Hvað ætlarðu að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Bolli Héðinsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Með lögum um gjaldeyrismál sem sett voru fyrir réttu ári skóp núverandi ríkisstjórn þá samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum föllnu viðskiptabankanna sem þjóðin nýtur nú í dag og allir stjórnmálaflokkar ætla sér að nýta á næsta kjörtímabili. Umræðan í samfélaginu minnir aftur á móti mest á bollaleggingar um hvernig eigi að ráðstafa stórum happdrættisvinningi eða þann ágæta leik sem kenndur er við frúna í Hamborg. Að vísu er kálið ekki sopið, en þegar tekst að semja við kröfuhafana, hvað á þá að gera við peningana? Verða það jafn margir milljarðar og þeir sem mestu lofa segja okkur? Er þeim örugglega best varið með því að lækka skuldir allra sem skulduðu árið 2008? Eða væri þeim betur varið í að reka sjúkrahúsin á Ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík, Neskaupstað og Vestmannaeyjum eða til að hækka bætur til öryrkja og einstæðra foreldra?Þreföldun barna- og vaxtabóta? Eins og málinu hefur verið stillt upp er eins og að sjálfsagt og eðlilegt sé að fjármununum verði varið í almenna skuldalækkun. Hvers vegna er þeim best varið svo? Er eitthvert vit í því að lækka skuldir moldríkra einstaklinga bara af því að þeir skulduðu árið 2008? Jafnvel þó svo skuldir allra skuldara verði lækkaðar um 10% verður þá ekki stór hópur áfram í vandræðum? Hvernig á að hjálpa þeim? Þarf ekki að láta sem mest renna til þeirra sem mest þurfa á skuldalækkunum að halda? Í óðagoti þeirra sem vilja skilyrðislausa skuldalækkun allra, jafnt þeirra sem hennar þurfa með og þeirra sem þurfa ekki á henni að halda, þá hefur algjörlega skort málefnalega umræðu um hvað kemur fólki best. Hvort það komi þeim ekki betur, sem eru í verulegum vandræðum, að fá hærri vaxtabætur og hærri barnabætur? Þær leiðir eru mun líklegri til að tryggja að fjármunirnir renni til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda og fleiri losni úr skuldaklafanum.Húseignir hækka í verði Forsendubresturinn (gengis- og vísitöluhækkunin) sem varð þegar lánin hækkuðu, mun með tíð og tíma leiða til þess að húseignirnar sem lánin hvíla á, hækka í verði. Þær munu einfaldlega hækka í verði vegna þeirrar verðbólgu sem forsendubresturinn olli. Þetta gerist ekki strax og það gerist ekki jafnt yfir línuna. Spurningin sem við hljótum þá að spyrja okkur er, eiga allir þeir einstaklingar sem fengu lánin sín lækkuð um 10% einnig að fá að njóta verðhækkunarinnar á húsnæðinu, af völdum sama forsendubrests, þegar þeir selja það? Og svo það sem flestir forðast að tala um, hvernig á að koma í veg fyrir að svona gerist aftur? Þurfum við að búast við að svona ríði yfir með reglulegu millibili? Meðan gjaldmiðillinn er króna, hvort sem hún er verðtryggð eða óverðtryggð, þá er eins líklegt að hamfarir með álíka forsendubresti og urðu 2008 hvolfist yfir okkur með reglubundnum hætti í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Með lögum um gjaldeyrismál sem sett voru fyrir réttu ári skóp núverandi ríkisstjórn þá samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum föllnu viðskiptabankanna sem þjóðin nýtur nú í dag og allir stjórnmálaflokkar ætla sér að nýta á næsta kjörtímabili. Umræðan í samfélaginu minnir aftur á móti mest á bollaleggingar um hvernig eigi að ráðstafa stórum happdrættisvinningi eða þann ágæta leik sem kenndur er við frúna í Hamborg. Að vísu er kálið ekki sopið, en þegar tekst að semja við kröfuhafana, hvað á þá að gera við peningana? Verða það jafn margir milljarðar og þeir sem mestu lofa segja okkur? Er þeim örugglega best varið með því að lækka skuldir allra sem skulduðu árið 2008? Eða væri þeim betur varið í að reka sjúkrahúsin á Ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík, Neskaupstað og Vestmannaeyjum eða til að hækka bætur til öryrkja og einstæðra foreldra?Þreföldun barna- og vaxtabóta? Eins og málinu hefur verið stillt upp er eins og að sjálfsagt og eðlilegt sé að fjármununum verði varið í almenna skuldalækkun. Hvers vegna er þeim best varið svo? Er eitthvert vit í því að lækka skuldir moldríkra einstaklinga bara af því að þeir skulduðu árið 2008? Jafnvel þó svo skuldir allra skuldara verði lækkaðar um 10% verður þá ekki stór hópur áfram í vandræðum? Hvernig á að hjálpa þeim? Þarf ekki að láta sem mest renna til þeirra sem mest þurfa á skuldalækkunum að halda? Í óðagoti þeirra sem vilja skilyrðislausa skuldalækkun allra, jafnt þeirra sem hennar þurfa með og þeirra sem þurfa ekki á henni að halda, þá hefur algjörlega skort málefnalega umræðu um hvað kemur fólki best. Hvort það komi þeim ekki betur, sem eru í verulegum vandræðum, að fá hærri vaxtabætur og hærri barnabætur? Þær leiðir eru mun líklegri til að tryggja að fjármunirnir renni til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda og fleiri losni úr skuldaklafanum.Húseignir hækka í verði Forsendubresturinn (gengis- og vísitöluhækkunin) sem varð þegar lánin hækkuðu, mun með tíð og tíma leiða til þess að húseignirnar sem lánin hvíla á, hækka í verði. Þær munu einfaldlega hækka í verði vegna þeirrar verðbólgu sem forsendubresturinn olli. Þetta gerist ekki strax og það gerist ekki jafnt yfir línuna. Spurningin sem við hljótum þá að spyrja okkur er, eiga allir þeir einstaklingar sem fengu lánin sín lækkuð um 10% einnig að fá að njóta verðhækkunarinnar á húsnæðinu, af völdum sama forsendubrests, þegar þeir selja það? Og svo það sem flestir forðast að tala um, hvernig á að koma í veg fyrir að svona gerist aftur? Þurfum við að búast við að svona ríði yfir með reglulegu millibili? Meðan gjaldmiðillinn er króna, hvort sem hún er verðtryggð eða óverðtryggð, þá er eins líklegt að hamfarir með álíka forsendubresti og urðu 2008 hvolfist yfir okkur með reglubundnum hætti í framtíðinni.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun