Aflamarkskerfi, veiðidagakerfi og frjálsar handfæraveiðar Helgi Helgason skrifar 25. apríl 2013 06:00 Núverandi stjórn fiskveiða með áherslu á kvótakerfið og framsal aflaheimilda hefur gengið sér til húðar. Kerfið er mjög umdeildt meðal allra. Hvort heldur er fiskifræðinga, útgerðarmanna eða þjóðarinnar. Það sem meira er að það hefur sýnt sig að það er sennilega að valda skaða á fiskistofnunum við Ísland.Friðaður til dauða Fiskifræðingar sem eru á öndverðum meiði við friðunarstefnu Hafró hafa fært mjög sannfærandi rök fyrir því að verið sé að friða þorskinn til dauða. Með umfangsmikilli friðun er verið að minnka æti fyrir heildina að mati þessara fiskifræðinga. Máli sínu til stuðnings hafa þeir bent á svæði í Barentshafi þar sem ráðleggingar friðunarsinna meðal fiskifræðinga voru hundsaðar og það borið saman við annað svæði þar sem farið var eftir friðunnarsinnum. Þar sem ekki var skorið niður samkvæmt ráði fiskifræðinga hefur stofninn stækkað og nýliðun er mjög góð. Þar sem farið var að ráði fiskifræðinga og skorið niður í veiðum hefur afli sífellt verið að minnka og nýliðun lítil líkt og hér á Íslandsmiðum. Hér hefur afli verið að minnka og nýliðun nánast alltaf verið léleg alveg sama hvað Hafró friðar mikið. Þessa sögu þekkja allir. Nýjar lausnir fyrir alla XG Hægri grænir, flokkur fólksins hefur lagt fram mjög athyglisverða og skynsama lausn í stjórn fiskveiða á Íslandi. Það er þó fátt eitt nýtt undir sólinni og tillögurnar í ætt við það eins og fiskveiðar við Ísland voru fyrir daga kvótakerfisins, þegar við vorum að veiða hátt í 500 þúsund tonn á ári af þorski áratug eftir áratug. Tillagan gengur út á að draga úr miðstýringunni og að veiðar verði frjálsar, þ.e. útgerð verði ekki bundin af kvóta. Það getur þá hver sem er hafið útgerð að uppfylltun almennum ákveðnum skilyrðum eins og t.d. að hafa skipstjórnarréttindi, leggja fram söluáætlun á aflanum, o.s.frv. Veiðidagakerfi verði á botnfiskveiðum, óháð tegundum, magni og stærð fiskjar og að öllum afla verði að landa að viðlögðum leyfismissi. Aflamarkskerfi verði á uppsjávarveiðum m.a. vegna alþjóðlegra samninga, þó þannig að smærri skip og bátar geti fengið að stunda t.d. makrílveiðar. Handfæraveiðar verða gefnar alveg frjálsar á leyfilegum veiðitíma t.d. frá fyrsta sumardegi til fyrsta vetrardags. Með þessu er kvótakerfið úr sögunni og framsal veiðileyfa sem að margra mati var upphafið af hruni Íslands bannað. Það er ekkert tekið af neinum og þar af leiðandi ekki um það að ræða að menn geti krafist bóta. Þvert á móti er útlit fyrir að núverandi útgerðir og aðrir nýliðar muni hafa aðgang að meiri afla en í gegnum kvótann.Upp úr hjólfarinu Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er handótnýtt. Við verðum að prófa eitthvað annað. Þessar tillögur Hægri grænna eru skynsamar og ábyrgar og eru settar fram eftir ítarlega yfirlegu og samtöl við fiskifræðinga og aðra aðila í sjávarútvegi og síðast en ekki síst á samanburði á veiddum afla fyrir og eftir kvótakerfið. Niðurstaðan er sláandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Núverandi stjórn fiskveiða með áherslu á kvótakerfið og framsal aflaheimilda hefur gengið sér til húðar. Kerfið er mjög umdeildt meðal allra. Hvort heldur er fiskifræðinga, útgerðarmanna eða þjóðarinnar. Það sem meira er að það hefur sýnt sig að það er sennilega að valda skaða á fiskistofnunum við Ísland.Friðaður til dauða Fiskifræðingar sem eru á öndverðum meiði við friðunarstefnu Hafró hafa fært mjög sannfærandi rök fyrir því að verið sé að friða þorskinn til dauða. Með umfangsmikilli friðun er verið að minnka æti fyrir heildina að mati þessara fiskifræðinga. Máli sínu til stuðnings hafa þeir bent á svæði í Barentshafi þar sem ráðleggingar friðunarsinna meðal fiskifræðinga voru hundsaðar og það borið saman við annað svæði þar sem farið var eftir friðunnarsinnum. Þar sem ekki var skorið niður samkvæmt ráði fiskifræðinga hefur stofninn stækkað og nýliðun er mjög góð. Þar sem farið var að ráði fiskifræðinga og skorið niður í veiðum hefur afli sífellt verið að minnka og nýliðun lítil líkt og hér á Íslandsmiðum. Hér hefur afli verið að minnka og nýliðun nánast alltaf verið léleg alveg sama hvað Hafró friðar mikið. Þessa sögu þekkja allir. Nýjar lausnir fyrir alla XG Hægri grænir, flokkur fólksins hefur lagt fram mjög athyglisverða og skynsama lausn í stjórn fiskveiða á Íslandi. Það er þó fátt eitt nýtt undir sólinni og tillögurnar í ætt við það eins og fiskveiðar við Ísland voru fyrir daga kvótakerfisins, þegar við vorum að veiða hátt í 500 þúsund tonn á ári af þorski áratug eftir áratug. Tillagan gengur út á að draga úr miðstýringunni og að veiðar verði frjálsar, þ.e. útgerð verði ekki bundin af kvóta. Það getur þá hver sem er hafið útgerð að uppfylltun almennum ákveðnum skilyrðum eins og t.d. að hafa skipstjórnarréttindi, leggja fram söluáætlun á aflanum, o.s.frv. Veiðidagakerfi verði á botnfiskveiðum, óháð tegundum, magni og stærð fiskjar og að öllum afla verði að landa að viðlögðum leyfismissi. Aflamarkskerfi verði á uppsjávarveiðum m.a. vegna alþjóðlegra samninga, þó þannig að smærri skip og bátar geti fengið að stunda t.d. makrílveiðar. Handfæraveiðar verða gefnar alveg frjálsar á leyfilegum veiðitíma t.d. frá fyrsta sumardegi til fyrsta vetrardags. Með þessu er kvótakerfið úr sögunni og framsal veiðileyfa sem að margra mati var upphafið af hruni Íslands bannað. Það er ekkert tekið af neinum og þar af leiðandi ekki um það að ræða að menn geti krafist bóta. Þvert á móti er útlit fyrir að núverandi útgerðir og aðrir nýliðar muni hafa aðgang að meiri afla en í gegnum kvótann.Upp úr hjólfarinu Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er handótnýtt. Við verðum að prófa eitthvað annað. Þessar tillögur Hægri grænna eru skynsamar og ábyrgar og eru settar fram eftir ítarlega yfirlegu og samtöl við fiskifræðinga og aðra aðila í sjávarútvegi og síðast en ekki síst á samanburði á veiddum afla fyrir og eftir kvótakerfið. Niðurstaðan er sláandi.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar