Risaháhýsi frá 2007 Guðni Th. Jóhannesson og Dögg Hjaltalín skrifar 6. maí 2013 08:00 Gangi áform verktaka eftir hefjast senn framkvæmdir við nær 150 íbúða fjölbýlishús á allt að níu hæðum á Lýsisreitnum svokallaða í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúar í nágrenninu reyna nú af veikum mætti að koma í veg fyrir að þessi risastóra bygging verði reist innan um gömul timburhús og lágreistar íbúablokkir. Fólk hefur ekkert á móti fjölbýlishúsi á reitnum en flykki af þessu tagi verður ekki í neinu samræmi við umhverfið og mun skapa margvísleg vandamál fyrir íbúa hverfisins. Þessi sjónarmið komu m.a. fram á fjölmennum íbúafundi í lok síðasta mánaðar.Viðkvæm ásýnd Bráðræðisholtsins Lýsisreiturinn ber nafn sitt af því að Lýsi rak þar verksmiðju um árabil. Reiturinn er á Bráðræðisholtinu en á því standa einkum gömul og aðflutt timburhús auk steinbæjar, eins örfárra sem enn er að finna í Reykjavík. Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur um byggðina á holtinu frá 2004 segir að flest hafi húsin menningarsögulegt gildi og mikilvægt sé að vernda yfirsýn hverfisins. Það verður ekki gert með níu hæða nýbyggingu.Grandavegi breytt í botnlanga Á Bráðræðisholtinu eins og annars staðar í Vesturbæ skortir mjög bílastæði. Ökumenn neyðast til að leggja þvers og kruss, við gular línur og uppi á gangstéttum ef því er að skipta, til ama fyrir íbúa og gangandi fólk. Ekki verður séð að gert sé ráð fyrir nægilegum fjölda bílastæða í bílakjallara sem til stendur að hafa undir nýbyggingunni. Óleyst vandamál verður enn erfiðara viðureignar. Þá má hafa áhyggjur af þeirri þungu umferð sem verður óumflýjanlega um Grandaveg, fari svo sem horfir. Á fundi sínum lýstu íbúar þeirri kröfu að komið yrði í veg fyrir að umferð vegna nýbyggingarinnar fari öll eða nær öll um Grandaveginn, til dæmis með því að loka honum miðjum og breyta í botnlanga. Íbúahverfi verður aldrei friðsælt með umferðaræð sem sker það í sundur.Vindstrengir Bitur reynsla er af snörpum vindhviðum við háhýsi á höfuðborgarsvæðinu. Allir vita að hætta verður á slíkum ófögnuði við níu hæða fjölbýlishús niðri við sjó í Vesturbænum. Þrátt fyrir þá vitneskju hefur engin rannsókn farið fram á vindstrengjum vegna nýbyggingarinnar og hugsanlegum leiðum til að lágmarka þá. Íbúar í nágrenninu vænta þess að slíkar rannsóknir fari fram áður en hafist verður handa, í stað þess að það komi bara í ljós hvort það verður yfirleitt stætt við háhýsið þegar vind hreyfir í framtíðinni.Deiliskipulag frá 2007 Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt). Á því herrans ári þótti sniðugast að byggja sem hæst, mest og hraðast. Við hefðum haldið að valdhafar hefðu eitthvað lært síðan þá, ekki síst þeir sem voru kjörnir á grundvelli loforða um breytta tíma. Blokkir eru ekki betri, því hærri sem þær eru, og það er ekki íbúalýðræði í reynd sem snýst bara um að leyfa okkar að velja hvort gert verður við rólur eða göngustíg þetta árið. Við biðjum okkar lýðræðislega kjörnu fulltrúa að koma í veg fyrir að fín áform um þéttingu byggðar í borginni leiði þá ekki út í það feigðarflan að fara einfaldlega alltaf eftir ítrustu kröfum verktaka og fjárfestingarfyrirtækja. Hugsið líka um okkur hin.Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Gangi áform verktaka eftir hefjast senn framkvæmdir við nær 150 íbúða fjölbýlishús á allt að níu hæðum á Lýsisreitnum svokallaða í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúar í nágrenninu reyna nú af veikum mætti að koma í veg fyrir að þessi risastóra bygging verði reist innan um gömul timburhús og lágreistar íbúablokkir. Fólk hefur ekkert á móti fjölbýlishúsi á reitnum en flykki af þessu tagi verður ekki í neinu samræmi við umhverfið og mun skapa margvísleg vandamál fyrir íbúa hverfisins. Þessi sjónarmið komu m.a. fram á fjölmennum íbúafundi í lok síðasta mánaðar.Viðkvæm ásýnd Bráðræðisholtsins Lýsisreiturinn ber nafn sitt af því að Lýsi rak þar verksmiðju um árabil. Reiturinn er á Bráðræðisholtinu en á því standa einkum gömul og aðflutt timburhús auk steinbæjar, eins örfárra sem enn er að finna í Reykjavík. Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur um byggðina á holtinu frá 2004 segir að flest hafi húsin menningarsögulegt gildi og mikilvægt sé að vernda yfirsýn hverfisins. Það verður ekki gert með níu hæða nýbyggingu.Grandavegi breytt í botnlanga Á Bráðræðisholtinu eins og annars staðar í Vesturbæ skortir mjög bílastæði. Ökumenn neyðast til að leggja þvers og kruss, við gular línur og uppi á gangstéttum ef því er að skipta, til ama fyrir íbúa og gangandi fólk. Ekki verður séð að gert sé ráð fyrir nægilegum fjölda bílastæða í bílakjallara sem til stendur að hafa undir nýbyggingunni. Óleyst vandamál verður enn erfiðara viðureignar. Þá má hafa áhyggjur af þeirri þungu umferð sem verður óumflýjanlega um Grandaveg, fari svo sem horfir. Á fundi sínum lýstu íbúar þeirri kröfu að komið yrði í veg fyrir að umferð vegna nýbyggingarinnar fari öll eða nær öll um Grandaveginn, til dæmis með því að loka honum miðjum og breyta í botnlanga. Íbúahverfi verður aldrei friðsælt með umferðaræð sem sker það í sundur.Vindstrengir Bitur reynsla er af snörpum vindhviðum við háhýsi á höfuðborgarsvæðinu. Allir vita að hætta verður á slíkum ófögnuði við níu hæða fjölbýlishús niðri við sjó í Vesturbænum. Þrátt fyrir þá vitneskju hefur engin rannsókn farið fram á vindstrengjum vegna nýbyggingarinnar og hugsanlegum leiðum til að lágmarka þá. Íbúar í nágrenninu vænta þess að slíkar rannsóknir fari fram áður en hafist verður handa, í stað þess að það komi bara í ljós hvort það verður yfirleitt stætt við háhýsið þegar vind hreyfir í framtíðinni.Deiliskipulag frá 2007 Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt). Á því herrans ári þótti sniðugast að byggja sem hæst, mest og hraðast. Við hefðum haldið að valdhafar hefðu eitthvað lært síðan þá, ekki síst þeir sem voru kjörnir á grundvelli loforða um breytta tíma. Blokkir eru ekki betri, því hærri sem þær eru, og það er ekki íbúalýðræði í reynd sem snýst bara um að leyfa okkar að velja hvort gert verður við rólur eða göngustíg þetta árið. Við biðjum okkar lýðræðislega kjörnu fulltrúa að koma í veg fyrir að fín áform um þéttingu byggðar í borginni leiði þá ekki út í það feigðarflan að fara einfaldlega alltaf eftir ítrustu kröfum verktaka og fjárfestingarfyrirtækja. Hugsið líka um okkur hin.Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt).
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar