Eflum heilsugæslu með aðkomu fleiri heilbrigðisstétta Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ég er ein þeirra sem óttast að íslensk heilbrigðisþjónusta missi marks í nærþjónustu og forvörnum. Öryggisnet heilsugæslunnar er of gisið, sem leiðir til aukins álags á bráðaþjónustu. Bráðaþjónusta er dýr, ef við missum strauminn þangað í of miklum mæli, er hætt við því að lítið fé verði aflögu í úrræði sem þó eru mun hagkvæmari. Hér verða að verða vatnaskil, afgerandi og fljótt. Blínt á sömu lausnir, gengur það til lengdar? Umræða um heilsugæslu, skilvirkni hennar og nýtingu, fer að mínu mati of oft að snúast um stöðu lækna og skort á læknum. Vandi heilsugæslunnar er víðtækari en svo og leit á lausn hans kallar á aðkomu fleiri stétta. Ástæður fyrir komu í heilsugæslu eru mjög oft stoðkerfiseinkenni og vandi af geðrænum toga. Snemmtæk íhlutun er í báðum þessum tilfellum afgerandi hvað framhaldið varðar, hvort unnið er með fólki í að snúa við ferlinu og þannig fyrirbyggja komur í bráðaþjónustu síðar. Heilsugæslan þyrfti í auknum mæli að vera „one stop shop“, þar sem breiður hópur fagfólks mannar fyrstu heimsókn. Í tilfelli stoðkerfis- og geðrænna viðfangsefna, myndi t.d. aðkoma sjúkraþjálfara og sálfræðinga í heilsugæslunni vera styrkur. Teymisvinna, samstarf sérfræðinga úr nokkrum stéttum með ólíkan grunn og reynslu, snýst ekki um að ein stétt taki verkefni af annarri, heldur að þær vinni saman og stytti úrvinnslutíma og fækki komum þeirra sem þjónustunnar njóta.Forvarnir og heilsuefling spara tíma, fé og krafta Einstaklingur sem finnur til heilsubrests er í dag alltof einsamall með sinn vanda og leið hans milli heilbrigðisstofnana og –starfsfólks er oft löng áður en lausnin finnst. Gífurlegur sparnaður í þjóðhagslegu tilliti felst í því að stytta þennan tíma. Fækka stoppistöðum, fækka tímabilum þar sem beðið er eftir lausum tíma, eyða óvissu og óvirkni. Ef fjármagn á að vera á lausu til forvarna og heilsueflingar, þarf að stemma stigu við óþörfu álagi á bráðastiginu, sem er hlutfallslega dýrast. Inngrip áður en til skurðaðgerða kemur er dæmi um slíkt og snerpan í því ferli byggir á skilvirkri heilsugæslu. Langtíma stefnumótun byggir á breiðri aðkomu, opinni samræðu og skýrri sýn Það þýðir ekki að ræða þessi mál í lokuðum sellum stakra stétta eða í átökum milli stríðandi fylkinga í pólitík. Það þýðir ekki heldur að ræða það á grunni algjörs langtímastefnuleysis í heilbrigðismálum. Slíkt ástand grefur undan trausti og skapar varnarstöðu þar sem hver reynir að halda sínu. Þar er þessi umræða stödd núna og verður áfram ef ekkert breytist. Grundvöllur langtímastefnu eins og hún blasir við mér er þessi: hér er fámenn þjóð að reka heilbrigðiskerfi í háum gæðaflokki. Það kostar. Til að við höfum efni á því þarf að hagræða, því ekki viljum við slá af gæðunum. Leiðin til hagræðingar er ekki að ýta kostnaði milli ráðuneyta, stofnana, húsa, hverfa eða landsvæða. Hagsýnn rekstur krefst heiltækrar stefnu, skilnings og samvinnu allra hagsmunaaðila og viðurkenningar á því að fjárfesting í heilbrigði er málefni allrar þjóðarinnar. Ég er til í svona samræður, hvað með kjósendur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra sem óttast að íslensk heilbrigðisþjónusta missi marks í nærþjónustu og forvörnum. Öryggisnet heilsugæslunnar er of gisið, sem leiðir til aukins álags á bráðaþjónustu. Bráðaþjónusta er dýr, ef við missum strauminn þangað í of miklum mæli, er hætt við því að lítið fé verði aflögu í úrræði sem þó eru mun hagkvæmari. Hér verða að verða vatnaskil, afgerandi og fljótt. Blínt á sömu lausnir, gengur það til lengdar? Umræða um heilsugæslu, skilvirkni hennar og nýtingu, fer að mínu mati of oft að snúast um stöðu lækna og skort á læknum. Vandi heilsugæslunnar er víðtækari en svo og leit á lausn hans kallar á aðkomu fleiri stétta. Ástæður fyrir komu í heilsugæslu eru mjög oft stoðkerfiseinkenni og vandi af geðrænum toga. Snemmtæk íhlutun er í báðum þessum tilfellum afgerandi hvað framhaldið varðar, hvort unnið er með fólki í að snúa við ferlinu og þannig fyrirbyggja komur í bráðaþjónustu síðar. Heilsugæslan þyrfti í auknum mæli að vera „one stop shop“, þar sem breiður hópur fagfólks mannar fyrstu heimsókn. Í tilfelli stoðkerfis- og geðrænna viðfangsefna, myndi t.d. aðkoma sjúkraþjálfara og sálfræðinga í heilsugæslunni vera styrkur. Teymisvinna, samstarf sérfræðinga úr nokkrum stéttum með ólíkan grunn og reynslu, snýst ekki um að ein stétt taki verkefni af annarri, heldur að þær vinni saman og stytti úrvinnslutíma og fækki komum þeirra sem þjónustunnar njóta.Forvarnir og heilsuefling spara tíma, fé og krafta Einstaklingur sem finnur til heilsubrests er í dag alltof einsamall með sinn vanda og leið hans milli heilbrigðisstofnana og –starfsfólks er oft löng áður en lausnin finnst. Gífurlegur sparnaður í þjóðhagslegu tilliti felst í því að stytta þennan tíma. Fækka stoppistöðum, fækka tímabilum þar sem beðið er eftir lausum tíma, eyða óvissu og óvirkni. Ef fjármagn á að vera á lausu til forvarna og heilsueflingar, þarf að stemma stigu við óþörfu álagi á bráðastiginu, sem er hlutfallslega dýrast. Inngrip áður en til skurðaðgerða kemur er dæmi um slíkt og snerpan í því ferli byggir á skilvirkri heilsugæslu. Langtíma stefnumótun byggir á breiðri aðkomu, opinni samræðu og skýrri sýn Það þýðir ekki að ræða þessi mál í lokuðum sellum stakra stétta eða í átökum milli stríðandi fylkinga í pólitík. Það þýðir ekki heldur að ræða það á grunni algjörs langtímastefnuleysis í heilbrigðismálum. Slíkt ástand grefur undan trausti og skapar varnarstöðu þar sem hver reynir að halda sínu. Þar er þessi umræða stödd núna og verður áfram ef ekkert breytist. Grundvöllur langtímastefnu eins og hún blasir við mér er þessi: hér er fámenn þjóð að reka heilbrigðiskerfi í háum gæðaflokki. Það kostar. Til að við höfum efni á því þarf að hagræða, því ekki viljum við slá af gæðunum. Leiðin til hagræðingar er ekki að ýta kostnaði milli ráðuneyta, stofnana, húsa, hverfa eða landsvæða. Hagsýnn rekstur krefst heiltækrar stefnu, skilnings og samvinnu allra hagsmunaaðila og viðurkenningar á því að fjárfesting í heilbrigði er málefni allrar þjóðarinnar. Ég er til í svona samræður, hvað með kjósendur?
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun