Barnaleikhús Charlotte Bøving skrifar 17. júní 2013 10:00 Ég var á Grímuhátíðinni um daginn. Kvöldið var um margt vel lukkað, jafnvel þótt ég væri ekki alltaf sammála vali á verðlaunahöfum. En þessi pistill á ekki að fjalla um það. Hann á að fjalla um nokkuð sem ég hef mun meiri áhyggjur af: Flokkurinn um bestu barnasýningu ársins FÉLL NIÐUR í ár. Leikhúsin höfðu einfaldlega ekki sett á svið fleiri en tvær barnasýningar þetta leikárið. Báðar í Þjóðleikhúsinu – og alveg nýjar eru þær ekki, við þekkjum þær vel: Dýrin í Hálsaskógi og Karíus og Baktus. (Mary Poppins var ekki flokkuð sem barnasýning). Það voru hinsvegar heilar 62 fullorðins-frumsýningar á leikárinu. Hvers vegna þetta ójafnvægi? Er það vegna þess að það er enginn heiður – peningar – forvitni eða metnaður til þess að framleiða barnasýningar? Eru leikhúsin mótfallin? Eru það listamennirnir: höfundar, leikstjórar, leikarar sem eru til vandræða? Er það ríkissjóður eða borgin sem ekki styðja barnamenningu í leikhúsunum? Eða eru það áhorfendur sem er vandamálið? Þora fullorðnir áhorfendur, sem fara með börn í leikhús, að velja ný verk og óreynd fyrir litlu dúllurnar sínar, eða eru þeir íhaldssamir og vilja bara endurtekningar? Vegna þess að það eru endursýningar sem stóru leikhúsin velja yfirleitt að setja á svið. Mér þykir vanta nýsköpun í barnaleiksýningum hér á landi. Leikhús fyrir börn sem leikur sér að formi og innihaldi. Leikhús sem speglar heim barnanna, eða ögrar sýn þeirra á heiminn og mannfólkið. Ævintýralegt og tilraunakennt leikhús fyrir börn. Það er til, en það er fyrirferðarlítið og sjaldgæft. Það er t.d. ekkert slíkt fyrir 10 – 11 – 12 – 13 – 14 – 15 – 16 – 17 – 18 ára börn (fyrir utan það sem þau setja sjálf á svið). Ekkert sem endurspeglar raunveruleika þeirra. Splunkuný barnaleiksýning lítur dagsins ljós í Kúlunni í september: Hættuför í Huliðsdal. Ég tengist þessari sýningu ekki neitt. Mér þykir bara frábært að það sé líka verið að skrifa ny leikrit fyrir börn. Þau eru líka fólk... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég var á Grímuhátíðinni um daginn. Kvöldið var um margt vel lukkað, jafnvel þótt ég væri ekki alltaf sammála vali á verðlaunahöfum. En þessi pistill á ekki að fjalla um það. Hann á að fjalla um nokkuð sem ég hef mun meiri áhyggjur af: Flokkurinn um bestu barnasýningu ársins FÉLL NIÐUR í ár. Leikhúsin höfðu einfaldlega ekki sett á svið fleiri en tvær barnasýningar þetta leikárið. Báðar í Þjóðleikhúsinu – og alveg nýjar eru þær ekki, við þekkjum þær vel: Dýrin í Hálsaskógi og Karíus og Baktus. (Mary Poppins var ekki flokkuð sem barnasýning). Það voru hinsvegar heilar 62 fullorðins-frumsýningar á leikárinu. Hvers vegna þetta ójafnvægi? Er það vegna þess að það er enginn heiður – peningar – forvitni eða metnaður til þess að framleiða barnasýningar? Eru leikhúsin mótfallin? Eru það listamennirnir: höfundar, leikstjórar, leikarar sem eru til vandræða? Er það ríkissjóður eða borgin sem ekki styðja barnamenningu í leikhúsunum? Eða eru það áhorfendur sem er vandamálið? Þora fullorðnir áhorfendur, sem fara með börn í leikhús, að velja ný verk og óreynd fyrir litlu dúllurnar sínar, eða eru þeir íhaldssamir og vilja bara endurtekningar? Vegna þess að það eru endursýningar sem stóru leikhúsin velja yfirleitt að setja á svið. Mér þykir vanta nýsköpun í barnaleiksýningum hér á landi. Leikhús fyrir börn sem leikur sér að formi og innihaldi. Leikhús sem speglar heim barnanna, eða ögrar sýn þeirra á heiminn og mannfólkið. Ævintýralegt og tilraunakennt leikhús fyrir börn. Það er til, en það er fyrirferðarlítið og sjaldgæft. Það er t.d. ekkert slíkt fyrir 10 – 11 – 12 – 13 – 14 – 15 – 16 – 17 – 18 ára börn (fyrir utan það sem þau setja sjálf á svið). Ekkert sem endurspeglar raunveruleika þeirra. Splunkuný barnaleiksýning lítur dagsins ljós í Kúlunni í september: Hættuför í Huliðsdal. Ég tengist þessari sýningu ekki neitt. Mér þykir bara frábært að það sé líka verið að skrifa ny leikrit fyrir börn. Þau eru líka fólk...
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar