Til hamingju Hringsjá! Fanný Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Nýlega sótti ég ráðstefnu á vegum Hringsjár sem haldin var í tilefni af 25 ára starfsafmæli þeirra. Dagskráin var mjög fjölbreytt, gefin yfirsýn yfir framboð á náms- og endurhæfingu öryrkja og farið yfir aðkomu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. En hvað er Hringsjá? Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir þá sem eru 18 ára og eldri sem geta ekki stundað atvinnu eða nám m.a. sökum félagslegra erfiðleika, veikinda eða slysa. Þar sem hópurinn er fjölbreyttur og þarfirnar ólíkar stendur Hringsjá ýmist fyrir fjölbreyttum styttri námskeiðum og lengra námi. Grunngildi Framsóknarfokksins fela í sér að ætíð á að vera til staðar í samfélaginu öryggisnet sem aðstoðar fólk sem af ólíkum ástæðum nær ekki að taka virkan þátt í samfélaginu eða sjá sjálfum sér farborða. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf staðið fyrir og stutt aukna samvinnu og samstarf ólíkra aðila með það að leiðarljósi að ná fram hagræðingu, samfellu í þjónustu og til að einfalda kerfið. Það auðveldar þeim lífið sem þurfa að nýta sér fjölbreytta þjónustu. Náms- og starfsendurhæfing þarf að byggja á raunhæfum einstaklingsmarkmiðum með það að leiðarljósi að auka lífsgæði viðkomandi. Meta þarf starfsgetuna út frá líkamlegri-, andlegri- og félagslegri stöðu.Ein miðstöð Það er augljóst að horfa þarf á hvers viðkomandi er megnugur eða hvað starfs- eða virknigetan er mikil. Hver og einn þarf að byggja sig upp, auka menntun sína og færni og þar með fjölgar starfsmöguleikunum. Á ráðstefnunni kom fram að margt er að takast vel og ýmislegt í boði en kallað var eftir einni miðstöð starfsendurhæfingar fyrir alla sem biði upp á endurhæfingu, menntun og ráðgjöf við virka atvinnuleit. Koma þarf í veg fyrir flækjur og auka þarf samvinnu. Þannig er betur hægt að nýta fjármagnið. Það hagnast allir á því að vel takist til í starfsendurhæfingu og að sem flestir finni sér nám eða starf við hæfi. Viðkomandi einstaklingur hagnast, fjölskylda hans og samfélagið allt. Framsóknarflokkurinn vill að það liggi alltaf ljóst fyrir hvaða aðilar veiti þjónustu, tryggja að leiðarvísar séu það skýrir að enginn falli utan kerfis. Í stefnu flokksins kemur fram að það þarf að gera öryrkjum kleift að búa í sinni heimabyggð og auka raunverulegt val hvað varðar þjónustuúrræði og búsetu. Einnig kemur fram að það eru sjálfsögð réttindi að fá tækifæri til eins virkrar þátttöku í samfélaginu og kostur er. Það er gert m.a. með markvissri og fjölbreyttri endurhæfingarþjónustu, aðgengilegri náms- og starfsráðgjöf og atvinnuþátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega sótti ég ráðstefnu á vegum Hringsjár sem haldin var í tilefni af 25 ára starfsafmæli þeirra. Dagskráin var mjög fjölbreytt, gefin yfirsýn yfir framboð á náms- og endurhæfingu öryrkja og farið yfir aðkomu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. En hvað er Hringsjá? Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir þá sem eru 18 ára og eldri sem geta ekki stundað atvinnu eða nám m.a. sökum félagslegra erfiðleika, veikinda eða slysa. Þar sem hópurinn er fjölbreyttur og þarfirnar ólíkar stendur Hringsjá ýmist fyrir fjölbreyttum styttri námskeiðum og lengra námi. Grunngildi Framsóknarfokksins fela í sér að ætíð á að vera til staðar í samfélaginu öryggisnet sem aðstoðar fólk sem af ólíkum ástæðum nær ekki að taka virkan þátt í samfélaginu eða sjá sjálfum sér farborða. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf staðið fyrir og stutt aukna samvinnu og samstarf ólíkra aðila með það að leiðarljósi að ná fram hagræðingu, samfellu í þjónustu og til að einfalda kerfið. Það auðveldar þeim lífið sem þurfa að nýta sér fjölbreytta þjónustu. Náms- og starfsendurhæfing þarf að byggja á raunhæfum einstaklingsmarkmiðum með það að leiðarljósi að auka lífsgæði viðkomandi. Meta þarf starfsgetuna út frá líkamlegri-, andlegri- og félagslegri stöðu.Ein miðstöð Það er augljóst að horfa þarf á hvers viðkomandi er megnugur eða hvað starfs- eða virknigetan er mikil. Hver og einn þarf að byggja sig upp, auka menntun sína og færni og þar með fjölgar starfsmöguleikunum. Á ráðstefnunni kom fram að margt er að takast vel og ýmislegt í boði en kallað var eftir einni miðstöð starfsendurhæfingar fyrir alla sem biði upp á endurhæfingu, menntun og ráðgjöf við virka atvinnuleit. Koma þarf í veg fyrir flækjur og auka þarf samvinnu. Þannig er betur hægt að nýta fjármagnið. Það hagnast allir á því að vel takist til í starfsendurhæfingu og að sem flestir finni sér nám eða starf við hæfi. Viðkomandi einstaklingur hagnast, fjölskylda hans og samfélagið allt. Framsóknarflokkurinn vill að það liggi alltaf ljóst fyrir hvaða aðilar veiti þjónustu, tryggja að leiðarvísar séu það skýrir að enginn falli utan kerfis. Í stefnu flokksins kemur fram að það þarf að gera öryrkjum kleift að búa í sinni heimabyggð og auka raunverulegt val hvað varðar þjónustuúrræði og búsetu. Einnig kemur fram að það eru sjálfsögð réttindi að fá tækifæri til eins virkrar þátttöku í samfélaginu og kostur er. Það er gert m.a. með markvissri og fjölbreyttri endurhæfingarþjónustu, aðgengilegri náms- og starfsráðgjöf og atvinnuþátttöku.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun