðustu myndar Hafsteins Gunnars, Á annan veg, fer í almennar sýningar vestanhafs í ágúst. Stefnt er á frumsýningu hér á landi í byrjun september. Að sögn Hafsteins er verið að vinna í því að fá leikara myndarinnar, Paul Rudd og Emile Hirsch, til að koma hingað til að vera viðstadda frumsýninguna, auk leikstjórans Davids Gordon Green. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þremur dögum er ólokið í tökum á kvikmyndinni París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. „Við erum í smá fríi núna en þetta hefur bara gengið vel,“ segir hann, spurður hvort tökurnar hafi gengið vel. Þær hafa staðið yfir síðan í lok maí og hafa aðallega farið fram á Flateyri. Tveir tökudagar hafa verið á Ísafirði en einn dagur er eftir á Þingeyri. Aðspurður segir leikstjórinn að myndin verði frumsýnd á næsta ári. „Ég verð með tilbúna mynd fljótlega eftir áramót og svo fer það eftir hátíðum og öðru hvenær hún verður sýnd.“ París norðursins fjallar um ungan mann sem býr í smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Hollywood-myndin Prince Avalanche, sem er endurgerð síðustu myndar Hafsteins Gunnars, Á annan veg, fer í almennar sýningar vestanhafs í ágúst. Stefnt er á frumsýningu hér á landi í byrjun september. Að sögn Hafsteins er verið að vinna í því að fá leikara myndarinnar, Paul Rudd og Emile Hirsch, til að koma hingað til að vera viðstadda frumsýninguna, auk leikstjórans Davids Gordon Green.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira