Alþýðufylkingin og kosningarnar Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Kreppan hefur varpað ljósi á nauðsyn róttækra breytinga á íslensku samfélagi. Undanfarna áratugi hefur ójöfnuður verið aukinn kerfisbundið með auknu fáveldi í íslenskum fjármálaheimi. Almenningur hefur verið miskunnarlaust féflettur með verðbótum og vaxtaokri á húsnæðislánum. Auðmenn koma hundraða milljarða gróða í skjól meðan enn stærri skuldum er velt yfir á almenning gegnum ríkissjóð, lífeyrissjóði og húsnæðisskuldir. Aukinn hagvöxtur mun að óbreyttu ekki bæta þetta ástand heldur þveröfugt.Skuldir heimilanna Nauðsynlegt er að létta á byrði heimilanna í landinu með því að taka kúfinn af húsnæðislánum sem hafa stökkbreyst í kreppunni um leið og greiðslugeta flestra hefur minnkað. Þó er enn þá mikilvægara að huga að nýju félagslegu kerfi til fjármögnunar húsnæðis fyrir almenning. Með því að hætta að sækja fé að láni á okurvöxtum á markaði til húsnæðislána en safna þess í stað samfélagslegu eigin fé til að lána til húsnæðiskaupa að vissu hámarki án vaxta og verðbóta er hægt að spara miklar greiðslur frá almenningi til auðmanna.Lífeyrissjóðir og framfærslutrygging Alþýðufylkingin vill vinna að samkomulagi um algera uppstokkun lífeyriskerfisins. Grundvöllur þess gæti verið nokkurra ára aðlögun að sömu lífeyrisréttindum fyrir alla sem fjármagnað væri gegnum skattkerfið með óverulegri sjóðsöfnun. Greiðslur í lífeyrissjóði verði stöðvaðar og hætt að þvinga fólk til að kaupa sér ótrygg lífeyrisréttindi með greiðslum í fjárfestingasjóði. Einfalda þarf lífeyriskerfið og koma á samræmdri framfærslutryggingu fyrir alla sem ekki geta unnið fyrir sér á vinnumarkaði.Velferð og aukin lífsgæði Alþýðufylkingin leggur sérstaka áherslu á að endurreisa velferðarkerfið og þá sérstaklega heilbrigðiskerfið. Byrjað verði á að draga til baka þann mikla niðurskurð sem átt hefur sér stað undanfarin ár og vinda ofan af einkarekstri og viðskiptavæðingu í kerfinu. Markmið heilbrigðiskerfisins á að vera aukið heilbrigði þjóðarinnar en ekki gróði auðfélaga af fjárfestingum og viðskiptum með þjónustu. Efling velferðarkerfisins verður aðeins kostuð með þeim samfélagslega sparnaði sem felst í félagsvæðingu í fjármálakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Sjá meira
Kreppan hefur varpað ljósi á nauðsyn róttækra breytinga á íslensku samfélagi. Undanfarna áratugi hefur ójöfnuður verið aukinn kerfisbundið með auknu fáveldi í íslenskum fjármálaheimi. Almenningur hefur verið miskunnarlaust féflettur með verðbótum og vaxtaokri á húsnæðislánum. Auðmenn koma hundraða milljarða gróða í skjól meðan enn stærri skuldum er velt yfir á almenning gegnum ríkissjóð, lífeyrissjóði og húsnæðisskuldir. Aukinn hagvöxtur mun að óbreyttu ekki bæta þetta ástand heldur þveröfugt.Skuldir heimilanna Nauðsynlegt er að létta á byrði heimilanna í landinu með því að taka kúfinn af húsnæðislánum sem hafa stökkbreyst í kreppunni um leið og greiðslugeta flestra hefur minnkað. Þó er enn þá mikilvægara að huga að nýju félagslegu kerfi til fjármögnunar húsnæðis fyrir almenning. Með því að hætta að sækja fé að láni á okurvöxtum á markaði til húsnæðislána en safna þess í stað samfélagslegu eigin fé til að lána til húsnæðiskaupa að vissu hámarki án vaxta og verðbóta er hægt að spara miklar greiðslur frá almenningi til auðmanna.Lífeyrissjóðir og framfærslutrygging Alþýðufylkingin vill vinna að samkomulagi um algera uppstokkun lífeyriskerfisins. Grundvöllur þess gæti verið nokkurra ára aðlögun að sömu lífeyrisréttindum fyrir alla sem fjármagnað væri gegnum skattkerfið með óverulegri sjóðsöfnun. Greiðslur í lífeyrissjóði verði stöðvaðar og hætt að þvinga fólk til að kaupa sér ótrygg lífeyrisréttindi með greiðslum í fjárfestingasjóði. Einfalda þarf lífeyriskerfið og koma á samræmdri framfærslutryggingu fyrir alla sem ekki geta unnið fyrir sér á vinnumarkaði.Velferð og aukin lífsgæði Alþýðufylkingin leggur sérstaka áherslu á að endurreisa velferðarkerfið og þá sérstaklega heilbrigðiskerfið. Byrjað verði á að draga til baka þann mikla niðurskurð sem átt hefur sér stað undanfarin ár og vinda ofan af einkarekstri og viðskiptavæðingu í kerfinu. Markmið heilbrigðiskerfisins á að vera aukið heilbrigði þjóðarinnar en ekki gróði auðfélaga af fjárfestingum og viðskiptum með þjónustu. Efling velferðarkerfisins verður aðeins kostuð með þeim samfélagslega sparnaði sem felst í félagsvæðingu í fjármálakerfinu.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun