Að henda hæfileikum Heimir Eyvindarson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Eitt af því sem Björt framtíð setur á oddinn er minni sóun. Þar er ekki aðeins horft til þess að fáar þjóðir henda jafn miklum mat og Íslendingar, heldur einnig annarskonar sóunar. Sóunar á tíma, peningum og hæfileikum. Ég hef starfað við stuðnings- og sérkennslu í grunnskóla s.l. átta ár og horft þar upp á mikla sóun. Séð marga hæfileikaríka krakka fara í gegnum skólakerfið án þess að vera metnir að verðleikum. Bara af því að hæfileikar þeirra eru einhverjir aðrir en að taka til láns, kunna lotukerfið, pýþagóras og vita hvað fem og halv fems þýðir. En í menntakerfinu er ekki bara verið að sóa hæfileikum þeirra nemenda sem ekki passa inn í „bóknámsboxið”. Fjöldinn allur af sérfræðingum; kennurum, sérkennurum, kennsluráðgjöfum o.s.frv. eyðir líka dýrmætum hæfileikum sínum og vinnustundum í að troða blessuðum börnunum inn í boxið sem þau augljóslega passa ekki inn í. Fyrstu árin er bisað við að fá þau til að taka til láns, jafnvel þótt reiknivélar séu allt í kring. Því næst hefst orðflokkagreiningin, þá leitin að frumlaginu og andlaginu og þannig koll af kolli. Er alveg nauðsynlegt að allir viti að þegar Jón meiddi Palla þá sé Jón frumlagið en Palli andlagið? Ég vil samt taka það fram að margt í íslensku menntakerfi er gott. Margir kennarar eru hugmyndaríkir og duglegir við að koma til móts við ólíka nemendur og gera þeim skólagönguna bærilegri. Vinna starf sitt af alúð og fagmennsku, við erfiðar aðstæður. En það er ekki nóg að kennarar sýni sveigjanleika og skilning. Og það er heldur ekki nóg að þörfin á sveigjanleika sé staðfest í lögum og reglugerðum. Það hefur ekki breytt því að enn þann dag í dag virðist það ríkjandi viðhorf innan skólakerfisins að bóknám sé best og allt annað sé einhverskonar óæðri menntun. Brottfall nemenda úr framhaldsskóla á Íslandi jaðrar við heimsmet. Við því verður að sporna. Það verður ekki gert með gamaldags ráðum eins og því einu að stytta nám til stúdentsprófs. Við þurfum að búa til raunhæfar námsleiðir fyrir þá sem búa yfir öðrum hæfileikum en skólakerfinu þóknast. Námsleiðir sem skila þessum einstaklingum raunverulegum réttindum þegar grunn- og framhaldsnámi lýkur. Við getum ekki haldið áfram að henda hæfileikum þeirra sem ekki eru góðir á bókina. Það er hrein og klár sóun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem Björt framtíð setur á oddinn er minni sóun. Þar er ekki aðeins horft til þess að fáar þjóðir henda jafn miklum mat og Íslendingar, heldur einnig annarskonar sóunar. Sóunar á tíma, peningum og hæfileikum. Ég hef starfað við stuðnings- og sérkennslu í grunnskóla s.l. átta ár og horft þar upp á mikla sóun. Séð marga hæfileikaríka krakka fara í gegnum skólakerfið án þess að vera metnir að verðleikum. Bara af því að hæfileikar þeirra eru einhverjir aðrir en að taka til láns, kunna lotukerfið, pýþagóras og vita hvað fem og halv fems þýðir. En í menntakerfinu er ekki bara verið að sóa hæfileikum þeirra nemenda sem ekki passa inn í „bóknámsboxið”. Fjöldinn allur af sérfræðingum; kennurum, sérkennurum, kennsluráðgjöfum o.s.frv. eyðir líka dýrmætum hæfileikum sínum og vinnustundum í að troða blessuðum börnunum inn í boxið sem þau augljóslega passa ekki inn í. Fyrstu árin er bisað við að fá þau til að taka til láns, jafnvel þótt reiknivélar séu allt í kring. Því næst hefst orðflokkagreiningin, þá leitin að frumlaginu og andlaginu og þannig koll af kolli. Er alveg nauðsynlegt að allir viti að þegar Jón meiddi Palla þá sé Jón frumlagið en Palli andlagið? Ég vil samt taka það fram að margt í íslensku menntakerfi er gott. Margir kennarar eru hugmyndaríkir og duglegir við að koma til móts við ólíka nemendur og gera þeim skólagönguna bærilegri. Vinna starf sitt af alúð og fagmennsku, við erfiðar aðstæður. En það er ekki nóg að kennarar sýni sveigjanleika og skilning. Og það er heldur ekki nóg að þörfin á sveigjanleika sé staðfest í lögum og reglugerðum. Það hefur ekki breytt því að enn þann dag í dag virðist það ríkjandi viðhorf innan skólakerfisins að bóknám sé best og allt annað sé einhverskonar óæðri menntun. Brottfall nemenda úr framhaldsskóla á Íslandi jaðrar við heimsmet. Við því verður að sporna. Það verður ekki gert með gamaldags ráðum eins og því einu að stytta nám til stúdentsprófs. Við þurfum að búa til raunhæfar námsleiðir fyrir þá sem búa yfir öðrum hæfileikum en skólakerfinu þóknast. Námsleiðir sem skila þessum einstaklingum raunverulegum réttindum þegar grunn- og framhaldsnámi lýkur. Við getum ekki haldið áfram að henda hæfileikum þeirra sem ekki eru góðir á bókina. Það er hrein og klár sóun.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun