Áhöfnin á Húna með sextán tónleika Freyr Bjarnason skrifar 24. júní 2013 08:45 Áhöfnin á Húna ætlar að sigla í kringum landið í sumar og skemmta í hverri höfn. Húni II siglir í kringum landið í júlí og Áhöfnin ætlar að rokka í hverri höfn. Áhöfnin er hljómsveit skipuð tónlistarmönnunum Jónasi Sigurðssyni, Láru Rúnarsdóttur, Mugison, Ómari Guðjónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni. Hugmyndin um að sigla hringinn í sumar og halda tónleika í hverri höfn kviknaði í vetur í samtölum tónlistarmannanna og Jóns Þórs Þorleifssonar. Strax var ákveðið að ferðin yrði ekki farin í gróðaskyni heldur var Slysavarnarfélaginu Landsbjörg boðið að selja inn á tónleikana og safna peningum í starfsemi sína. Þannig heldur hver og ein björgunarsveit sína tónleika og rennur aðgangseyririnn beint í þeirra sjóði. Síðar var RÚV boðin aðkoma að verkefninu og hefur verið ákveðið að fylgja túrnum eftir með sjónvarps- og útvarpsþáttagerð í allt sumar. Það eru Margrét Blöndal og Felix Bergsson sem leiða það verkefni. Húni II er fimmtíu ára gamall eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri. Margir þekkja þennan bát sem gjarnan liggur við Torfunesbryggju í miðbæ Akureyrar. Hann hefur aldrei áður gegnt hlutverki rokkbáts. Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Húni II siglir í kringum landið í júlí og Áhöfnin ætlar að rokka í hverri höfn. Áhöfnin er hljómsveit skipuð tónlistarmönnunum Jónasi Sigurðssyni, Láru Rúnarsdóttur, Mugison, Ómari Guðjónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni. Hugmyndin um að sigla hringinn í sumar og halda tónleika í hverri höfn kviknaði í vetur í samtölum tónlistarmannanna og Jóns Þórs Þorleifssonar. Strax var ákveðið að ferðin yrði ekki farin í gróðaskyni heldur var Slysavarnarfélaginu Landsbjörg boðið að selja inn á tónleikana og safna peningum í starfsemi sína. Þannig heldur hver og ein björgunarsveit sína tónleika og rennur aðgangseyririnn beint í þeirra sjóði. Síðar var RÚV boðin aðkoma að verkefninu og hefur verið ákveðið að fylgja túrnum eftir með sjónvarps- og útvarpsþáttagerð í allt sumar. Það eru Margrét Blöndal og Felix Bergsson sem leiða það verkefni. Húni II er fimmtíu ára gamall eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri. Margir þekkja þennan bát sem gjarnan liggur við Torfunesbryggju í miðbæ Akureyrar. Hann hefur aldrei áður gegnt hlutverki rokkbáts.
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira