Ábyrgðina til fólksins Stefán Jón Hafstein skrifar 10. maí 2013 07:00 Þegar endanlegar niðurstöður lágu fyrir í Icesave-málinu komu fulltrúar samtaka sem lögðu sitt af mörkum í sjónvarp og lýstu baráttu gegn stjórnvöldum. Við ofurefli var að etja. Gamla góða herstjórnarlistin við eldhúsborðið heima var notuð. Það vantaði fé, aðstöðu, upplýsingar, leikreglur – það sem þarf til að taka virkan þátt í flókinni og erfiðri umræðu. Reglur um hvernig á að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu voru óskýrar. Ójafnræðið var eins og þegar þingeyskir bændur börðust til að vernda Laxá gegn ofríki Landsvirkjunar. Alveg eins og náttúruverndarsamtök enn í dag þegar hernaðurinn gegn landinu heldur áfram. Alveg eins og þegar neytendavernd glímir við auðvaldið sem beygir umræðu og ákvarðanatöku undir sig. Þeir dagar eru liðnir að stjórnmálaflokkar eigi einkarétt á lýðræði. Þeir skammta sjálfum sér ótrúlegar fjárhæðir (dágóðan milljarð á kjörtímabili) til eigin starfsemi en svelta aðra sem berjast á vettvangi hugmyndanna. Mikilvægt skref til lýðræðisbóta er að efla þau öfl sem veita stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum aðhald. Ekki veitir af eins og dæmin sanna. Grasrótaráburður þarf að koma frá því ríkisvaldi sem viðurkennir rétt borgaranna til að gagnrýna sama ríkisvald. Annars verður beint lýðræði bara hjóm.Úrlausnarefni sem bíða Við eigum að dreifa valdi. Innleiða þarf reglur sem leyfa frjálsum samtökum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál eins og stjórnlagaráð lagði til. Reglubinda fjármögnun samtaka sem njóta nægilegs stuðnings og vinna fyrir opnum tjöldum – ekki bara í þingkosningum heldur alltaf. Framselja eftirlitshlutverk sem ríkið tekur sjálft þar sem mikilvæg mál eru í húfi til frjálsra félagasamtaka sem fylgja gagnsæjum og ströngum reglum. Þetta og fleira myndi efla borgaralegt samfélag gegn ofurvaldi kerfislægra stjórnmála, lögbundnu ofbeldi ríkisins og ofríki auðvaldsins. Svona breytingar myndu færa ábyrgð á eigin örlögum yfir til fólksins í landinu svo það hefði engu um að kenna nema sér sjálfu ef illa færi. Slík siðbót ein og sér myndi samsvara samfélagsbyltingu. Það myndi svo líka hjálpa að úthluta þingsætum í samræmi við kjörfylgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Þegar endanlegar niðurstöður lágu fyrir í Icesave-málinu komu fulltrúar samtaka sem lögðu sitt af mörkum í sjónvarp og lýstu baráttu gegn stjórnvöldum. Við ofurefli var að etja. Gamla góða herstjórnarlistin við eldhúsborðið heima var notuð. Það vantaði fé, aðstöðu, upplýsingar, leikreglur – það sem þarf til að taka virkan þátt í flókinni og erfiðri umræðu. Reglur um hvernig á að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu voru óskýrar. Ójafnræðið var eins og þegar þingeyskir bændur börðust til að vernda Laxá gegn ofríki Landsvirkjunar. Alveg eins og náttúruverndarsamtök enn í dag þegar hernaðurinn gegn landinu heldur áfram. Alveg eins og þegar neytendavernd glímir við auðvaldið sem beygir umræðu og ákvarðanatöku undir sig. Þeir dagar eru liðnir að stjórnmálaflokkar eigi einkarétt á lýðræði. Þeir skammta sjálfum sér ótrúlegar fjárhæðir (dágóðan milljarð á kjörtímabili) til eigin starfsemi en svelta aðra sem berjast á vettvangi hugmyndanna. Mikilvægt skref til lýðræðisbóta er að efla þau öfl sem veita stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum aðhald. Ekki veitir af eins og dæmin sanna. Grasrótaráburður þarf að koma frá því ríkisvaldi sem viðurkennir rétt borgaranna til að gagnrýna sama ríkisvald. Annars verður beint lýðræði bara hjóm.Úrlausnarefni sem bíða Við eigum að dreifa valdi. Innleiða þarf reglur sem leyfa frjálsum samtökum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál eins og stjórnlagaráð lagði til. Reglubinda fjármögnun samtaka sem njóta nægilegs stuðnings og vinna fyrir opnum tjöldum – ekki bara í þingkosningum heldur alltaf. Framselja eftirlitshlutverk sem ríkið tekur sjálft þar sem mikilvæg mál eru í húfi til frjálsra félagasamtaka sem fylgja gagnsæjum og ströngum reglum. Þetta og fleira myndi efla borgaralegt samfélag gegn ofurvaldi kerfislægra stjórnmála, lögbundnu ofbeldi ríkisins og ofríki auðvaldsins. Svona breytingar myndu færa ábyrgð á eigin örlögum yfir til fólksins í landinu svo það hefði engu um að kenna nema sér sjálfu ef illa færi. Slík siðbót ein og sér myndi samsvara samfélagsbyltingu. Það myndi svo líka hjálpa að úthluta þingsætum í samræmi við kjörfylgi.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar