Um hvað snúast stjórnmál? 27. apríl 2013 06:00 Stjórnmál snúast um þekkingu á því hvernig þjóðfélagið er skrúfað saman. Þjóðfélag snýst um fólk. Og fólk á sér líf. Þannig að stjórnmál snúast um það hvernig lífi við lifum. Lifir þú góðu lífi? Ef svarið er já – gott. Ef það er nei – hvers vegna ekki? Er það vegna sjálfs þín eða ytri aðstæðna? Ef það er vegna sjálfs þín – gangi þér vel að bæta úr. Ef það er vegna ytri aðstæðna – hvað er það í þeim sem er ekki nógu gott? Fjölskyldan? Vinirnir? Skólinn? Vinnan? Þjóðfélagið? Er skilningur stjórnvalda enginn? Skattarnir of háir? Afborganirnar? Reikningarnir? Eru engin störf við hæfi? Frelsið of lítið? Tækifærin of fá? Fjölskyldunni er erfitt að breyta. Og líka vinunum. En þjóðfélaginu er sannarlega hægt að breyta í gegnum stjórnmálin. Með því að kjósa afar hæft, klárt og heiðarlegt fólk sem er treystandi til að skapa þjóðfélag sem snýst um líf okkar borgaranna – en ekki bara líf ríkisins og stjórnvalda. Röng og spillt stjórnmálastefna drepur alla sjálfsbjargarviðleitni bæði fólks og fyrirtækja. Með skattpíningu lækka útborguð laun niður í ekki neitt. Og reikningarnir vaxa manni yfir höfuð. Alveg eins og afborganirnar og skattarnir. Slík stjórnvöld eyðileggja möguleika fólks og lítilla fyrirtækja til þess að búa til ný tækifæri og spennandi störf. Frelsið kafnar. Tækifærin hverfa. Því það er fólk sem býr til tækifærin – ef það hefur frelsi og svigrúm til þess frá stjórnvöldum og er ekki skattpínt til dauða. Um það snúast stjórnmál. Þau snúast um traust og tækifæri. Um það hverjum maður treystir fyrir lífi sínu og framtíð. Stjórnmálamenn eru þannig ekkert ósvipaðir skurðlæknum og ljósmæðrum. Eða myndir þú treysta hverjum sem er til að skera þig upp eða taka á móti barninu þínu? Hvaða stjórnmálaflokki treystirðu best fyrir barninu þínu? Lífi þínu? Frelsi ykkar og framtíðartækifærum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmál snúast um þekkingu á því hvernig þjóðfélagið er skrúfað saman. Þjóðfélag snýst um fólk. Og fólk á sér líf. Þannig að stjórnmál snúast um það hvernig lífi við lifum. Lifir þú góðu lífi? Ef svarið er já – gott. Ef það er nei – hvers vegna ekki? Er það vegna sjálfs þín eða ytri aðstæðna? Ef það er vegna sjálfs þín – gangi þér vel að bæta úr. Ef það er vegna ytri aðstæðna – hvað er það í þeim sem er ekki nógu gott? Fjölskyldan? Vinirnir? Skólinn? Vinnan? Þjóðfélagið? Er skilningur stjórnvalda enginn? Skattarnir of háir? Afborganirnar? Reikningarnir? Eru engin störf við hæfi? Frelsið of lítið? Tækifærin of fá? Fjölskyldunni er erfitt að breyta. Og líka vinunum. En þjóðfélaginu er sannarlega hægt að breyta í gegnum stjórnmálin. Með því að kjósa afar hæft, klárt og heiðarlegt fólk sem er treystandi til að skapa þjóðfélag sem snýst um líf okkar borgaranna – en ekki bara líf ríkisins og stjórnvalda. Röng og spillt stjórnmálastefna drepur alla sjálfsbjargarviðleitni bæði fólks og fyrirtækja. Með skattpíningu lækka útborguð laun niður í ekki neitt. Og reikningarnir vaxa manni yfir höfuð. Alveg eins og afborganirnar og skattarnir. Slík stjórnvöld eyðileggja möguleika fólks og lítilla fyrirtækja til þess að búa til ný tækifæri og spennandi störf. Frelsið kafnar. Tækifærin hverfa. Því það er fólk sem býr til tækifærin – ef það hefur frelsi og svigrúm til þess frá stjórnvöldum og er ekki skattpínt til dauða. Um það snúast stjórnmál. Þau snúast um traust og tækifæri. Um það hverjum maður treystir fyrir lífi sínu og framtíð. Stjórnmálamenn eru þannig ekkert ósvipaðir skurðlæknum og ljósmæðrum. Eða myndir þú treysta hverjum sem er til að skera þig upp eða taka á móti barninu þínu? Hvaða stjórnmálaflokki treystirðu best fyrir barninu þínu? Lífi þínu? Frelsi ykkar og framtíðartækifærum?
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun