Grínmynd um Google Kristjana Arnarsdóttir skrifar 13. júní 2013 18:00 Gamanmyndin The Internship var frumsýnd í vikunni. Það eru þeir Vince Vaughn og Owen Wilson sem fara með aðalhlutverkin en þeir léku einnig saman í gamanmyndinni Wedding Crashers sem kom út árið 2005. The Internship fjallar um félagana Billy og Nick sem eru reknir úr störfum sínum sem sölumenn og þurfa að hugsa sér til hreyfings. Billy, sem leikinn er af Vince Vaughn, sækir um lærlingsstöðu hjá Google fyrir þá félagana þrátt fyrir að hafa nánast enga kunnáttu á nútímatækni. Þeir eru ráðnir í störfin og eyða sumrinu í liðakeppni með öðrum lærlingum, þar sem liðin keppast um að sigra og tryggja sér þar með stöðu hjá tölvurisanum. Það er kanadísk-bandaríski leikstjórinn Shawn Adam Levy sem leikstýrir myndinni en hann hefur meðal annars leikstýrt gamanmyndunum Big Fat Liar, Just Married, Cheaper by the Dozen, Night at the Museum og Date Night. Kvikmyndir leikstjórans hafa samanlagt velt um tveimur milljörðum dala og myndir hans fallið í góðan jarðveg. Margar spennandi myndir eru væntanlegar með þeim Wilson og Vaughn í burðarhlutverkum. Í lok árs er von á framhaldi kvikmyndarinnar The Anchorman, en þar fer Vaughn með hlutverk fréttapésans Wes Mantooth, erkióvinar Rons Burgundy sem leikinn er af Will Ferrell. Owen Wilson er með margt í pípunum en þar ber eflaust hæst að nefna framhald myndarinnar um Derek Zoolander, þar sem Wilson fer með hlutverk karlfyrirsætunnar Hansel. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Gamanmyndin The Internship var frumsýnd í vikunni. Það eru þeir Vince Vaughn og Owen Wilson sem fara með aðalhlutverkin en þeir léku einnig saman í gamanmyndinni Wedding Crashers sem kom út árið 2005. The Internship fjallar um félagana Billy og Nick sem eru reknir úr störfum sínum sem sölumenn og þurfa að hugsa sér til hreyfings. Billy, sem leikinn er af Vince Vaughn, sækir um lærlingsstöðu hjá Google fyrir þá félagana þrátt fyrir að hafa nánast enga kunnáttu á nútímatækni. Þeir eru ráðnir í störfin og eyða sumrinu í liðakeppni með öðrum lærlingum, þar sem liðin keppast um að sigra og tryggja sér þar með stöðu hjá tölvurisanum. Það er kanadísk-bandaríski leikstjórinn Shawn Adam Levy sem leikstýrir myndinni en hann hefur meðal annars leikstýrt gamanmyndunum Big Fat Liar, Just Married, Cheaper by the Dozen, Night at the Museum og Date Night. Kvikmyndir leikstjórans hafa samanlagt velt um tveimur milljörðum dala og myndir hans fallið í góðan jarðveg. Margar spennandi myndir eru væntanlegar með þeim Wilson og Vaughn í burðarhlutverkum. Í lok árs er von á framhaldi kvikmyndarinnar The Anchorman, en þar fer Vaughn með hlutverk fréttapésans Wes Mantooth, erkióvinar Rons Burgundy sem leikinn er af Will Ferrell. Owen Wilson er með margt í pípunum en þar ber eflaust hæst að nefna framhald myndarinnar um Derek Zoolander, þar sem Wilson fer með hlutverk karlfyrirsætunnar Hansel.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira