

Feluleikur lýðræðis
Þessi blekkingarleikur elur af sér samþjöppun valds og einhæfni í lagasetningu. Kjörnir fulltrúar tengjast vafasömum skúmaskotum þröngra sérhagsmuna. Hrossakaup og baktjaldamakk er partur af pólitískri tugþraut. Dómarar vel valdir og skipaðir.
Embættismannakerfið rótgróinn fléttulisti fjórflokksins. Vinavæðingin þéttriðin. Ráðningaferli seðlabankastjóra lélegur brandari til áratuga. Forseti Íslands er eini þjóðkjörni fulltrúinn í æðstu valdastöðu. Ráðamenn ræða helst við þjóðina í fjölmiðlum. Umfjöllun fjölmiðla bítur seint og illa. Þar er bæði um að kenna hagsmunatengslum í bland við þekkingar- og tímaskort. Einstaka starfsmenn fjölmiðla virðast hafa einlægan vilja til upplýsingagjafar og eiga hrós skilið fyrir viðleitni, en það ristir sjaldan djúpt og gerir lítið gagn.
Umfjöllun fjölmiðla, í undanfara bankahrunsins árið 2008, segir allt sem segja þarf. Mér er til efs að einhver hafi spurt opinberlega „hver ber ábyrgð á Icesave ef illa fer?“ svo dæmi sé tekið. Einfaldar spurningar af þessu tagi hefðu mögulega getað sparað íslensku þjóðinni umtalsverða fjármuni og tíma.
Fulltrúar þjóðarinnar?
Kjörnir fulltrúar ættu að tryggja ríkisbúskapinn en tekst það mjög takmarkað, að mínu mati. Ástæðan er sennilega valdagræðgi, eiginhagsmunapot og skortur á fjármálalæsi. Eitt er þó verra en gjörsamlega gagnslaus snyrtipinni og jafnvel skaðvaldur í sölum Alþingis. Það er illa upplýstur kjósandi, sem kemur honum til valda.
Miðað við núverandi lýðræðisfyrirkomulag má líkja þessu við barn, sem kaupir áfengi handa virkum alkóhólista. Ekki fögur mynd. Allt of fáir taka allt of stórar ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar, sem þjóðin er illa upplýst um, skilur lítið í og skiptir sér lítið af. Lýðræði, flokksræði, ráðherraræði, foringjaræði, þingræði, peningaræði og önnur hugtök af svipuðum toga, hafa verið notuð til þess að skilgreina grundvöll hins þrískipta valds, sem við búum við.
Grunnurinn er hinsvegar skaðræði, sem leynist í núverandi lýðræðisfyrirkomulagi. Birtingarmyndin er fulltrúalýðræði með þingbundinni stjórn. Hversu gagnlegt var það í aðdraganda bankahrunsins? Við verðum að breyta fyrirkomulaginu frá skaðræði til raunverulegs lýðræðis, í besta skilningi þess hugtaks. Ég skora á frambjóðendur, hvar í flokki sem þeir standa, að pólitískt láti þeir hvorki hóta sér né kaupa, heldur standi í lappirnar á grundvelli almannahagsmuna, ásamt því að fullnægja kröfu um fjármálalæsi.
Úrbætur
Fjármálaöryggi þjóðarinnar á að hámarka en ekki kollvarpa. Kjósendur verða að gera kröfur til frambjóðenda. Það er að hluta kjósendum að kenna, eða þakka, hvernig fer. Hugtökin hægri og vinstri virðast skipta fólk litlu máli, sem reynir frekar að átta sig á hvað snýr upp og hvað snýr niður. Á þessu þarf að skerpa. Stefnu ráðandi afla verða að fylgja skýr skilyrði. Í stjórnsýslunni þarf harðari varnagla. Hér verða að eiga sér stað áþreifanlegar úrbætur, t.d. á fjármálakerfi, hagstjórn, lýðræði, umfjöllun fjölmiðla um stjórnmál og fjármál, auk kennslu í fjármálalæsi á öllum skólastigum. Venjulegir kjósendur og skattgreiðendur geta ekki setið aðgerðalausir.
Okkur ber siðferðileg skylda til þess að sinna öflugu aðhaldi og virku eftirliti, ásamt því að krefjast úrbóta og fylgja þeirri kröfu eftir. Orðin tóm eru aum en verkin tala best. Öll verðum við að leggja lóð okkar á vogarskálina, ekki vegna þess sem við fáum, heldur þrátt fyrir að færa fórnir. Í þeirri frómu ósk felst hagur þjóðarinnar, öryggi og styrkur.
Skoðun

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar