Er nýr Landspítali of stór biti? Ólafur Ólafsson og Lýður Árnason skrifar 26. apríl 2013 06:00 Flest viljum við standa vörð um heilbrigðiskerfið. Við viljum eiga kost á sérhæfðum meðferðarrúrræðum ásamt góðri grunnþjónustu fyrir alla. Aðkallandi er að efla heimahjúkrun og hlúa betur að eldri borgurum. Einnig er nauðsynlegt að stjórnvöld standi við gefin loforð varðandi lífeyri og almannatryggingar. Það nægir ekki að sauma vasa á líkklæðin. Hingað til höfum við skartað góðri heilbrigðisþjónustu. Erum á heimsmælikvarða í sumu eins og meðhöndlun kransæðasjúkdóma og krabbameina. Einnig er ungbarnadauði með því minnsta sem þekkist í heiminum. En nú eru blikur á lofti. Skuldir íslenzka ríkisins eru rúmlega 2000 milljarðar. Þannig geta flestir landsmenn vitnað um að verulega hafi kvarnast úr grunnþjónustunni, stofnanir lagðar niður, landflótti heilbrigðisstarfsmanna er orðið vandamál og öryggisnetið missir æ fleiri niður í dýrari meðferðarúrræði. Samfara öllu þessu eldist þjóðin hratt. Nýtt stöðumat er því nauðsynlegt. Að mati greinarhöfunda er kostnaður við nýjan Landspítala of hár. Þeir áttatíu milljarðar sem áætlaðir eru í þessa framkvæmd eru ekki til og hagkvæmnissparnaður upp á þrjá milljarða á ári nemur ekki einu sinni vöxtunum, hvað þá ef þessi kostnaðaráætlun verði eins og aðrar, stórlega vanmetin. Dæmi um slíkt er bygging Borgarspítalans og viðbygging Landspítala, í báðum tilvikum fór kostnaður langt úr böndum. Bendum einnig á þá staðreynd að óskynsamlegt er að byggja nýtt sjúkrahús sem samsvarar helmingi stærri þjóð á meðan fyrirliggjandi grunnþjónusta samsvarar helmingi minni þjóð. Sem sakir standa teljum við því rétt að endurmeta þessa risaframkvæmd og haga henni betur að efnum og ástæðum þjóðarbúsins. Núna verðum við að beina sjónum að sjálfu starfsfólkinu sem er að þrotum komið. Í því liggja mestu verðmætin. Byggingarævintýri í líkingu við Hörpuna á samúð okkar alla en ætti að vera víti til varnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Flest viljum við standa vörð um heilbrigðiskerfið. Við viljum eiga kost á sérhæfðum meðferðarrúrræðum ásamt góðri grunnþjónustu fyrir alla. Aðkallandi er að efla heimahjúkrun og hlúa betur að eldri borgurum. Einnig er nauðsynlegt að stjórnvöld standi við gefin loforð varðandi lífeyri og almannatryggingar. Það nægir ekki að sauma vasa á líkklæðin. Hingað til höfum við skartað góðri heilbrigðisþjónustu. Erum á heimsmælikvarða í sumu eins og meðhöndlun kransæðasjúkdóma og krabbameina. Einnig er ungbarnadauði með því minnsta sem þekkist í heiminum. En nú eru blikur á lofti. Skuldir íslenzka ríkisins eru rúmlega 2000 milljarðar. Þannig geta flestir landsmenn vitnað um að verulega hafi kvarnast úr grunnþjónustunni, stofnanir lagðar niður, landflótti heilbrigðisstarfsmanna er orðið vandamál og öryggisnetið missir æ fleiri niður í dýrari meðferðarúrræði. Samfara öllu þessu eldist þjóðin hratt. Nýtt stöðumat er því nauðsynlegt. Að mati greinarhöfunda er kostnaður við nýjan Landspítala of hár. Þeir áttatíu milljarðar sem áætlaðir eru í þessa framkvæmd eru ekki til og hagkvæmnissparnaður upp á þrjá milljarða á ári nemur ekki einu sinni vöxtunum, hvað þá ef þessi kostnaðaráætlun verði eins og aðrar, stórlega vanmetin. Dæmi um slíkt er bygging Borgarspítalans og viðbygging Landspítala, í báðum tilvikum fór kostnaður langt úr böndum. Bendum einnig á þá staðreynd að óskynsamlegt er að byggja nýtt sjúkrahús sem samsvarar helmingi stærri þjóð á meðan fyrirliggjandi grunnþjónusta samsvarar helmingi minni þjóð. Sem sakir standa teljum við því rétt að endurmeta þessa risaframkvæmd og haga henni betur að efnum og ástæðum þjóðarbúsins. Núna verðum við að beina sjónum að sjálfu starfsfólkinu sem er að þrotum komið. Í því liggja mestu verðmætin. Byggingarævintýri í líkingu við Hörpuna á samúð okkar alla en ætti að vera víti til varnaðar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun