Hvað með okkur unga fólkið? Sandra Marín Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Þar sem ég er 18 ára framhaldsskólanemi að fara kjósa í fyrsta skipti hef ég kynnt mér kosti og galla allra framboða. Það eru þó margir á þessum aldri sem ekki eru búnir að velta þessu fyrir sér. Ég held þó að ungu fólki sé ekki alveg sama um landið sitt, heldur hversu fráhrindandi ímynd stjórnmálamanna er orðin. Fyrir nokkrum árum, þegar ég labbaði framhjá sjónvarpinu sá ég bara marga jakkafataklædda menn með vatnsgreitt hárið vera að rífast á tungumáli sem ég kannaðist ekki við. En, þeir voru að rífast um hluti sem skiptu máli og skipta okkur, unga fólkið, öllu máli. Það skiptir okkur máli hvernig m.a. heilbrigðis- og menntamálum er háttað, skattamálum, kvótamálum, þróun atvinnulífsins og svo mætti lengi telja. En... kommon. Eigum við virkilega að geta myndað okkur skoðun á öllu þessu strax? Ég er nú bara rétt skriðin yfir 18 ár og allt í einu á ég að fara kjósa um hvaða stefnu ég vil sjá í þjóðfélaginu og ég veit varla hvað ég ætla að gera eftir Menntaskólann? Hún hjálpar heldur ekki til, þessi loforðakeppni á milli flokkanna og þykir mér ótrúlegt að þeir geti efnt þau öll. Undanfarna mánuði hef ég verið að kynna mér málin, hlustað á margar lýjandi rökræður eftir fréttir á kvöldin og talað við frambjóðendur ýmissa flokka. Einnig hef ég rætt við jafnaldra mína og langar mig því að biðja unga kjósendur að hafa nokkur atriði í huga þegar þeir fara inn í kjörklefa laugardaginn næstkomandi. Hvernig viljum við sjá landið okkar þróast næstu ár? Viljum við virkja allt sem hægt er að virkja? Viljum við að Mývatn fari sömu leið og Lagarfljót? Viljum við klára aðildarviðræður við ESB? Væri ekki bara fínt að sjá samninginn og svo geta allir ákveðið sig í staðinn fyrir að móta fasta skoðun núna? Er sanngjarnt að gamlir stjórnmálamenn hafi af okkur tækifærið til að sjá hvað felst í aðild að ESB? Eiga sjávarútvegsfyrirtæki að borga sanngjarnt auðlindagjald? Þessi gjöld gætu m.a. runnið til eflingar heilbrigðis- og menntamála. Hvað viljum við sjá gerast í menntamálum? Viljum við stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár í sparnaðarskyni? Viljum við 25% niðurfellingu námslána ef við ljúkum námi á réttum tíma? Viljum við góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla, bæði ríka og fátæka? Viljum við að auðlindir séu í þjóðareigu? Viljum við lækka skatta? Væri einhvern tímann hægt að gera það á sanngjarnan hátt? Gerum við okkur grein fyrir hvað skattar eru? En hvað með okkur unga fólkið? Við heyrum þessa 300 milljarða tölu á hverjum einasta degi hvert sem við förum. Sumir flokkar segjast geta samið um eina 300 milljarða við kröfuhafa og ætla að nota þá í að lækka skuldir heimilanna eða borga skuldir ríkissjóðs, allt eftir því hvaða flokkur á í hlut. Ef lækka á skuldir heimila, stöndum við unga fólkið þá ekki uppi með skuldir ríkisins í framtíðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Þar sem ég er 18 ára framhaldsskólanemi að fara kjósa í fyrsta skipti hef ég kynnt mér kosti og galla allra framboða. Það eru þó margir á þessum aldri sem ekki eru búnir að velta þessu fyrir sér. Ég held þó að ungu fólki sé ekki alveg sama um landið sitt, heldur hversu fráhrindandi ímynd stjórnmálamanna er orðin. Fyrir nokkrum árum, þegar ég labbaði framhjá sjónvarpinu sá ég bara marga jakkafataklædda menn með vatnsgreitt hárið vera að rífast á tungumáli sem ég kannaðist ekki við. En, þeir voru að rífast um hluti sem skiptu máli og skipta okkur, unga fólkið, öllu máli. Það skiptir okkur máli hvernig m.a. heilbrigðis- og menntamálum er háttað, skattamálum, kvótamálum, þróun atvinnulífsins og svo mætti lengi telja. En... kommon. Eigum við virkilega að geta myndað okkur skoðun á öllu þessu strax? Ég er nú bara rétt skriðin yfir 18 ár og allt í einu á ég að fara kjósa um hvaða stefnu ég vil sjá í þjóðfélaginu og ég veit varla hvað ég ætla að gera eftir Menntaskólann? Hún hjálpar heldur ekki til, þessi loforðakeppni á milli flokkanna og þykir mér ótrúlegt að þeir geti efnt þau öll. Undanfarna mánuði hef ég verið að kynna mér málin, hlustað á margar lýjandi rökræður eftir fréttir á kvöldin og talað við frambjóðendur ýmissa flokka. Einnig hef ég rætt við jafnaldra mína og langar mig því að biðja unga kjósendur að hafa nokkur atriði í huga þegar þeir fara inn í kjörklefa laugardaginn næstkomandi. Hvernig viljum við sjá landið okkar þróast næstu ár? Viljum við virkja allt sem hægt er að virkja? Viljum við að Mývatn fari sömu leið og Lagarfljót? Viljum við klára aðildarviðræður við ESB? Væri ekki bara fínt að sjá samninginn og svo geta allir ákveðið sig í staðinn fyrir að móta fasta skoðun núna? Er sanngjarnt að gamlir stjórnmálamenn hafi af okkur tækifærið til að sjá hvað felst í aðild að ESB? Eiga sjávarútvegsfyrirtæki að borga sanngjarnt auðlindagjald? Þessi gjöld gætu m.a. runnið til eflingar heilbrigðis- og menntamála. Hvað viljum við sjá gerast í menntamálum? Viljum við stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár í sparnaðarskyni? Viljum við 25% niðurfellingu námslána ef við ljúkum námi á réttum tíma? Viljum við góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla, bæði ríka og fátæka? Viljum við að auðlindir séu í þjóðareigu? Viljum við lækka skatta? Væri einhvern tímann hægt að gera það á sanngjarnan hátt? Gerum við okkur grein fyrir hvað skattar eru? En hvað með okkur unga fólkið? Við heyrum þessa 300 milljarða tölu á hverjum einasta degi hvert sem við förum. Sumir flokkar segjast geta samið um eina 300 milljarða við kröfuhafa og ætla að nota þá í að lækka skuldir heimilanna eða borga skuldir ríkissjóðs, allt eftir því hvaða flokkur á í hlut. Ef lækka á skuldir heimila, stöndum við unga fólkið þá ekki uppi með skuldir ríkisins í framtíðinni?
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun