Gaf unglingspilti bíla og hélt honum uppi fyrir kynmök Stígur Helgason skrifar 13. júní 2013 09:00 Sigurður viðurkenndi að hafa átt í sambandi við piltinn en neitaði að hafa notfært sér aðstöðumun og tælt hann með gjöfum. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Aron Snorra Gunnarsson, 36 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti sem stóðu yfir reglulega í tvö ár. Sigurður Aron er dæmdur fyrir að hafa í sex skipti haft kynmök við piltinn, sem þá var á aldrinum 15 til 17 ára. Þrír vinir piltsins kærðu Sigurð Aron einnig fyrir kynferðislega áreitni í samkvæmum en þau mál voru látin niður falla. Pilturinn segist hafa kynnst Sigurði Aron á Facebook. Þeir hafi fljótlega tekið upp kynferðislegt samband og Sigurður Aron farið að bera á hann gjafir.Fram kemur í dómnum að Sigurður Aron hafi gefið piltinum áfengi og fíkniefni, tvo bíla, annan þeirra í jólagjöf, tvo síma, skó, föt og skartgripi. Þá hafi hann lagt inn á hann samtals yfir 300 þúsund krónur, boðið honum með sér til útlanda, lánað móður hans peninga og keypt mat fyrir fjölskyldu hans. Móðir piltsins segist hafa vitað af vinasambandi Sigurðar og sonar hennar en hún hafi ekki vitað að þeir ættu í kynferðislegu sambandi. Sigurður var á þessum tíma 32 til 34 ára gamall en sagði piltinum rangt til um aldur sinn. Hann taldi að Sigurður væri um 26 ára gamall þegar þeir kynntust. Sjálfur hefur Sigurður neitað því að gjafirnar hafi verið í skiptum fyrir kynferðislega greiða. „Ákærði hefur engar trúverðugar skýringar gefið á örlæti sínu við piltinn, sem aftur hefur borið að hann hafi litið svo á að gjafirnar tengdust kynferðislegum samskiptum þeirra,“ segir hins vegar í dómnum. Þar segir einnig að Sigurður Aron hafi brotið gróflega gegn piltinum „sem var á viðkvæmu aldurs- og þroskastigi þegar brotin voru framin“. Enn fremur segir í dómnum: „Mátti ákærða vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar háttsemi hans hlyti að hafa fyrir líf og sálarheill piltsins. Þá sýndi ákærði af sér einbeittan brotavilja í samskiptum við piltinn.“ Hann þarf að greiða piltinum 1,2 milljónir í miskabætur.Margdæmdur afbrotamaður Sigurður Aron hefur á þrettán ára tímabili hlotið sex refsidóma. Nú síðast staðfesti Hæstiréttur 18 mánaða dóm yfir honum fyrir rán og fíkniefnalagabrot. Árið 2009 fékk hann dóm fyrir að brjóta gegn barni með því að sýna því klámefni og hafa uppi annars konar ósiðlega hegðun gagnvart því. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Aron Snorra Gunnarsson, 36 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti sem stóðu yfir reglulega í tvö ár. Sigurður Aron er dæmdur fyrir að hafa í sex skipti haft kynmök við piltinn, sem þá var á aldrinum 15 til 17 ára. Þrír vinir piltsins kærðu Sigurð Aron einnig fyrir kynferðislega áreitni í samkvæmum en þau mál voru látin niður falla. Pilturinn segist hafa kynnst Sigurði Aron á Facebook. Þeir hafi fljótlega tekið upp kynferðislegt samband og Sigurður Aron farið að bera á hann gjafir.Fram kemur í dómnum að Sigurður Aron hafi gefið piltinum áfengi og fíkniefni, tvo bíla, annan þeirra í jólagjöf, tvo síma, skó, föt og skartgripi. Þá hafi hann lagt inn á hann samtals yfir 300 þúsund krónur, boðið honum með sér til útlanda, lánað móður hans peninga og keypt mat fyrir fjölskyldu hans. Móðir piltsins segist hafa vitað af vinasambandi Sigurðar og sonar hennar en hún hafi ekki vitað að þeir ættu í kynferðislegu sambandi. Sigurður var á þessum tíma 32 til 34 ára gamall en sagði piltinum rangt til um aldur sinn. Hann taldi að Sigurður væri um 26 ára gamall þegar þeir kynntust. Sjálfur hefur Sigurður neitað því að gjafirnar hafi verið í skiptum fyrir kynferðislega greiða. „Ákærði hefur engar trúverðugar skýringar gefið á örlæti sínu við piltinn, sem aftur hefur borið að hann hafi litið svo á að gjafirnar tengdust kynferðislegum samskiptum þeirra,“ segir hins vegar í dómnum. Þar segir einnig að Sigurður Aron hafi brotið gróflega gegn piltinum „sem var á viðkvæmu aldurs- og þroskastigi þegar brotin voru framin“. Enn fremur segir í dómnum: „Mátti ákærða vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar háttsemi hans hlyti að hafa fyrir líf og sálarheill piltsins. Þá sýndi ákærði af sér einbeittan brotavilja í samskiptum við piltinn.“ Hann þarf að greiða piltinum 1,2 milljónir í miskabætur.Margdæmdur afbrotamaður Sigurður Aron hefur á þrettán ára tímabili hlotið sex refsidóma. Nú síðast staðfesti Hæstiréttur 18 mánaða dóm yfir honum fyrir rán og fíkniefnalagabrot. Árið 2009 fékk hann dóm fyrir að brjóta gegn barni með því að sýna því klámefni og hafa uppi annars konar ósiðlega hegðun gagnvart því.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira