Nýting skógarfugla Gylfi Magnússon skrifar 23. apríl 2013 06:00 Umræðan um að nýta eignir erlendra aðila til hagsbóta fyrir Íslendinga með húsnæðislán er nokkuð sérstæð. Gefin hafa verið ýmis loðin fyrirheit en mörgum spurningum er ósvarað. Um þetta er eftirfarandi að segja. Í fyrsta lagi er ekki á vísan að róa. Óvíst er að hægt verði að ná samningum um uppgjör þrotabúa gömlu bankanna, snjóhengjuna og afnám gjaldeyrishafta sem skila ríkissjóði (eða Seðlabanka) umtalsverðum fjármunum, í krónum. Það er þó alls ekki útilokað. Fordæmin eru m.a. Avens samningurinn svokallaði frá árinu 2010. Hér væri þó um mun flóknari samninga að ræða og hærri upphæðir. Sóknarfæri ríkissjóðs í slíkum samningum byggja á þeirri sorglegu staðreynd að útlendingum er almennt enn meira í nöp við krónuna en Íslendingum. Því geta allir haft hag af samningum. Það þarf samninga. Fyrirheit um eignaupptöku, afturvirka skattlagningu og því um líkt eru merkingarlaus af þeirri einföldu ástæðu að auðvelt væri að verjast slíku með aðstoð dómsstóla. Það myndi engu skila nema margra ára töf. Skiptir þá engu þótt e.t.v. sé hægt að magna upp andúð á andlitslausum útlendingum meðal almennings, m.a. líkja þeim við hræfugla. Í öðru lagi er ekki sjálfgefið hvernig á að verja slíku fé, þegar og ef það skilar sér. Þar skipta sömu sjónarmið máli og þegar fjallað er um aðrar tekjur ríkissjóðs. Hægt er að verja þeim til að bæta heilbrigðiskerfið, menntakerfið, vegakerfið o.s.frv., lækka skatta eða lækka skuldir hins opinbera. Svo er auðvitað hægt að lækka skuldir tiltekinna þjóðfélagshópa eins og ýmsir leggja nú til.Eignalítið fólk varð verst úti Of snemmt er að ákveða slíkt nú, ekkert frekar en það er tímabært að ráðstafa hugsanlegum olíuauð Íslendinga. Þó verður að benda á að flöt lækkun húsnæðisskulda er mjög ómarkviss og ósanngjörn nýting opinberra fjármuna. Hún rennur eðli máls skv. að stærstum hluta til hátekjufólks á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru skuldirnar mestar. Þar er hins vegar ekki vandinn mestur. Standi pólitískur vilji til þess að nota almannafé til að taka enn frekar á vanda skuldsettra heimila sem urðu illa úti í sviptingum undanfarinna ára væri mun markvissara og eðlilegra að gera það með aðgerðum sem styddu þrengri hóp, sérstaklega eignalítið lág- og meðaltekjufólk sem keypti sitt fyrsta húsnæði á árunum 2004 til 2008. Sá hópur varð verst úti vegna húsnæðisbólunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Umræðan um að nýta eignir erlendra aðila til hagsbóta fyrir Íslendinga með húsnæðislán er nokkuð sérstæð. Gefin hafa verið ýmis loðin fyrirheit en mörgum spurningum er ósvarað. Um þetta er eftirfarandi að segja. Í fyrsta lagi er ekki á vísan að róa. Óvíst er að hægt verði að ná samningum um uppgjör þrotabúa gömlu bankanna, snjóhengjuna og afnám gjaldeyrishafta sem skila ríkissjóði (eða Seðlabanka) umtalsverðum fjármunum, í krónum. Það er þó alls ekki útilokað. Fordæmin eru m.a. Avens samningurinn svokallaði frá árinu 2010. Hér væri þó um mun flóknari samninga að ræða og hærri upphæðir. Sóknarfæri ríkissjóðs í slíkum samningum byggja á þeirri sorglegu staðreynd að útlendingum er almennt enn meira í nöp við krónuna en Íslendingum. Því geta allir haft hag af samningum. Það þarf samninga. Fyrirheit um eignaupptöku, afturvirka skattlagningu og því um líkt eru merkingarlaus af þeirri einföldu ástæðu að auðvelt væri að verjast slíku með aðstoð dómsstóla. Það myndi engu skila nema margra ára töf. Skiptir þá engu þótt e.t.v. sé hægt að magna upp andúð á andlitslausum útlendingum meðal almennings, m.a. líkja þeim við hræfugla. Í öðru lagi er ekki sjálfgefið hvernig á að verja slíku fé, þegar og ef það skilar sér. Þar skipta sömu sjónarmið máli og þegar fjallað er um aðrar tekjur ríkissjóðs. Hægt er að verja þeim til að bæta heilbrigðiskerfið, menntakerfið, vegakerfið o.s.frv., lækka skatta eða lækka skuldir hins opinbera. Svo er auðvitað hægt að lækka skuldir tiltekinna þjóðfélagshópa eins og ýmsir leggja nú til.Eignalítið fólk varð verst úti Of snemmt er að ákveða slíkt nú, ekkert frekar en það er tímabært að ráðstafa hugsanlegum olíuauð Íslendinga. Þó verður að benda á að flöt lækkun húsnæðisskulda er mjög ómarkviss og ósanngjörn nýting opinberra fjármuna. Hún rennur eðli máls skv. að stærstum hluta til hátekjufólks á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru skuldirnar mestar. Þar er hins vegar ekki vandinn mestur. Standi pólitískur vilji til þess að nota almannafé til að taka enn frekar á vanda skuldsettra heimila sem urðu illa úti í sviptingum undanfarinna ára væri mun markvissara og eðlilegra að gera það með aðgerðum sem styddu þrengri hóp, sérstaklega eignalítið lág- og meðaltekjufólk sem keypti sitt fyrsta húsnæði á árunum 2004 til 2008. Sá hópur varð verst úti vegna húsnæðisbólunnar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar