„Ég hef verið í sambandi við nokkur erlend félög en það hefur ekki gengið upp,“ segir Bjarki Már Elísson, en hann hefur verið í leit að nýju félagsliði undanfarnar vikur. Bjarki Már hefur leikið með HK síðastliðin ár en er laus allra mála frá félaginu.
Hornamaðurinn náði sér vel á strik í N1-deildinni á síðasta tímabili og skoraði 141 mark fyrir HK. Bjarki Már nýtti sér uppsagnarákvæði í sínum samningi við HK í lok maí.
„Það er alveg út úr myndinni að ég spila meira fyrir HK. Ég býst samt við því að ég leiki á Íslandi næsta tímabil. Maður vill að sjálfsögðu hafa það opið að spila utan landsteinanna en eins og staðan er núna er það ekki líklegt.“
En er Bjarki ekki orðinn óþreyjufullur eftir því að finna sér nýtt félag?
„Ég er svo sem heitasti bitinn á markaðnum í íslensku deildinni og því hef ég ekki miklar áhyggjur,“ segir Bjarki Már á léttum nótum.
Bjarki spilar líklega á Íslandi í vetur
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn


Starf Amorims öruggt
Enski boltinn



Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn