Mezzoforte hitar upp fyrir gítargoðsögnina Jeff Beck á tónleikum hennar í Vodafone-höllinni 27. júní.
Stutt er síðan Mezzoforte spilaði í Hörpu í tilefni þess að þrjátíu ár voru liðin frá því hið vinsæla lag Garden Party kom út.
Ekki verður alveg sama liðsuppstilling í Vodafone-höllinni og í Hörpu því á komandi tónleikum munu allir upphaflegu meðlimir Mezzoforte spila, þar á meðal gítarleikarinn Friðrik Karlsson.
