Framtíð mín er á Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2013 08:00 Florentina Stanciu er einn þriggja markvarða sem eru við æfingar með íslenska landsliðinu nú. Hér er hún í leik með ÍBV. Mynd/Stefán Einn besti leikmaður N1-deildar kvenna, Florentina Stanciu, er á leið úr landi. Markvörðurinn öflugi hefur leikið með ÍBV síðastliðin ár en náði ekki samkomulagi við félagið um áframhaldandi dvöl. Hún staðfesti við Fréttablaðið í gær að hún hefði átt í viðræðum við rúmenska liðið SCM Craiova. „Þetta er allt óljóst eins og er. Ég hef verið að tala við gamla liðið mitt sem er í sama bæ og fjölskyldan mín í Rúmeníu en það er ekki 100 prósent öruggt að ég fari þangað. Þeir hafa samþykkt munnlega að ganga að mínum kröfum en ég á enn eftir að fá það skriflega. Ef það stenst þá mun ég gera eins árs samning við félagið. Ef ekki, hætti ég við allt saman og leita annað,“ sagði Florentina í samtali við Fréttablaðið.Vil standa mig með landsliðinu Hún sagðist einnig hafa átt í viðræðum við tvö lið á Íslandi en vildi ekki nafngreina þau. Sögusagnir eru á kreiki um að umrædd lið séu Fram og Stjarnan en forráðamenn liðanna staðfestu við Fréttablaðið í gær að engar viðræður hefðu farið fram að svo stöddu. „Ég vil annars lítið hugsa um þetta þessa dagana því ég vil einbeita mér að því að æfa með landsliðinu,“ sagði hún en íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir mikilvæga leiki gegn Tékklandi þar sem sæti á EM er í húfi. Florentina fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur mánuðum og varð strax gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Það er markmið mitt að standa mig eins vel og ég get með íslenska landsliðinu og því vona ég að þessi mál komist á hreint sem allra fyrst.“ Ef það kemur til þess að hún flytji til Rúmeníu með fjölskyldu sinni segir hún alveg klárt að hún muni snúa aftur til Íslands.Sonurinn í íslenskan skóla „Framtíð mín er á Íslandi. Ég ætla að kaupa hús hér og ala upp börnin mín á Íslandi. En ég vil nýta tækifærið og gefa fjölskyldu minni í Rúmeníu kost á að umgangast son minn, sem er þriggja ára. Það er hentugur aldur til þess að flytja því þegar hann kemst á skólaaldur vil ég að hann gangi í skóla á Íslandi,“ sagði hún og bætti við að það hefði haft mikið að segja í viðræðum sínum við SCM Craiova. „En ef það gengur ekki upp þá verð ég ánægð hvar sem ég enda. Ég er jákvæð persóna og kvíði því ekki að kynnast einhverju nýju,“ bætir hún við að lokum. Ísland leikur gegn Tékklandi, heima og að heiman, dagana 2. og 8. júní næstkomandi. Olís-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Einn besti leikmaður N1-deildar kvenna, Florentina Stanciu, er á leið úr landi. Markvörðurinn öflugi hefur leikið með ÍBV síðastliðin ár en náði ekki samkomulagi við félagið um áframhaldandi dvöl. Hún staðfesti við Fréttablaðið í gær að hún hefði átt í viðræðum við rúmenska liðið SCM Craiova. „Þetta er allt óljóst eins og er. Ég hef verið að tala við gamla liðið mitt sem er í sama bæ og fjölskyldan mín í Rúmeníu en það er ekki 100 prósent öruggt að ég fari þangað. Þeir hafa samþykkt munnlega að ganga að mínum kröfum en ég á enn eftir að fá það skriflega. Ef það stenst þá mun ég gera eins árs samning við félagið. Ef ekki, hætti ég við allt saman og leita annað,“ sagði Florentina í samtali við Fréttablaðið.Vil standa mig með landsliðinu Hún sagðist einnig hafa átt í viðræðum við tvö lið á Íslandi en vildi ekki nafngreina þau. Sögusagnir eru á kreiki um að umrædd lið séu Fram og Stjarnan en forráðamenn liðanna staðfestu við Fréttablaðið í gær að engar viðræður hefðu farið fram að svo stöddu. „Ég vil annars lítið hugsa um þetta þessa dagana því ég vil einbeita mér að því að æfa með landsliðinu,“ sagði hún en íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir mikilvæga leiki gegn Tékklandi þar sem sæti á EM er í húfi. Florentina fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur mánuðum og varð strax gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Það er markmið mitt að standa mig eins vel og ég get með íslenska landsliðinu og því vona ég að þessi mál komist á hreint sem allra fyrst.“ Ef það kemur til þess að hún flytji til Rúmeníu með fjölskyldu sinni segir hún alveg klárt að hún muni snúa aftur til Íslands.Sonurinn í íslenskan skóla „Framtíð mín er á Íslandi. Ég ætla að kaupa hús hér og ala upp börnin mín á Íslandi. En ég vil nýta tækifærið og gefa fjölskyldu minni í Rúmeníu kost á að umgangast son minn, sem er þriggja ára. Það er hentugur aldur til þess að flytja því þegar hann kemst á skólaaldur vil ég að hann gangi í skóla á Íslandi,“ sagði hún og bætti við að það hefði haft mikið að segja í viðræðum sínum við SCM Craiova. „En ef það gengur ekki upp þá verð ég ánægð hvar sem ég enda. Ég er jákvæð persóna og kvíði því ekki að kynnast einhverju nýju,“ bætir hún við að lokum. Ísland leikur gegn Tékklandi, heima og að heiman, dagana 2. og 8. júní næstkomandi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira