Útlendingamál og rangfærslur Pawels Halla Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2013 06:00 Pawel Bartoszek skrifar um margt ágæta grein í Fréttablaðið 14. júní sl. þar sem hann fjallar um útlendingamál. Greinin er ágæt fyrir þær sakir að Pawel minnir á þá staðreynd – sem ætti að vera augljós – að ákvarðanir um brottvísanir, hæli og útgáfu dvalarleyfa byggja á löggjöf en ekki á geðþóttaákvörðunum ráðherra, þótt oft sé sett fram krafa um að hið síðarnefnda ráði. Hins vegar virðist takmarkaður áhugi á að ræða lagarammann, miklu fremur einstaka mál sem koma upp og hljóta athygli fjölmiðla. Við þetta mætti bæta að í umræðunni er oftar en ekki öllu þvælt saman, umsóknir um hæli og dvalarleyfi fólks utan EES eru lagðar að jöfnu. Í fyrrnefnda tilfellinu gilda alþjóðalög sem fjalla um vernd fólks sem flýja hefur þurft ofsóknir en dvalarleyfi fjalla um aðrar forsendur dvalar og er alfarið á valdi Alþingis að ákveða með lögum. Kærunefnd og frumvarp En Pawel klykkir síðan út í grein sinni með því að hnýta í vinstrimenn fyrir að hafa litlu breytt til að „opna Ísland fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi“ og heldur því fram að síðustu tillögur Ögmundar Jónassonar hafi miðað að því einu að skipa sjálfstæða kærunefnd „um deilumál tengd brottvísunum útlendinga o.fl.“ Slíkt hefði að mati Pawels engu breytt þar sem nefndin myndi úrskurða eftir sömu lögunum. Erfitt er að skilja hvað Pawel gengur til með þessari fullyrðingu. Fyrir utan það að kærunefndin hefði bæði víðtækara og mikilvægara hlutverk en Pawel heldur fram þá fer hann með rangt mál þegar hann segir nefndina mundu úrskurða á grundvelli núgildandi laga. Staðreyndin er sú að ákvæði um þessa nefnd er að finna í viðamiklu frumvarpi sem Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi síðastliðinn vetur og felur í sér setningu nýrra heildarlaga um útlendinga, m.ö.o. ný lög sem úrskurðað yrði eftir. Breyta þarf atvinnuréttindum Forsaga málsins er sú að árið 2011 skipaði Ögmundur Jónasson starfshóp þriggja ráðuneyta til að fara yfir lög um útlendinga og lög um atvinnuréttindi útlendinga og gegndi undirrituð formennsku í þeirri nefnd. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu snemmsumars 2012 og lagði til að sett yrðu ný heildarlög um málefni útlendinga, auk þess sem greindar voru sérstaklega ákveðnar breytingar á dvalarleyfaflokkum og heimildum fólks til að setjast að hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar var hafist handa við að semja frumvarp á grunni tilagnanna og var það sem fyrr segir lagt fyrir á síðasta þingi. Ekki gengu þó allar tillögur starfshópsins eftir, svo sem lesa má um í greinargerð með frumvarpinu, en til þess hefði þurft áframhaldandi samstöðu með velferðarráðuneytinu sem fer með lög um atvinnuréttindi. Án þess að gera breytingar á atvinnuréttindalögunum – og helst að steypa þeim saman við lög um útlendinga svo sem starfshópurinn lagði til – verður örðugt að fara í þá átt sem Pawel kallar eftir; að opna Ísland í meira mæli fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi. Mannúðlegri lög Með þeim aðkallandi breytingum sem Ögmundur Jónasson lagði til með frumvarpi sínu sl. vetur eru hins vegar stigin mikilvæg skref í átt að mannúðlegri löggjöf, styrkari réttindum hælisleitenda og flóttafólks, bættum rétti aðstandenda til dvalar hér á landi (þ. á m. barna) og afnámi hluta þeirrar mismununar á grundvelli menntunar sem er í núgildandi lögum. Þá er lögð rík áhersla á að lögin séu skýr og skilmerkileg, enda geta þau verið úrslitaþáttur í lífi fólks. Ágreiningur ríkjandi Núgildandi lög um útlendinga annars vegar og atvinnuréttindi útlendinga hins vegar voru sett árið 2002 í miklum ágreiningi. Vilji þáverandi meirihluta til að setja ný heildarlög um útlendinga var skiljanlegur, enda hin fyrri lög frá árinu 1965 löngu úr sér gengin, en á sama tíma hefði verið æskilegt að ná fram breiðari sátt um lögin. Ágreiningurinn hefur litað umfjöllun um málaflokkinn allar götur síðan, sem er ekki til góðs, hvorki fyrir almenna umræðu né fyrir það fólk sem á allt sitt undir löggjöfinni. Tilraun til sáttar Ögmundur Jónasson gerði tilraun til að leggja grunn að sátt um ný heildarlög. Þær tillögur náðu ekki fram að ganga á síðasta þingi, að hluta til vegna skorts á pólitískum áhuga og að hluta til vegna skorts á tíma. Þetta verkefni bíður nú nýs innanríkisráðherra en einnig – og ekki síður – nýs velferðarráðherra, sem þarf að láta til sín taka í málaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek skrifar um margt ágæta grein í Fréttablaðið 14. júní sl. þar sem hann fjallar um útlendingamál. Greinin er ágæt fyrir þær sakir að Pawel minnir á þá staðreynd – sem ætti að vera augljós – að ákvarðanir um brottvísanir, hæli og útgáfu dvalarleyfa byggja á löggjöf en ekki á geðþóttaákvörðunum ráðherra, þótt oft sé sett fram krafa um að hið síðarnefnda ráði. Hins vegar virðist takmarkaður áhugi á að ræða lagarammann, miklu fremur einstaka mál sem koma upp og hljóta athygli fjölmiðla. Við þetta mætti bæta að í umræðunni er oftar en ekki öllu þvælt saman, umsóknir um hæli og dvalarleyfi fólks utan EES eru lagðar að jöfnu. Í fyrrnefnda tilfellinu gilda alþjóðalög sem fjalla um vernd fólks sem flýja hefur þurft ofsóknir en dvalarleyfi fjalla um aðrar forsendur dvalar og er alfarið á valdi Alþingis að ákveða með lögum. Kærunefnd og frumvarp En Pawel klykkir síðan út í grein sinni með því að hnýta í vinstrimenn fyrir að hafa litlu breytt til að „opna Ísland fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi“ og heldur því fram að síðustu tillögur Ögmundar Jónassonar hafi miðað að því einu að skipa sjálfstæða kærunefnd „um deilumál tengd brottvísunum útlendinga o.fl.“ Slíkt hefði að mati Pawels engu breytt þar sem nefndin myndi úrskurða eftir sömu lögunum. Erfitt er að skilja hvað Pawel gengur til með þessari fullyrðingu. Fyrir utan það að kærunefndin hefði bæði víðtækara og mikilvægara hlutverk en Pawel heldur fram þá fer hann með rangt mál þegar hann segir nefndina mundu úrskurða á grundvelli núgildandi laga. Staðreyndin er sú að ákvæði um þessa nefnd er að finna í viðamiklu frumvarpi sem Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi síðastliðinn vetur og felur í sér setningu nýrra heildarlaga um útlendinga, m.ö.o. ný lög sem úrskurðað yrði eftir. Breyta þarf atvinnuréttindum Forsaga málsins er sú að árið 2011 skipaði Ögmundur Jónasson starfshóp þriggja ráðuneyta til að fara yfir lög um útlendinga og lög um atvinnuréttindi útlendinga og gegndi undirrituð formennsku í þeirri nefnd. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu snemmsumars 2012 og lagði til að sett yrðu ný heildarlög um málefni útlendinga, auk þess sem greindar voru sérstaklega ákveðnar breytingar á dvalarleyfaflokkum og heimildum fólks til að setjast að hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar var hafist handa við að semja frumvarp á grunni tilagnanna og var það sem fyrr segir lagt fyrir á síðasta þingi. Ekki gengu þó allar tillögur starfshópsins eftir, svo sem lesa má um í greinargerð með frumvarpinu, en til þess hefði þurft áframhaldandi samstöðu með velferðarráðuneytinu sem fer með lög um atvinnuréttindi. Án þess að gera breytingar á atvinnuréttindalögunum – og helst að steypa þeim saman við lög um útlendinga svo sem starfshópurinn lagði til – verður örðugt að fara í þá átt sem Pawel kallar eftir; að opna Ísland í meira mæli fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi. Mannúðlegri lög Með þeim aðkallandi breytingum sem Ögmundur Jónasson lagði til með frumvarpi sínu sl. vetur eru hins vegar stigin mikilvæg skref í átt að mannúðlegri löggjöf, styrkari réttindum hælisleitenda og flóttafólks, bættum rétti aðstandenda til dvalar hér á landi (þ. á m. barna) og afnámi hluta þeirrar mismununar á grundvelli menntunar sem er í núgildandi lögum. Þá er lögð rík áhersla á að lögin séu skýr og skilmerkileg, enda geta þau verið úrslitaþáttur í lífi fólks. Ágreiningur ríkjandi Núgildandi lög um útlendinga annars vegar og atvinnuréttindi útlendinga hins vegar voru sett árið 2002 í miklum ágreiningi. Vilji þáverandi meirihluta til að setja ný heildarlög um útlendinga var skiljanlegur, enda hin fyrri lög frá árinu 1965 löngu úr sér gengin, en á sama tíma hefði verið æskilegt að ná fram breiðari sátt um lögin. Ágreiningurinn hefur litað umfjöllun um málaflokkinn allar götur síðan, sem er ekki til góðs, hvorki fyrir almenna umræðu né fyrir það fólk sem á allt sitt undir löggjöfinni. Tilraun til sáttar Ögmundur Jónasson gerði tilraun til að leggja grunn að sátt um ný heildarlög. Þær tillögur náðu ekki fram að ganga á síðasta þingi, að hluta til vegna skorts á pólitískum áhuga og að hluta til vegna skorts á tíma. Þetta verkefni bíður nú nýs innanríkisráðherra en einnig – og ekki síður – nýs velferðarráðherra, sem þarf að láta til sín taka í málaflokknum.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun