Tónlist

Hvolpaást skoðað 10.000 sinnum

Myndband rapparans Emmsjé Gauta og Larry BRD ásamt Unnsteini Manuel við lagið Hvolpaást hefur verið skoðað tíu þúsund sinnum á síðunni Youtube síðan það kom út fyrir tveimur vikum.

„Þetta ætti að vera komið upp í þrjátíu þúsund,“ segir Emmsjé Gauti, spurður út í áhorfið. „En ég er alveg ágætlega sáttur. Ég er kannski búinn að setja markið aðeins of hátt eftir að við Erpur [Eyvindarson] fengum 45 þúsund áhorf á einum degi,“ segir hann og á við lagið Elskum þessar mellur.

Hvolpaást er tekið af annarri plötu Emmsjé Gauta, Þeyr, sem kemur út í október. Frumburður hans kom út hjá Geimsteini en í þetta sinn gefur hann út sjálfur með aðstoð vinar síns sem er menntaður í markaðssetningu á tónlist.

Spurður hvernig hann hafi efni á að gefa plötuna út sjálfur og taka upp kostnaðarsöm myndbönd segir Gauti það vera „algjört „ströggl“,“ þrátt fyrir að sumir haldi annað. „Ég er að vinna á bar og hef lent í því að fólk komi upp að mér og spyrji: „Af hverju ertu að vinna á bar? Ertu ekki ríkur? En ég er fljótur að leiðrétta það. Nei, nei, ef maður á góða að og þekkir til fólks eru allir til í að hjálpa þér ef þú gefur vinnu til baka,“ segir hann og á þar við myndbandagerðina.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×