Strangtrúaðir netverjar Auður Jónsdóttir skrifar 21. maí 2013 07:00 Stuttu fyrir Hrunið skrifaði ég pistil í bók og velti fyrir mér hvort það væri tilviljun að skopmyndirnar af Múhameð spámanni hefðu birst í einu stærsta dagblaðinu í Danmörku á sama tíma og Dansk Folkeparti, alræmdur þjóðernisflokkur, var stuðningsflokkur dönsku ríkisstjórnarinnar. Ætlunin var alls ekki sú að mæla með sjálfskipaðri ritskoðun í þágu bókstafstrúarmanna en af viðbrögðum á netinu að dæma mátti ætla að ég hefði afhjúpað mig sem virkur meðlimur í Al-Kaída. Athugasemdir nokkurra aðila voru svo ofboðslegar að á endanum hafði maðurinn minn upp á nafni náunga nokkurs sem skrifaði undir dulnefni og hringdi í hann frá Barcelona þar sem við bjuggum. Sá varð kjaftstopp þegar sveittur Íslendingur í Katalóníu tók hann snöfurlega á beinið. Daginn eftir misstum við málið. Dvergvaxin mannvitsbrekka á Íslandi bloggaði um holdafar mitt af miklum móð og skildi ekkert í því hvernig nokkur gæti hugsað sér að sofa hjá öðru eins mörfjalli og mér. Skrifin vöktu þvílíka kátínu að nokkrir góðkunningjar mínir af karlkyni voru örsnöggir að linka á snilldina. Ég rankaði við mér þar sem ég var búin að ryðja bókunum mínum úr bókaskápnum í stofunni, andstutt af vanlíðan. Við hjónin höfðum verið á leiðinni út að sjá kvikmynd eftir Ragnar Bragason á kvikmyndahátíð en ég náði ekki áttum fyrr en myndin var byrjuð. Þá hristi ég sjokkið af mér, sárust yfir því að hafa misst af myndinni. Síðan þá er ég viðbúin öllu í samfélagsumræðu á Íslandi en þó þykir mér sárt að sjá fólk verða fyrir skriðu niðrandi athugasemda við það eitt að viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum, hvort sem ég er sammála skoðunum þess á fótboltaþjálfurum og léttvínsdrykkju eða ekki. Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að skiptast á skoðunum við fólk og ég áskil mér rétt til að skipta um skoðun á hverjum degi, þá ekki síst til að spegla hana í skoðunum annarra, helst í góðum matarboðum. Maður er jú manns gaman! Samt myndi ég aldrei nenna í matarboð með strangtrúuðum netverjum sem borða hvorki steik né humar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Jónsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Stuttu fyrir Hrunið skrifaði ég pistil í bók og velti fyrir mér hvort það væri tilviljun að skopmyndirnar af Múhameð spámanni hefðu birst í einu stærsta dagblaðinu í Danmörku á sama tíma og Dansk Folkeparti, alræmdur þjóðernisflokkur, var stuðningsflokkur dönsku ríkisstjórnarinnar. Ætlunin var alls ekki sú að mæla með sjálfskipaðri ritskoðun í þágu bókstafstrúarmanna en af viðbrögðum á netinu að dæma mátti ætla að ég hefði afhjúpað mig sem virkur meðlimur í Al-Kaída. Athugasemdir nokkurra aðila voru svo ofboðslegar að á endanum hafði maðurinn minn upp á nafni náunga nokkurs sem skrifaði undir dulnefni og hringdi í hann frá Barcelona þar sem við bjuggum. Sá varð kjaftstopp þegar sveittur Íslendingur í Katalóníu tók hann snöfurlega á beinið. Daginn eftir misstum við málið. Dvergvaxin mannvitsbrekka á Íslandi bloggaði um holdafar mitt af miklum móð og skildi ekkert í því hvernig nokkur gæti hugsað sér að sofa hjá öðru eins mörfjalli og mér. Skrifin vöktu þvílíka kátínu að nokkrir góðkunningjar mínir af karlkyni voru örsnöggir að linka á snilldina. Ég rankaði við mér þar sem ég var búin að ryðja bókunum mínum úr bókaskápnum í stofunni, andstutt af vanlíðan. Við hjónin höfðum verið á leiðinni út að sjá kvikmynd eftir Ragnar Bragason á kvikmyndahátíð en ég náði ekki áttum fyrr en myndin var byrjuð. Þá hristi ég sjokkið af mér, sárust yfir því að hafa misst af myndinni. Síðan þá er ég viðbúin öllu í samfélagsumræðu á Íslandi en þó þykir mér sárt að sjá fólk verða fyrir skriðu niðrandi athugasemda við það eitt að viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum, hvort sem ég er sammála skoðunum þess á fótboltaþjálfurum og léttvínsdrykkju eða ekki. Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að skiptast á skoðunum við fólk og ég áskil mér rétt til að skipta um skoðun á hverjum degi, þá ekki síst til að spegla hana í skoðunum annarra, helst í góðum matarboðum. Maður er jú manns gaman! Samt myndi ég aldrei nenna í matarboð með strangtrúuðum netverjum sem borða hvorki steik né humar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun