Menntun á forsendum nemenda Ólafur Þór Jónsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Menntun er forsenda uppbyggingar nútíma samfélags. Meðal Íslendingur situr á skólabekk í 15 ár, sem eru rúm 25% ævinnar. Það er því ótækt að menntamál njóti ekki aukins forgangs í íslenskum stjórnmálum. Menntun á að vera aðgengileg og ánægjuleg fyrir alla, þannig er hægt að ná því besta út úr nemandanum. Það er hinsvegar ekki öllum vel fært að stunda nám og því er mikilvægt að öllum séu gefin jöfn tækifæri. Nemandinn nýtir þá styrkleika sína og getur stundað nám við sitt hæfi. Til þess þurfa einstaklingar að fá aukið svigrúm til að ráða námshraða og skipulagi náms í samræmi við námsgetu. Veita þarf þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða meira aðhald og leita þannig leiða til þess að þjóna þörfum allra nemenda svo þeir geti tekið framförum í námi sínu. Skilvirkni og fjölbreytni er forsenda ánægjulegrar skólagöngu. Fyrir þroska barns er ekki nóg að sitja í skólastofu allan daginn, auka þarf fjölbreytni skóladagsins með því að flétta saman uppbyggilegu frístundastarfi í bland við skólastarf meðal annars með því að auka vægi íþrótta, lista og félagsfærni í námi. Í framhaldi af því er mikilvægt að starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila verði bundin í lög, því þar fer fram frábært uppbyggilegt nám sem ekki er einskorðað við skólabækur. Allir unglingar eiga að hafa greiðan aðgang að félagsmiðstöðvum óháð búsetu og fjármagni. Á framhaldsskólastigi er mikilvægt að auka vægi iðn- og starfsmenntunar svo allir hafi aðgang að námi við sitt hæfi og gera framhaldsskólanám að góðum undirbúningi, bæði fyrir framhaldsnám og atvinnulífið.Hærri framlög til háskóla Samfylkingin leggur áherslu á að efla háskóla á Íslandi og hækka framlög til þeirra svo þeir standi jafnfætis öðrum háskólum á Norðurlöndunum. Háskólar verða að vera skilvirkir og því vera í nánum tengslum við atvinnulífið og vinna stöðugt að því að mæta þörfum almennings fyrir menntaðan mannauð og rannsóknir. Fjölga þarf tæknimenntuðum einstaklingum til að mæta þörfum íslenskra fyrirtækja. Brýnt er að hækka grunnframfærslu námslána svo hún verði jafnhá neysluviðmiðum og áríðandi er að að hún verði greidd út mánaðarlega til þess að losa námsmenn undan yfirdráttarlánum. Nám á að vera hvetjandi og er því áríðandi að koma í höfn tillögu um að breyta hluta námslána í styrk ef lánþegi klárar nám sitt á tilsettum tíma. Samfylkingin er eini flokkurinn sem setur menntamál á oddinn fyrir komandi kosningar. Námsmenn eiga að krefjast þess að menntamál séu forgangsmál í íslenskum stjórnmálum, það er löngu orðið tímabært. Samfylkingin leggur áherslu á að menntakefinu verði breytt með hliðsjón af grunngildum jafnaðarstefnunnar, það er að gefa öllum tækifæri til að virkja hæfileika sína, stuðla að þroska einstaklingsins og veita honum góðan undirbúning fyrir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi. Setjum X við S ef við viljum menntamál sem forgangsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Menntun er forsenda uppbyggingar nútíma samfélags. Meðal Íslendingur situr á skólabekk í 15 ár, sem eru rúm 25% ævinnar. Það er því ótækt að menntamál njóti ekki aukins forgangs í íslenskum stjórnmálum. Menntun á að vera aðgengileg og ánægjuleg fyrir alla, þannig er hægt að ná því besta út úr nemandanum. Það er hinsvegar ekki öllum vel fært að stunda nám og því er mikilvægt að öllum séu gefin jöfn tækifæri. Nemandinn nýtir þá styrkleika sína og getur stundað nám við sitt hæfi. Til þess þurfa einstaklingar að fá aukið svigrúm til að ráða námshraða og skipulagi náms í samræmi við námsgetu. Veita þarf þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða meira aðhald og leita þannig leiða til þess að þjóna þörfum allra nemenda svo þeir geti tekið framförum í námi sínu. Skilvirkni og fjölbreytni er forsenda ánægjulegrar skólagöngu. Fyrir þroska barns er ekki nóg að sitja í skólastofu allan daginn, auka þarf fjölbreytni skóladagsins með því að flétta saman uppbyggilegu frístundastarfi í bland við skólastarf meðal annars með því að auka vægi íþrótta, lista og félagsfærni í námi. Í framhaldi af því er mikilvægt að starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila verði bundin í lög, því þar fer fram frábært uppbyggilegt nám sem ekki er einskorðað við skólabækur. Allir unglingar eiga að hafa greiðan aðgang að félagsmiðstöðvum óháð búsetu og fjármagni. Á framhaldsskólastigi er mikilvægt að auka vægi iðn- og starfsmenntunar svo allir hafi aðgang að námi við sitt hæfi og gera framhaldsskólanám að góðum undirbúningi, bæði fyrir framhaldsnám og atvinnulífið.Hærri framlög til háskóla Samfylkingin leggur áherslu á að efla háskóla á Íslandi og hækka framlög til þeirra svo þeir standi jafnfætis öðrum háskólum á Norðurlöndunum. Háskólar verða að vera skilvirkir og því vera í nánum tengslum við atvinnulífið og vinna stöðugt að því að mæta þörfum almennings fyrir menntaðan mannauð og rannsóknir. Fjölga þarf tæknimenntuðum einstaklingum til að mæta þörfum íslenskra fyrirtækja. Brýnt er að hækka grunnframfærslu námslána svo hún verði jafnhá neysluviðmiðum og áríðandi er að að hún verði greidd út mánaðarlega til þess að losa námsmenn undan yfirdráttarlánum. Nám á að vera hvetjandi og er því áríðandi að koma í höfn tillögu um að breyta hluta námslána í styrk ef lánþegi klárar nám sitt á tilsettum tíma. Samfylkingin er eini flokkurinn sem setur menntamál á oddinn fyrir komandi kosningar. Námsmenn eiga að krefjast þess að menntamál séu forgangsmál í íslenskum stjórnmálum, það er löngu orðið tímabært. Samfylkingin leggur áherslu á að menntakefinu verði breytt með hliðsjón af grunngildum jafnaðarstefnunnar, það er að gefa öllum tækifæri til að virkja hæfileika sína, stuðla að þroska einstaklingsins og veita honum góðan undirbúning fyrir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi. Setjum X við S ef við viljum menntamál sem forgangsmál.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar