Árangur í efnahagsmálum Ólafur Ingi Guðmundsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 Í aðdraganda alþingiskosninga má heyra ýmsar vangaveltur og hugleiðingar um efnahagsmál og árangur ríkisstjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. Á þeim tímapunkti er ekki úr vegi að fara yfir nokkur mál og skýra á greinargóðan hátt frá þeim. Vissuð þið að hagvöxtur er á uppleið í íslensku samfélagi? Á síðasta ári var hagvöxtur 2,2% sem er sami hagvöxtur og var í Bandaríkjunum en talsvert meiri hagvöxtur en helstu samanburðarlönd okkar geta státað sig af um þessi misseri. Samdráttur varð í Danmörku, Bretlandi og Finnlandi. Hagvaxtarspáin fyrir árið 2013 er 2,1% sem er helmingi meiri hagvöxtur en spáð er fyrir helstu viðskiptalönd Ísland. Síðan er áætlað að kippur muni koma í hagvöxtinn skv. spám og stefnir í 3,5% hagvöxt árið 2014 og 3,9% hagvöxt árið 2015. Vissuð þið að verðbólga hefur minnkað umtalsvert frá hruni? Hún er nú einungis þriðjungur af því sem hún var á árinu 2009. Verðbólgan var á síðasta ári 5,2% en nýjustu tölur segja að hún sé nú um 3,9%. Seðlabankinn spáir því svo fyrir 2013 að verðbólgan verði 3,8%, 2,8% árið 2014 og fyrir 2015 verði hún 2,5%. Spár gefa því til kynna að verðbólgan sé á niðurleið en mjög erfitt er að spá fyrir um slíkt vegna gjaldmiðilsins og gengisþróunar. Krónan er því óvissuþátturinn, sem er ekkert nýtt í sögu lands og þjóðar. Enn fremur er áhugavert að benda á að skuldatryggingaálag á ríkissjóð hefur ekki verið jafn lágt frá miðju ári 2008, eða áður en hrunið átti sér stað.Minnkandi atvinnuleysi – aukinn kaupmáttur Vissuð þið að atvinnuleysi fer minnkandi á Íslandi? Atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming frá hruni. Atvinnuleysi á síðasta ári var 5,8% og samkvæmt nýjustu tölum er atvinnuleysi um 5,5%. Horfurnar eru jákvæðar en spáð er 4,8% atvinnuleysi á þessu ári en síðan 4,3% árið 2014 og 4,2% atvinnuleysi árið 2015. Hér hefur átak á borð við ungt fólk til athafna, atvinnu með stuðningi og liðsstyrk skipt miklu máli fyrir fólk til að koma undir sig fótunum á ný og finna sér farveg á vinnumarkaðnum. Atvinnuleysi er því á niðurleið og er talsvert minna atvinnuleysi hér á landi en það sem helstu samanburðarlönd okkar glíma við. Starfandi fólki hefur svo haldið áfram að fjölga en fjölgunin á síðasta ársfjórðungi er mesta fjölgun á fjórðungi frá því á sama fjórðungi árið 2007. Fleiri starfandi konur eru á vinnumarkaði núna en voru fyrir hrun. Atvinnulausum einstaklingum hefur fækkað um meira en 10.000 manns síðan ríkisstjórnin tók við völdum í maí 2012. Skv. Hagstofunni voru í maí 2009 20.600 atvinnulausir og um 11,2% mælt atvinnuleysi. En í des 2012 voru 10.100 atvinnulausir og um 5% mælt atvinnuleysi. Á sama tíma er mjög áhugavert að skoða mannfjöldatölur frá Hagstofunni en þar kemur fram að árið 2009 voru 319.368 landsmenn skráðir hér á landi. Um áramótin 2012/2013 voru landsmenn 321.857, þannig að sögur um gríðarlegan landflótta eru orðum auknar. Vissulega hefur ungt fólk lagt land undir fót í auknum mæli vegna aðstæðna en full ástæða er til bjartsýni á endurkomu þeirra eftir því sem íslenskt efnahagslíf styrkir sig í sessi. Vissuð þið að kaupmáttur hefur aukist og þannig hafa landsmenn fengið auknar ráðstöfunartekjur? Kaupmáttur hefur aukist tvö ár í röð og sé tímabilið 2008-2010 borið saman við 2009-2011 sést að ráðstöfunartekjur heimila hafa hækkað meira en neysluútgjöld þeirra. Þannig hefur skattastefna ríkisstjórnarinnar jafnað kjör landsmanna og þeim tekjulægri hlíft á kostnað þeirra tekjuhærri.Fjárlagahallinn að hverfa Vissuð þið að ríkisfjármálin hafa stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili og ótrúlegur árangur náðst við erfiðar aðstæður? Árið 2008 nam halli ríkissjóðs 216 milljörðum króna og á síðustu árum hefur hann farið hratt lækkandi. Á síðasta ári var ríkishallinn 21 milljarður kr. og á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að hann verði innan við 3,7 milljarða króna. Þannig má gera sér raunhæfar væntingar um að á næstu árum verði ríkissjóður rekinn með afgangi og þá verði mögulegt að lækka skuldir og afborganir ríkissjóðs hratt niður. Við jafnaðarmenn erum stoltir af árangrinum en um leið raunsæir og fyrstir allra til að viðurkenna að enn er mikið verk óunnið. Við erum ekki sáttir við stöðuna eins og hún er nú og bjóðum einu raunhæfu leiðina áfram en óttumst yfirboð óábyrgra stjórnmálaflokka í kosningaham sem tefla í tvísýnu árangrinum sem þjóðin hefur náð á erfiðum tímum. Gleymum því ekki 27. apríl þegar við veljum þá flokka sem við teljum best til þess komna til að leiða landið næstu fjögur ár. Ólafur Ingi Guðmundsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda alþingiskosninga má heyra ýmsar vangaveltur og hugleiðingar um efnahagsmál og árangur ríkisstjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. Á þeim tímapunkti er ekki úr vegi að fara yfir nokkur mál og skýra á greinargóðan hátt frá þeim. Vissuð þið að hagvöxtur er á uppleið í íslensku samfélagi? Á síðasta ári var hagvöxtur 2,2% sem er sami hagvöxtur og var í Bandaríkjunum en talsvert meiri hagvöxtur en helstu samanburðarlönd okkar geta státað sig af um þessi misseri. Samdráttur varð í Danmörku, Bretlandi og Finnlandi. Hagvaxtarspáin fyrir árið 2013 er 2,1% sem er helmingi meiri hagvöxtur en spáð er fyrir helstu viðskiptalönd Ísland. Síðan er áætlað að kippur muni koma í hagvöxtinn skv. spám og stefnir í 3,5% hagvöxt árið 2014 og 3,9% hagvöxt árið 2015. Vissuð þið að verðbólga hefur minnkað umtalsvert frá hruni? Hún er nú einungis þriðjungur af því sem hún var á árinu 2009. Verðbólgan var á síðasta ári 5,2% en nýjustu tölur segja að hún sé nú um 3,9%. Seðlabankinn spáir því svo fyrir 2013 að verðbólgan verði 3,8%, 2,8% árið 2014 og fyrir 2015 verði hún 2,5%. Spár gefa því til kynna að verðbólgan sé á niðurleið en mjög erfitt er að spá fyrir um slíkt vegna gjaldmiðilsins og gengisþróunar. Krónan er því óvissuþátturinn, sem er ekkert nýtt í sögu lands og þjóðar. Enn fremur er áhugavert að benda á að skuldatryggingaálag á ríkissjóð hefur ekki verið jafn lágt frá miðju ári 2008, eða áður en hrunið átti sér stað.Minnkandi atvinnuleysi – aukinn kaupmáttur Vissuð þið að atvinnuleysi fer minnkandi á Íslandi? Atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming frá hruni. Atvinnuleysi á síðasta ári var 5,8% og samkvæmt nýjustu tölum er atvinnuleysi um 5,5%. Horfurnar eru jákvæðar en spáð er 4,8% atvinnuleysi á þessu ári en síðan 4,3% árið 2014 og 4,2% atvinnuleysi árið 2015. Hér hefur átak á borð við ungt fólk til athafna, atvinnu með stuðningi og liðsstyrk skipt miklu máli fyrir fólk til að koma undir sig fótunum á ný og finna sér farveg á vinnumarkaðnum. Atvinnuleysi er því á niðurleið og er talsvert minna atvinnuleysi hér á landi en það sem helstu samanburðarlönd okkar glíma við. Starfandi fólki hefur svo haldið áfram að fjölga en fjölgunin á síðasta ársfjórðungi er mesta fjölgun á fjórðungi frá því á sama fjórðungi árið 2007. Fleiri starfandi konur eru á vinnumarkaði núna en voru fyrir hrun. Atvinnulausum einstaklingum hefur fækkað um meira en 10.000 manns síðan ríkisstjórnin tók við völdum í maí 2012. Skv. Hagstofunni voru í maí 2009 20.600 atvinnulausir og um 11,2% mælt atvinnuleysi. En í des 2012 voru 10.100 atvinnulausir og um 5% mælt atvinnuleysi. Á sama tíma er mjög áhugavert að skoða mannfjöldatölur frá Hagstofunni en þar kemur fram að árið 2009 voru 319.368 landsmenn skráðir hér á landi. Um áramótin 2012/2013 voru landsmenn 321.857, þannig að sögur um gríðarlegan landflótta eru orðum auknar. Vissulega hefur ungt fólk lagt land undir fót í auknum mæli vegna aðstæðna en full ástæða er til bjartsýni á endurkomu þeirra eftir því sem íslenskt efnahagslíf styrkir sig í sessi. Vissuð þið að kaupmáttur hefur aukist og þannig hafa landsmenn fengið auknar ráðstöfunartekjur? Kaupmáttur hefur aukist tvö ár í röð og sé tímabilið 2008-2010 borið saman við 2009-2011 sést að ráðstöfunartekjur heimila hafa hækkað meira en neysluútgjöld þeirra. Þannig hefur skattastefna ríkisstjórnarinnar jafnað kjör landsmanna og þeim tekjulægri hlíft á kostnað þeirra tekjuhærri.Fjárlagahallinn að hverfa Vissuð þið að ríkisfjármálin hafa stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili og ótrúlegur árangur náðst við erfiðar aðstæður? Árið 2008 nam halli ríkissjóðs 216 milljörðum króna og á síðustu árum hefur hann farið hratt lækkandi. Á síðasta ári var ríkishallinn 21 milljarður kr. og á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að hann verði innan við 3,7 milljarða króna. Þannig má gera sér raunhæfar væntingar um að á næstu árum verði ríkissjóður rekinn með afgangi og þá verði mögulegt að lækka skuldir og afborganir ríkissjóðs hratt niður. Við jafnaðarmenn erum stoltir af árangrinum en um leið raunsæir og fyrstir allra til að viðurkenna að enn er mikið verk óunnið. Við erum ekki sáttir við stöðuna eins og hún er nú og bjóðum einu raunhæfu leiðina áfram en óttumst yfirboð óábyrgra stjórnmálaflokka í kosningaham sem tefla í tvísýnu árangrinum sem þjóðin hefur náð á erfiðum tímum. Gleymum því ekki 27. apríl þegar við veljum þá flokka sem við teljum best til þess komna til að leiða landið næstu fjögur ár. Ólafur Ingi Guðmundsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun