Auðlindirnar okkar Jón Gunnar Björgvinsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Ísland er ríkt land. Við eigum gnótt auðlinda. Þar á meðal fallvötn, jarðhita, fisk, óspillta náttúru og jafnvel olíu. Okkur hefur hins vegar ekki tekist nógu vel til með nýtingu auðlindanna. Aflaheimildum er úthlutað á grunni forréttinda og sérhagsmunaöfl seilast sífellt meir í aðrar sameiginlegar auðlindir okkar. Á árunum fyrir hrun var markvisst unnið að því að einkavæða vatnið og í kjölfarið átti að einkavæða Landsvirkjun og Orkuveituna. Án nokkurs vafa hefði það nú þegar tekist ef efnahagskerfi okkar hefði ekki hrunið til grunna haustið 2008. Fyrstu skrefin voru lög um þjóðlendur og vatnalögin. Þessi lög tryggðu fullt eignarhald á vatni. Lykilatriði! Í ærsladansinum upp úr miðjum síðasta áratug fóru svo einkaaðilar að stofna félög ásamt orkuveitunum. Er þar helst að nefna REI. En það var aðeins fyrsta skrefið inn í veiturnar. Meðal þess sem gerði mönnum kleift að seilast svona í vatnið, veiturnar og orkuna var tíðarandinn og jafnframt að mun minni deilur voru um kvótakerfið en verið höfðu árin á undan. En á meðan hart er deilt um eignarhald á kvótanum er erfitt að ganga í það óþverraverk að sölsa aðrar auðlindir undir sig. Frekari atlaga Engum skyldi til hugar koma að ekki verði frekari atlaga gerð að auðlindum okkar. Nú á td. að koma Landsvirkjun í hendur einkaaðila með milligöngu lífeyrissjóðanna. Hljómar saklaust: Lífeyrissjóðirnir eru jú okkar sameiginlega eign - næstum opinberir aðilar. En gætum að því hverjir halda um stjórnartaumana þar. Auðlindaákvæðið í drögum að nýrri stjórnarskrá er okkur almenningi nauðsyn. Það er einnig ástæða þess að ekki var vilji til að samþykkja stjórnarskrána og er ástæða þess að aldrei verður þverpólitísk sátt um þessar stjórnarskrárbreytingar: Sérhagsmunaöflin ætla sér að slá eignarhaldi sínu á sameiginlegar eignir okkar. Nú er barist um fiskimiðin. Þar er víglínan í dag. Um leið og við gefum þær eftir og viðurkennum forréttindi örfárra yfir sjávarauðlindinni verður barist um aðrar auðlindir: Og þá verður við ofurefli að etja. Þetta er meginástæða þess að við berjumst fyrir réttlátri fiskveiðistjórnun. Þetta er ástæða þess að aldrei má gefa sjávarauðlindina eftir. Þetta er ástæða þess að við verðum að kjósa óspillt stjórnmálaöfl í komandi kosningum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt land. Við eigum gnótt auðlinda. Þar á meðal fallvötn, jarðhita, fisk, óspillta náttúru og jafnvel olíu. Okkur hefur hins vegar ekki tekist nógu vel til með nýtingu auðlindanna. Aflaheimildum er úthlutað á grunni forréttinda og sérhagsmunaöfl seilast sífellt meir í aðrar sameiginlegar auðlindir okkar. Á árunum fyrir hrun var markvisst unnið að því að einkavæða vatnið og í kjölfarið átti að einkavæða Landsvirkjun og Orkuveituna. Án nokkurs vafa hefði það nú þegar tekist ef efnahagskerfi okkar hefði ekki hrunið til grunna haustið 2008. Fyrstu skrefin voru lög um þjóðlendur og vatnalögin. Þessi lög tryggðu fullt eignarhald á vatni. Lykilatriði! Í ærsladansinum upp úr miðjum síðasta áratug fóru svo einkaaðilar að stofna félög ásamt orkuveitunum. Er þar helst að nefna REI. En það var aðeins fyrsta skrefið inn í veiturnar. Meðal þess sem gerði mönnum kleift að seilast svona í vatnið, veiturnar og orkuna var tíðarandinn og jafnframt að mun minni deilur voru um kvótakerfið en verið höfðu árin á undan. En á meðan hart er deilt um eignarhald á kvótanum er erfitt að ganga í það óþverraverk að sölsa aðrar auðlindir undir sig. Frekari atlaga Engum skyldi til hugar koma að ekki verði frekari atlaga gerð að auðlindum okkar. Nú á td. að koma Landsvirkjun í hendur einkaaðila með milligöngu lífeyrissjóðanna. Hljómar saklaust: Lífeyrissjóðirnir eru jú okkar sameiginlega eign - næstum opinberir aðilar. En gætum að því hverjir halda um stjórnartaumana þar. Auðlindaákvæðið í drögum að nýrri stjórnarskrá er okkur almenningi nauðsyn. Það er einnig ástæða þess að ekki var vilji til að samþykkja stjórnarskrána og er ástæða þess að aldrei verður þverpólitísk sátt um þessar stjórnarskrárbreytingar: Sérhagsmunaöflin ætla sér að slá eignarhaldi sínu á sameiginlegar eignir okkar. Nú er barist um fiskimiðin. Þar er víglínan í dag. Um leið og við gefum þær eftir og viðurkennum forréttindi örfárra yfir sjávarauðlindinni verður barist um aðrar auðlindir: Og þá verður við ofurefli að etja. Þetta er meginástæða þess að við berjumst fyrir réttlátri fiskveiðistjórnun. Þetta er ástæða þess að aldrei má gefa sjávarauðlindina eftir. Þetta er ástæða þess að við verðum að kjósa óspillt stjórnmálaöfl í komandi kosningum!
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun