Óttast að bátar barna farist við Fossvogsbrú Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. maí 2013 13:15 Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands. Fréttablaðið/Stefán „Við höfum ekki fengið nein svör,“ segir Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands, sem harðlega gagnrýnir áformaða göngu- og hjólabrú yfir Fossvog. Úlfur segir siglingamenn furða sig á skýrslunni „Brú yfir Fossvog“ sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær leggi til grundvallar áformum sínum. „Þar er ekki minnst á neinar neikvæðar hliðar við þessa brú, það er eins og það séu engin vandamál,“ útskýrir Úlfur sem kveður það fjarri öllum sanni. Auk þess sem Siglingasambandið hefur sent sveitarfélögunum mótmælabréf hafa siglingafélögin Brokey og Ýmir mótmælt brúnni harðlega í bréfi til þessara aðila. Meðal þess sem siglingafélögin finna brúarsmíðinni til foráttu er slysahætta sem börnum og unglingum muni stafa af brúnni. Í Fossvogi sé austanátt ríkjandi átt og því mestar líkur á því að ungmenni sem læri siglingar eða róður reki út voginn og að brúnni. „Sviptivindar og straumbreytingar af völdum brúarinnar geta hrakið báta á stólpana. Bátarnir eru viðkvæmir fyrir slíkum höggum og geta brotnað og sokkið,“ segja siglingafélögin, sem kveða umsjónarmann þurfa að geta brugðist skjótt við lendi nemendur í sjónum. „Brúarstólpar byrgja umsjónarmönnum sýn og lengja þann tíma sem slasaður einstaklingur er í köldum sjónum.“ Þá segir að hætta skapist fyrir sjósundfólk verði brúin byggð og siglingafélögin hrekist úr Fossvogi. „Á hverju sumri eru tugir sundmanna dregnir örmagna upp í öryggisbáta félaganna,“ segja talsmenn Brokeyjar og Ýmis. Þá er það sögð vera „skrumskæling á sannleikanum“ að gefa í skyn að að brúin stytti leiðina úr byggðum sunnan Reykjavíkur að Landspítalanum, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Sé leiðin frá botni Kópavogs að Háskólanum í Reykjavík mæld kemur í ljós að að gamla leiðin er um einum kílómetra styttri en ný leið á brú yfir Fossvog,“ segja félögin. Af fjölmörgum öðrum aðfinnsluatriðum má nefna ábendingu um að sanddæluskip muni ekki komast til að dýpka höfnina hjá Ými eða með þau sjötíu tonn af sandi sem flytja þurfi annað hvert ár á ylströndina í Nauthólsvík. Hugmyndir um opnanlega brú séu vanhugsaðar, umferð báta um Fossvog stórlega vanmetin, ekki tekið nægt tillit til sjávarfalla og mat á áhrifum á lífríkið séu annað tveggja ágiskanir eða byggt á gömlum gögnum. Fossvogsbrú Reykjavík Siglingaíþróttir Tengdar fréttir Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega. 14. maí 2013 11:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Sjá meira
„Við höfum ekki fengið nein svör,“ segir Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands, sem harðlega gagnrýnir áformaða göngu- og hjólabrú yfir Fossvog. Úlfur segir siglingamenn furða sig á skýrslunni „Brú yfir Fossvog“ sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær leggi til grundvallar áformum sínum. „Þar er ekki minnst á neinar neikvæðar hliðar við þessa brú, það er eins og það séu engin vandamál,“ útskýrir Úlfur sem kveður það fjarri öllum sanni. Auk þess sem Siglingasambandið hefur sent sveitarfélögunum mótmælabréf hafa siglingafélögin Brokey og Ýmir mótmælt brúnni harðlega í bréfi til þessara aðila. Meðal þess sem siglingafélögin finna brúarsmíðinni til foráttu er slysahætta sem börnum og unglingum muni stafa af brúnni. Í Fossvogi sé austanátt ríkjandi átt og því mestar líkur á því að ungmenni sem læri siglingar eða róður reki út voginn og að brúnni. „Sviptivindar og straumbreytingar af völdum brúarinnar geta hrakið báta á stólpana. Bátarnir eru viðkvæmir fyrir slíkum höggum og geta brotnað og sokkið,“ segja siglingafélögin, sem kveða umsjónarmann þurfa að geta brugðist skjótt við lendi nemendur í sjónum. „Brúarstólpar byrgja umsjónarmönnum sýn og lengja þann tíma sem slasaður einstaklingur er í köldum sjónum.“ Þá segir að hætta skapist fyrir sjósundfólk verði brúin byggð og siglingafélögin hrekist úr Fossvogi. „Á hverju sumri eru tugir sundmanna dregnir örmagna upp í öryggisbáta félaganna,“ segja talsmenn Brokeyjar og Ýmis. Þá er það sögð vera „skrumskæling á sannleikanum“ að gefa í skyn að að brúin stytti leiðina úr byggðum sunnan Reykjavíkur að Landspítalanum, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Sé leiðin frá botni Kópavogs að Háskólanum í Reykjavík mæld kemur í ljós að að gamla leiðin er um einum kílómetra styttri en ný leið á brú yfir Fossvog,“ segja félögin. Af fjölmörgum öðrum aðfinnsluatriðum má nefna ábendingu um að sanddæluskip muni ekki komast til að dýpka höfnina hjá Ými eða með þau sjötíu tonn af sandi sem flytja þurfi annað hvert ár á ylströndina í Nauthólsvík. Hugmyndir um opnanlega brú séu vanhugsaðar, umferð báta um Fossvog stórlega vanmetin, ekki tekið nægt tillit til sjávarfalla og mat á áhrifum á lífríkið séu annað tveggja ágiskanir eða byggt á gömlum gögnum.
Fossvogsbrú Reykjavík Siglingaíþróttir Tengdar fréttir Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega. 14. maí 2013 11:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Sjá meira
Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega. 14. maí 2013 11:00