Jöfnum stöðu leigjenda og kaupenda Björk Vilhelmsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar er að bæta stöðu leigjenda. Við viljum tryggja 2.000 nýjar leiguíbúðir á næsta kjörtímabili, að húsnæðisbætur tryggi jafngóðan stuðning fyrir þá sem leigja og þá sem kaupa og að útleiga á einni íbúð verði undanþegin fjármagnstekjuskatti og skerði ekki tekjur lífeyrisþega. Um 25% húsnæðis eru leiguhúsnæði. Greiðslubyrði leigjenda er almennt mun meiri en greiðslubyrði þeirra sem eru í eigin húsnæði. Ástæðan er sú að vaxtabætur ná til stórs hluta íbúðareigenda og vaxtabætur ná að greiða allt upp í 50% af vaxtakostnaði af húsnæðislánum þeirra sem eru í lægstu tekjuhópunum. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar og flestir stjórnmálaflokkar haldi þeirri mynd á lofti að þeir einir séu umfjöllunarinnar virði sem „eiga“ eða öllu heldur skulda sitt íbúðarhúsnæði. Hærri bætur til fleiri Húsaleigubætur hafa hingað til náð einungis til þeirra allra tekjulægstu. Það breyttist þó talsvert um síðustu áramót. Tekjuskerðingar vegna húsaleigubóta eru nú mun minni en áður og sambærilegar við útreikning vaxtabóta. Því eiga fleiri nú rétt á húsaleigubótum en áður. Húsaleigubæturnar munu hækka tvisvar á þessu ári. Þetta er sá árangur sem Samfylkingin hefur náð á þessu kjörtímabili. En af hverju var þetta kjörtímabil ekki notað til að klára dæmið og koma á fullu jafnrétti milli leigjenda og eigenda? Það er nú það. Húsnæðisstefnu og húsnæðismarkaði er ekki hægt að breyta skyndilega. Það er flókið verkefni og verður aldrei leyst nema í sæmilegri sátt allra flokka og ekki síður í góðri sátt við aðila vinnumarkaðarins og hagsmunahópa þeirra sem verst eru settir á húsnæðismarkaði. Ekki má fórna eignum fólks, og skyndilegt og stóraukið fjármagn til leigumarkaðar yrði, án undirbúnings, væntanlega til að sprengja upp leiguverð og eyðileggja möguleika á traustum almennum leigumarkaði. Kjörtímabilið nýtti Samfylkingin í að ná þverpólitískri sátt um húsnæðisstefnu til framtíðar. Samfylkingin trúir nefnilega ekki á töfralausnir sem skapa óstöðuglega og kollsteypur fyrir fólk sem á betra skilið. Stefnumótunin tókst vel og hún liggur nú fyrir. Loforð Samfylkingarinnar um 2.000 nýjar leiguíbúðir og sömu húsnæðisbætur fyrir leigjendur og kaupendur byggja meðal annars á henni. Sex starfshópar hafa skilað niðurstöðum um nauðsynlegar breytingar á lögum, skattaumhverfi og bótakerfi. Húsnæðisáætlanir, breyting á þjóðskrá og fleiri nauðsynlegar aðgerðir hafa einnig verið undirbúnar. Hægt er að kynna sér þessi og önnur atriði stefnumótunarinnar á vef velferðarráðuneytisins. Samfylkingin hefur nýtt kjörtímabilið til að leggja grunninn að breytingum og varanlegum umbótum á leigumarkaði. Þeim verður hægt að hrinda í framkvæmd á næstu árum. Það skiptir þess vegna miklu máli fyrir þau 25% þjóðarinnar sem búa í leiguhúsnæði að Samfylkingin fái stuðninginn sem hún þarf til að halda áfram að bæta stöðu leigjenda og jafna rétt kaupenda og leigjenda á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar er að bæta stöðu leigjenda. Við viljum tryggja 2.000 nýjar leiguíbúðir á næsta kjörtímabili, að húsnæðisbætur tryggi jafngóðan stuðning fyrir þá sem leigja og þá sem kaupa og að útleiga á einni íbúð verði undanþegin fjármagnstekjuskatti og skerði ekki tekjur lífeyrisþega. Um 25% húsnæðis eru leiguhúsnæði. Greiðslubyrði leigjenda er almennt mun meiri en greiðslubyrði þeirra sem eru í eigin húsnæði. Ástæðan er sú að vaxtabætur ná til stórs hluta íbúðareigenda og vaxtabætur ná að greiða allt upp í 50% af vaxtakostnaði af húsnæðislánum þeirra sem eru í lægstu tekjuhópunum. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar og flestir stjórnmálaflokkar haldi þeirri mynd á lofti að þeir einir séu umfjöllunarinnar virði sem „eiga“ eða öllu heldur skulda sitt íbúðarhúsnæði. Hærri bætur til fleiri Húsaleigubætur hafa hingað til náð einungis til þeirra allra tekjulægstu. Það breyttist þó talsvert um síðustu áramót. Tekjuskerðingar vegna húsaleigubóta eru nú mun minni en áður og sambærilegar við útreikning vaxtabóta. Því eiga fleiri nú rétt á húsaleigubótum en áður. Húsaleigubæturnar munu hækka tvisvar á þessu ári. Þetta er sá árangur sem Samfylkingin hefur náð á þessu kjörtímabili. En af hverju var þetta kjörtímabil ekki notað til að klára dæmið og koma á fullu jafnrétti milli leigjenda og eigenda? Það er nú það. Húsnæðisstefnu og húsnæðismarkaði er ekki hægt að breyta skyndilega. Það er flókið verkefni og verður aldrei leyst nema í sæmilegri sátt allra flokka og ekki síður í góðri sátt við aðila vinnumarkaðarins og hagsmunahópa þeirra sem verst eru settir á húsnæðismarkaði. Ekki má fórna eignum fólks, og skyndilegt og stóraukið fjármagn til leigumarkaðar yrði, án undirbúnings, væntanlega til að sprengja upp leiguverð og eyðileggja möguleika á traustum almennum leigumarkaði. Kjörtímabilið nýtti Samfylkingin í að ná þverpólitískri sátt um húsnæðisstefnu til framtíðar. Samfylkingin trúir nefnilega ekki á töfralausnir sem skapa óstöðuglega og kollsteypur fyrir fólk sem á betra skilið. Stefnumótunin tókst vel og hún liggur nú fyrir. Loforð Samfylkingarinnar um 2.000 nýjar leiguíbúðir og sömu húsnæðisbætur fyrir leigjendur og kaupendur byggja meðal annars á henni. Sex starfshópar hafa skilað niðurstöðum um nauðsynlegar breytingar á lögum, skattaumhverfi og bótakerfi. Húsnæðisáætlanir, breyting á þjóðskrá og fleiri nauðsynlegar aðgerðir hafa einnig verið undirbúnar. Hægt er að kynna sér þessi og önnur atriði stefnumótunarinnar á vef velferðarráðuneytisins. Samfylkingin hefur nýtt kjörtímabilið til að leggja grunninn að breytingum og varanlegum umbótum á leigumarkaði. Þeim verður hægt að hrinda í framkvæmd á næstu árum. Það skiptir þess vegna miklu máli fyrir þau 25% þjóðarinnar sem búa í leiguhúsnæði að Samfylkingin fái stuðninginn sem hún þarf til að halda áfram að bæta stöðu leigjenda og jafna rétt kaupenda og leigjenda á næstu árum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun