Ekki “fansý” pakki heldur hörkuvinna Freyr Bjarnason skrifar 27. maí 2013 09:00 John Grant, Jakob Smári Magnússon, Pétur Hallgrímsson og Kristinn spiluðu með Sinéad o´Connor á tónleikaferðinni. „Það er rosalega gaman að fá að koma á alla þessa staði og spila fyrir svona mikið af fólki,“ segir trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson. Hann er staddur á Íslandi í tveggja vikna hléi frá tónleikaferðalagi um heiminn með bandaríska tónlistarmanninum og Íslandsvininum John Grant. Þeir, ásamt bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni og gítarleikaranum Pétri Hallgrímssyni, eru að kynna nýjustu plötu Grants, Pale Green Ghosts, sem var tekin upp hér á landi. Aðspurður segist hann viðtökurnar hafa verið rosalega góðar en þeir hafa spilað á um fjörutíu tónleikum í heildina. Ferðalagið hófst í Evrópu um miðjan apríl og eftir það var förinni heitið til New York. Í maí spiluðu þeir svo í þrjár vikur á Írlandi, Englandi og í Skotlandi. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hitaði upp fyrir þá á tónleikaferðinni um Bretlandseyjar. „Hann stóð sig eins og hetja og fékk mjög góðar viðtökur. Þeir seldu heilmikið af plötum og bolum eftir tónleikana og náðu örugglega að opna á stóran aðdáendahóp.“ Tónleikaferðalaginu lauk svo með spilamennsku í sjónvarpsþætti Jools Holland hjá BBC. „Það var mjög skemmtilegt. Það voru flott bönd sem voru að spila á sama tíma eins og Low, sem voru alveg æðisleg. Að hvíldinni á Íslandi lokinni halda þeir félagar til Skandinavíu og spila á fernum tónleikum. Eftir það tekur við tónleikaferð um Bandaríkin og spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal á Hróaskeldu í Danmörku. Aðspurður segir Kristinn Snær tónleikaferðina vera það lengsta sem hann hefur komist á ferli sínum til þessa. „En þetta er hörkuvinna og langir dagar. Þetta er ekkert partí og afslöppun og skemmtilegheit. Stundum hefur maður ekki tíma til að borða fyrir gigg og við rótum og stillum upp sjálfir, þannig að þetta er ekki „fansý“ pakki eins og hjá The Rolling Stones,“ segir hann. Hann viðurkennir að það sé erfitt að vera fjarri fjölskyldu og ástvinum í svona langan tíma. „En þetta er tækifæri sem býðst kannski einu sinni á ævinni. Þá er bara að hrökkva eða stökkva.“ Tónlist Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það er rosalega gaman að fá að koma á alla þessa staði og spila fyrir svona mikið af fólki,“ segir trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson. Hann er staddur á Íslandi í tveggja vikna hléi frá tónleikaferðalagi um heiminn með bandaríska tónlistarmanninum og Íslandsvininum John Grant. Þeir, ásamt bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni og gítarleikaranum Pétri Hallgrímssyni, eru að kynna nýjustu plötu Grants, Pale Green Ghosts, sem var tekin upp hér á landi. Aðspurður segist hann viðtökurnar hafa verið rosalega góðar en þeir hafa spilað á um fjörutíu tónleikum í heildina. Ferðalagið hófst í Evrópu um miðjan apríl og eftir það var förinni heitið til New York. Í maí spiluðu þeir svo í þrjár vikur á Írlandi, Englandi og í Skotlandi. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hitaði upp fyrir þá á tónleikaferðinni um Bretlandseyjar. „Hann stóð sig eins og hetja og fékk mjög góðar viðtökur. Þeir seldu heilmikið af plötum og bolum eftir tónleikana og náðu örugglega að opna á stóran aðdáendahóp.“ Tónleikaferðalaginu lauk svo með spilamennsku í sjónvarpsþætti Jools Holland hjá BBC. „Það var mjög skemmtilegt. Það voru flott bönd sem voru að spila á sama tíma eins og Low, sem voru alveg æðisleg. Að hvíldinni á Íslandi lokinni halda þeir félagar til Skandinavíu og spila á fernum tónleikum. Eftir það tekur við tónleikaferð um Bandaríkin og spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal á Hróaskeldu í Danmörku. Aðspurður segir Kristinn Snær tónleikaferðina vera það lengsta sem hann hefur komist á ferli sínum til þessa. „En þetta er hörkuvinna og langir dagar. Þetta er ekkert partí og afslöppun og skemmtilegheit. Stundum hefur maður ekki tíma til að borða fyrir gigg og við rótum og stillum upp sjálfir, þannig að þetta er ekki „fansý“ pakki eins og hjá The Rolling Stones,“ segir hann. Hann viðurkennir að það sé erfitt að vera fjarri fjölskyldu og ástvinum í svona langan tíma. „En þetta er tækifæri sem býðst kannski einu sinni á ævinni. Þá er bara að hrökkva eða stökkva.“
Tónlist Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira