Pylsuvagn með minjagripi opnaður við Seljalandsfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. júní 2013 07:00 Eigendur Seljaveitinga við vagninn sem opnaður verður við Seljalandsfoss í næstu viku. Fréttablaðið/Anton Tvenn hjón opna í næstu viku veitingavagn við Seljalandsfoss. Auk skyndibita og minjagripa selja þau regnslár fyrir þá sem ganga undir fossinn. Þau telja mikla eftirspurn eftir þjónustunni sem býðst með þessum fyrsta söluvagni á staðnum. „Það hafa margir spekúlerað og velt fyrir sér í mörg ár af hverju það er ekkert við fossinn,“ segir Elísabet Þorvaldsdóttir, um tilkomu veitingavagns sem opna á við Seljalandsfoss í næstu viku. Veitingavagninn mun Elísabet starfrækja ásamt manni sínum Heimi Hálfdanarsyni og vinahjónum þeirra; Kristínu Guðbjartsdóttur og Atla Má Bjarnasyni. „Við ætlum að vera með það helsta sem verið er að selja í svona vögnum; kaffi, gos, samlokur, pylsur og súpu og eitthvað af minjagripum og ferðamannavörum að ógleymdum einnota regnslám fyrir þá sem vilja fara á bak við foss og eru ekki með útbúnað í það. Maður blotnar alltaf bak við foss,“ segir Elísabet um vöruúrvalið. Margir sem gengið hafa bak við Seljalandsfoss hafa lent í því að aðrir fossgöngumenn biðja þá að smella af þeim ljósmynd. Spurð hvort boðið verði upp á slíka þjónustu að fossbaki segir Elísabet það einmitt hafa komið til tals. „Það eru framtíðar pælingar. Það er ýmsar hugmyndir í gangi, þetta er bara byrjunin,“ svarar hún. Eiginmaður Elísabetar er frá Seljalandi og einn eigenda jarðarinnar sem er þríbýl og á skikann í kring um Seljalandsfoss í óskiptri sameign með Seljalandsseli. Aðrir landeigendur hafa veitt sitt samþykki eins og Rangárþing eystra gerði að skilyrði þegar sveitarfélagið veitti stöðuleyfi fyrir veitingavagninum fram til 1. október. Elísabet segir óvíst hversu lengi veitingavagninn verður opinn eftir að sumri tekur að halla. „Mér finnst ólíklegt að við verðum með opið yfir háveturinn. Ferðamannastraumurinn til Íslands virðist samt alltaf vera að aukast utan þessara hefðbundnu sumarmánuða svo við munum horfa á þetta með opnum huga,“ segir veitingamaðurinn væntanlegi við Seljalandsfoss. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Tvenn hjón opna í næstu viku veitingavagn við Seljalandsfoss. Auk skyndibita og minjagripa selja þau regnslár fyrir þá sem ganga undir fossinn. Þau telja mikla eftirspurn eftir þjónustunni sem býðst með þessum fyrsta söluvagni á staðnum. „Það hafa margir spekúlerað og velt fyrir sér í mörg ár af hverju það er ekkert við fossinn,“ segir Elísabet Þorvaldsdóttir, um tilkomu veitingavagns sem opna á við Seljalandsfoss í næstu viku. Veitingavagninn mun Elísabet starfrækja ásamt manni sínum Heimi Hálfdanarsyni og vinahjónum þeirra; Kristínu Guðbjartsdóttur og Atla Má Bjarnasyni. „Við ætlum að vera með það helsta sem verið er að selja í svona vögnum; kaffi, gos, samlokur, pylsur og súpu og eitthvað af minjagripum og ferðamannavörum að ógleymdum einnota regnslám fyrir þá sem vilja fara á bak við foss og eru ekki með útbúnað í það. Maður blotnar alltaf bak við foss,“ segir Elísabet um vöruúrvalið. Margir sem gengið hafa bak við Seljalandsfoss hafa lent í því að aðrir fossgöngumenn biðja þá að smella af þeim ljósmynd. Spurð hvort boðið verði upp á slíka þjónustu að fossbaki segir Elísabet það einmitt hafa komið til tals. „Það eru framtíðar pælingar. Það er ýmsar hugmyndir í gangi, þetta er bara byrjunin,“ svarar hún. Eiginmaður Elísabetar er frá Seljalandi og einn eigenda jarðarinnar sem er þríbýl og á skikann í kring um Seljalandsfoss í óskiptri sameign með Seljalandsseli. Aðrir landeigendur hafa veitt sitt samþykki eins og Rangárþing eystra gerði að skilyrði þegar sveitarfélagið veitti stöðuleyfi fyrir veitingavagninum fram til 1. október. Elísabet segir óvíst hversu lengi veitingavagninn verður opinn eftir að sumri tekur að halla. „Mér finnst ólíklegt að við verðum með opið yfir háveturinn. Ferðamannastraumurinn til Íslands virðist samt alltaf vera að aukast utan þessara hefðbundnu sumarmánuða svo við munum horfa á þetta með opnum huga,“ segir veitingamaðurinn væntanlegi við Seljalandsfoss.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira