Hvað gerir forsetinn? Bolli Héðinsson skrifar 12. júní 2013 08:52 Í Icesave-samningunum, sem vísað var til í þjóðaratkvæðagreiðslu, var tekist á um hvort almenningur tæki á sig ábyrgð á fjárskuldbindingum sem samið hafði verið um við erlenda aðila ef eignir þrotabús Landsbankans dygðu ekki til. Þjóðin hafnaði ábyrgð á þeirri fjárskuldbindingu. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að leggja byrðar á þjóðina sem Alþingi hefur samþykkt að útgerðin í landinu beri. Stjórnvöld hafa sett fram hugmyndir um að láta almenning taka á sig þessar byrðar en létta þeim af útgerðinni. Spurningin sem við stöndum því frammi fyrir er sú hvort forsetinn muni reynast brjóstvörn almennings gegn íþyngjandi álögum stjórnvalda með ámóta hætti og í Icesave. Fjármunir sem létt er af útgerð verða ekki sóttir annað en í vasa almennings. Veiðigjaldi sem aflétt er af útgerð verður ekki ráðstafað til skuldalækkunar heimilanna heldur verður það, þvert á móti, lagt á herðar almennings, þó síðar verði. Hverjir höldum við að séu betur aflögufærir, almenningur eða útgerðin?Á að rjúfa sáttina um veiðigjaldið? Þrátt fyrir þá ágalla sem kunna að vera á því kerfi veiðigjalda sem fyrri ríkisstjórn stóð fyrir þá er sú leið sem farin var samt sem áður fyrsta alvöru tilraunin til að ná sátt við þjóðina um að útgerðin greiði eitthvað sem kalla mætti sanngjarnt verð fyrir afnot sín af auðlindinni. Hugmyndir núverandi ríkisstjórnar um veiðigjald virðast hins vegar ganga út á að gjaldið sé einhver afgangsstærð og fjárhæð gjaldsins eigi að ráðast af því hvernig fyrirtækið stendur þegar allur kostnaður og misvitur ráðstöfun fjármuna fyrirtækisins hefur verið dregin frá. Með því er í raun fallið frá auðlindagjaldi. Eigi auðlindagjald að rísa undir nafni þá ræðst upphæð þess fyrst og fremst af því magni sem sótt er í auðlindina, en ekki af afkomu fyrirtækjanna, frekar en önnur aðföng. Þannig ráðast vextir, afborganir og kaup á veiðarfærum alls ekki af hagnaði útgerðarinnar heldur er það einfaldlega kostnaður sem standa verður skil á svo hægt sé að halda áfram rekstri. Útgerðir verða að greiða reikning veiðarfærasalans hvort sem útgerðin er rekin með reiknuðu tapi eða gróða. Hví skyldi annað gilda um kostnaðinn við aðganginn að fiskveiðiauðlindinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í Icesave-samningunum, sem vísað var til í þjóðaratkvæðagreiðslu, var tekist á um hvort almenningur tæki á sig ábyrgð á fjárskuldbindingum sem samið hafði verið um við erlenda aðila ef eignir þrotabús Landsbankans dygðu ekki til. Þjóðin hafnaði ábyrgð á þeirri fjárskuldbindingu. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að leggja byrðar á þjóðina sem Alþingi hefur samþykkt að útgerðin í landinu beri. Stjórnvöld hafa sett fram hugmyndir um að láta almenning taka á sig þessar byrðar en létta þeim af útgerðinni. Spurningin sem við stöndum því frammi fyrir er sú hvort forsetinn muni reynast brjóstvörn almennings gegn íþyngjandi álögum stjórnvalda með ámóta hætti og í Icesave. Fjármunir sem létt er af útgerð verða ekki sóttir annað en í vasa almennings. Veiðigjaldi sem aflétt er af útgerð verður ekki ráðstafað til skuldalækkunar heimilanna heldur verður það, þvert á móti, lagt á herðar almennings, þó síðar verði. Hverjir höldum við að séu betur aflögufærir, almenningur eða útgerðin?Á að rjúfa sáttina um veiðigjaldið? Þrátt fyrir þá ágalla sem kunna að vera á því kerfi veiðigjalda sem fyrri ríkisstjórn stóð fyrir þá er sú leið sem farin var samt sem áður fyrsta alvöru tilraunin til að ná sátt við þjóðina um að útgerðin greiði eitthvað sem kalla mætti sanngjarnt verð fyrir afnot sín af auðlindinni. Hugmyndir núverandi ríkisstjórnar um veiðigjald virðast hins vegar ganga út á að gjaldið sé einhver afgangsstærð og fjárhæð gjaldsins eigi að ráðast af því hvernig fyrirtækið stendur þegar allur kostnaður og misvitur ráðstöfun fjármuna fyrirtækisins hefur verið dregin frá. Með því er í raun fallið frá auðlindagjaldi. Eigi auðlindagjald að rísa undir nafni þá ræðst upphæð þess fyrst og fremst af því magni sem sótt er í auðlindina, en ekki af afkomu fyrirtækjanna, frekar en önnur aðföng. Þannig ráðast vextir, afborganir og kaup á veiðarfærum alls ekki af hagnaði útgerðarinnar heldur er það einfaldlega kostnaður sem standa verður skil á svo hægt sé að halda áfram rekstri. Útgerðir verða að greiða reikning veiðarfærasalans hvort sem útgerðin er rekin með reiknuðu tapi eða gróða. Hví skyldi annað gilda um kostnaðinn við aðganginn að fiskveiðiauðlindinni?
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar