300 milljarðar Framsóknar Össur Skarphéðinsson skrifar 10. maí 2013 07:00 Framsókn vann hylli kjósenda með tveimur loforðum og formanni sem þjóðin taldi að hefði ærleg augu, inngróna staðfestu og væri trausts hennar verður. Fyrra loforðið var að afnema verðtrygginguna. Nefnd með fulltrúum allra flokka, með Eygló Harðardóttur, ritara Framsóknar, sem formann, hafði áður gefist upp á að finna brúklega leið. Sigmundur Davíð ítrekaði eigi að síður – fyrir og eftir kosningarnar – loforð Framsóknar um að afnema verðtryggingu kæmist hann í ríkisstjórn. Síðara loforðið var efnislega um að lækka verðtryggðar skuldir húsnæðiskaupenda um 300 milljarða. Það sló Sigmundur Davíð rækilega í gadda í hverjum einasta þætti sem hann kom fram í – og gaf heldur í eftir kosningarnar en hitt. Sigmundur Davíð kynnti nákvæma útfærslu á því sem hann lofaði að ríkissjóður myndi bæta skuldugum húsnæðiskaupendum. Það var hækkun á skuldum sem stafaði af muninum á milli verðbólguspár Seðlabankans fyrir hrun, og verðbólgunnar einsog hún þróaðist eftir hrunið. Þetta skilgreindi hann sem stökkbreytingu lána vegna forsendubrestsins. Framsókn sjálf mat þessa upphæð samtals um 300 milljarða. Það sem meira var – lækkun á höfuðstól skulda átti að koma nánast strax og ný ríkisstjórn væri komin til starfa. Þegar ég benti á að lesa mætti úr orðum forystumanna að flokkurinn ætlaði að greiða þetta á 20 árum steig Framsókn strax fram, bar það til baka, og útskýrði leið sem hún kvað tryggja að hægt væri að lækka höfuðstólinn strax um 300 milljarða. Guðni Ágústsson, samviska Framsóknar, hefur í hverjum þættinum eftir annan áréttað aftur og aftur að þessi skýru loforð geti Framsókn og Sigmundur Davíð ekki svikið. Guðni hefur bókstaflega sagt að þá verði bæði flokkur og formaður að ómerkingum. Það er erfitt að vera ósammála því. Sigmundur Davíð hefur gefið kjósendum skýrari og stærri loforð en nokkur stjórnmálamaður í sögu Íslands. Hann horfði í augu þjóðarinnar og hét henni að afnema verðtryggingu og lækka höfuðstól húsnæðisskulda um 300 milljarða – strax eftir kosningar. Hann getur ekki myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum um neitt minna. Kjósendur hafa gott minni. Hann hefur pólitískan heiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Framsókn vann hylli kjósenda með tveimur loforðum og formanni sem þjóðin taldi að hefði ærleg augu, inngróna staðfestu og væri trausts hennar verður. Fyrra loforðið var að afnema verðtrygginguna. Nefnd með fulltrúum allra flokka, með Eygló Harðardóttur, ritara Framsóknar, sem formann, hafði áður gefist upp á að finna brúklega leið. Sigmundur Davíð ítrekaði eigi að síður – fyrir og eftir kosningarnar – loforð Framsóknar um að afnema verðtryggingu kæmist hann í ríkisstjórn. Síðara loforðið var efnislega um að lækka verðtryggðar skuldir húsnæðiskaupenda um 300 milljarða. Það sló Sigmundur Davíð rækilega í gadda í hverjum einasta þætti sem hann kom fram í – og gaf heldur í eftir kosningarnar en hitt. Sigmundur Davíð kynnti nákvæma útfærslu á því sem hann lofaði að ríkissjóður myndi bæta skuldugum húsnæðiskaupendum. Það var hækkun á skuldum sem stafaði af muninum á milli verðbólguspár Seðlabankans fyrir hrun, og verðbólgunnar einsog hún þróaðist eftir hrunið. Þetta skilgreindi hann sem stökkbreytingu lána vegna forsendubrestsins. Framsókn sjálf mat þessa upphæð samtals um 300 milljarða. Það sem meira var – lækkun á höfuðstól skulda átti að koma nánast strax og ný ríkisstjórn væri komin til starfa. Þegar ég benti á að lesa mætti úr orðum forystumanna að flokkurinn ætlaði að greiða þetta á 20 árum steig Framsókn strax fram, bar það til baka, og útskýrði leið sem hún kvað tryggja að hægt væri að lækka höfuðstólinn strax um 300 milljarða. Guðni Ágústsson, samviska Framsóknar, hefur í hverjum þættinum eftir annan áréttað aftur og aftur að þessi skýru loforð geti Framsókn og Sigmundur Davíð ekki svikið. Guðni hefur bókstaflega sagt að þá verði bæði flokkur og formaður að ómerkingum. Það er erfitt að vera ósammála því. Sigmundur Davíð hefur gefið kjósendum skýrari og stærri loforð en nokkur stjórnmálamaður í sögu Íslands. Hann horfði í augu þjóðarinnar og hét henni að afnema verðtryggingu og lækka höfuðstól húsnæðisskulda um 300 milljarða – strax eftir kosningar. Hann getur ekki myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum um neitt minna. Kjósendur hafa gott minni. Hann hefur pólitískan heiður.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun