Innihaldsríkt samstarf skóla og heimila Ragnar Þorsteinsson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Um þessar mundir eru 30 ár síðan foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík stofnuðu með sér samtök, SAMFOK, með það m.a. að markmiði að standa vörð um réttindi barna til menntunar og beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf. Á stofnárinu 1983 var grunnskólinn rekinn af ríkinu og samstarf skóla og heimila var í þeim formlegu skorðum sem það hafði verið áratugum saman. Skólinn sá um námið og foreldrarnir um uppeldið. Heimanámið var brúin á milli og foreldrafundir voru einu sinni til tvisvar á ári. Það var ekki fyrr en með grunnskólalögum frá 1995 að aðkoma foreldra að skólastarfi varð lögbundin. Stofnuð voru foreldraráð við hvern skóla sem fengu það hlutverk að fjalla um og gefa umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem vörðuðu skólastarfið. Eins og jafnan gerist við grundvallarbreytingar þá eru uppi ýmsar skoðanir um ágæti hlutanna og eins var það við þessa breytingu. Sótt var á og spyrnt á móti til skiptis. SAMFOK gegndi á þessum tíma afar mikilvægu hlutverki og vann ötullega að málefnalegu samstarfi foreldra og grunnskóla borgarinnar. Traust samstarf tókst á milli skólayfirvalda í Reykjavík og SAMFOK og hefur allar götur síðan verið hið ágætasta. Í dag lítur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar á foreldrasamtökin sem helsta bandamann í því sameiginlega verkefni að öllum börnum og ungmennum líði vel, fari stöðugt fram og öðlist menntun fyrir líf og starf.Áhrif foreldra eru mikil Margar rannsóknir hafa á liðnum árum verið gerðar á gildi samstarfs skólaforeldra og grunnskóla. Þær hafa leitt í ljós að áhrif foreldra á námsárangur barna eru mun meiri en almennt var talið. Það eru fyrst og fremst umræður á heimilinu og viðhorf foreldra til menntunar og náms sem vega þungt. Þar er verið að tala um væntingar foreldra til barna sinna, áhuga þeirra á daglegu starfi þeirra, skólastarfinu almennt, stuðningi þeirra og hvatningu. Góðir skólaforeldrar hafa ekki aðeins mikil áhrif á námsárangur barna sinna heldur líður börnum þeirra betur í skólanum og þau eiga mun sjaldnar við hegðunarvandamál að etja. Sýnt hefur verið fram á að það sem einkum skilur á milli barna sem vegnar vel í skóla og hinna sem vegnar ekki nægilega vel er hvernig foreldrar þeirra gegna hlutverki sínu sem skólaforeldrar. Forsenda þess að foreldrar geti rætt um skólastarfið, stutt barnið sitt og haft raunhæfar væntingar er að þeir þekki daglegt skólastarf vel og eigi raunverulega hlutdeild í því. Það nægir ekki að foreldrar séu gestir í skólanum, fái upplýsingar þaðan og taki þátt í félagsstarfinu heldur eiga þeir að upplifa skólann sem samstarfsaðila um velferð barnsins. Skólinn og foreldrar bera sameiginlega ábyrgð. Eitt mikilvægasta hlutverk skólans er því að finna leiðir til að veita öllum foreldrum hlutdeild í námi barna þeirra á uppbyggilegum forsendum. Mikilvægt er að skólinn horfist í augu við þá staðreynd að hann er hluti fjölmenningarsamfélags í víðum skilningi þess orðs. Fjölskyldur eru ólíkar og hafa ólíkar væntingar og viðhorf til skólans.Styðjum börnin okkar markvisst Því hefur verið haldið fram á að skólinn hafi meðvitað eða ómeðvitað haldið foreldrum of mikið utan við allar mikilvægar ákvarðanir og að of margir foreldrar séu þakklátir fyrir að þurfa ekki að hafa of mikil afskipti af skólastarfinu. Ef slíkt verklag er við lýði fá nemendur ekki þann stuðning sem þeir þurfa og enginn getur betur gefið en foreldrar þeirra. Þeir eru sannarlega mikilvægustu stuðningsaðilar barna sinna og þurfa því að eiga virka hlutdeild í skólalífi þeirra. Í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 er áhersla lögð á foreldrasamstarf sem byggir á lýðræði og fjölbreytni. Markmiðið er að skólaforeldrar séu virkir þátttakendur, ábyrgir og upplýstir. Allir grunnskólar Reykjavíkur setja sér áætlun um samstarf skóla og skólaforeldra til að tryggja að það sé markvisst og í skilgreindum farvegi. Ég hvet foreldra allra grunnskólabarna og skólafólk til að taka höndum saman og standa vörð um velferð og nám barna og ungmenna í grunnskólum Reykjavíkur. Á 30 ára afmæli SAMFOK hef ég þær væntingar að innihaldsríkt samstarf skóla og heimila um velferð barna og ungmenna haldi áfram að styrkjast og að foreldrasamtökin og Reykjavíkurborg eigi fyrir höndum farsælt samstarf til langrar framtíðar. Á þessum tímamótum í starfi SAMFOK vil ég fyrir hönd skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þakka fyrir gefandi samstarf á liðnum árum um leið og ég óska samtökunum velfarnaðar í allri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru 30 ár síðan foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík stofnuðu með sér samtök, SAMFOK, með það m.a. að markmiði að standa vörð um réttindi barna til menntunar og beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf. Á stofnárinu 1983 var grunnskólinn rekinn af ríkinu og samstarf skóla og heimila var í þeim formlegu skorðum sem það hafði verið áratugum saman. Skólinn sá um námið og foreldrarnir um uppeldið. Heimanámið var brúin á milli og foreldrafundir voru einu sinni til tvisvar á ári. Það var ekki fyrr en með grunnskólalögum frá 1995 að aðkoma foreldra að skólastarfi varð lögbundin. Stofnuð voru foreldraráð við hvern skóla sem fengu það hlutverk að fjalla um og gefa umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem vörðuðu skólastarfið. Eins og jafnan gerist við grundvallarbreytingar þá eru uppi ýmsar skoðanir um ágæti hlutanna og eins var það við þessa breytingu. Sótt var á og spyrnt á móti til skiptis. SAMFOK gegndi á þessum tíma afar mikilvægu hlutverki og vann ötullega að málefnalegu samstarfi foreldra og grunnskóla borgarinnar. Traust samstarf tókst á milli skólayfirvalda í Reykjavík og SAMFOK og hefur allar götur síðan verið hið ágætasta. Í dag lítur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar á foreldrasamtökin sem helsta bandamann í því sameiginlega verkefni að öllum börnum og ungmennum líði vel, fari stöðugt fram og öðlist menntun fyrir líf og starf.Áhrif foreldra eru mikil Margar rannsóknir hafa á liðnum árum verið gerðar á gildi samstarfs skólaforeldra og grunnskóla. Þær hafa leitt í ljós að áhrif foreldra á námsárangur barna eru mun meiri en almennt var talið. Það eru fyrst og fremst umræður á heimilinu og viðhorf foreldra til menntunar og náms sem vega þungt. Þar er verið að tala um væntingar foreldra til barna sinna, áhuga þeirra á daglegu starfi þeirra, skólastarfinu almennt, stuðningi þeirra og hvatningu. Góðir skólaforeldrar hafa ekki aðeins mikil áhrif á námsárangur barna sinna heldur líður börnum þeirra betur í skólanum og þau eiga mun sjaldnar við hegðunarvandamál að etja. Sýnt hefur verið fram á að það sem einkum skilur á milli barna sem vegnar vel í skóla og hinna sem vegnar ekki nægilega vel er hvernig foreldrar þeirra gegna hlutverki sínu sem skólaforeldrar. Forsenda þess að foreldrar geti rætt um skólastarfið, stutt barnið sitt og haft raunhæfar væntingar er að þeir þekki daglegt skólastarf vel og eigi raunverulega hlutdeild í því. Það nægir ekki að foreldrar séu gestir í skólanum, fái upplýsingar þaðan og taki þátt í félagsstarfinu heldur eiga þeir að upplifa skólann sem samstarfsaðila um velferð barnsins. Skólinn og foreldrar bera sameiginlega ábyrgð. Eitt mikilvægasta hlutverk skólans er því að finna leiðir til að veita öllum foreldrum hlutdeild í námi barna þeirra á uppbyggilegum forsendum. Mikilvægt er að skólinn horfist í augu við þá staðreynd að hann er hluti fjölmenningarsamfélags í víðum skilningi þess orðs. Fjölskyldur eru ólíkar og hafa ólíkar væntingar og viðhorf til skólans.Styðjum börnin okkar markvisst Því hefur verið haldið fram á að skólinn hafi meðvitað eða ómeðvitað haldið foreldrum of mikið utan við allar mikilvægar ákvarðanir og að of margir foreldrar séu þakklátir fyrir að þurfa ekki að hafa of mikil afskipti af skólastarfinu. Ef slíkt verklag er við lýði fá nemendur ekki þann stuðning sem þeir þurfa og enginn getur betur gefið en foreldrar þeirra. Þeir eru sannarlega mikilvægustu stuðningsaðilar barna sinna og þurfa því að eiga virka hlutdeild í skólalífi þeirra. Í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 er áhersla lögð á foreldrasamstarf sem byggir á lýðræði og fjölbreytni. Markmiðið er að skólaforeldrar séu virkir þátttakendur, ábyrgir og upplýstir. Allir grunnskólar Reykjavíkur setja sér áætlun um samstarf skóla og skólaforeldra til að tryggja að það sé markvisst og í skilgreindum farvegi. Ég hvet foreldra allra grunnskólabarna og skólafólk til að taka höndum saman og standa vörð um velferð og nám barna og ungmenna í grunnskólum Reykjavíkur. Á 30 ára afmæli SAMFOK hef ég þær væntingar að innihaldsríkt samstarf skóla og heimila um velferð barna og ungmenna haldi áfram að styrkjast og að foreldrasamtökin og Reykjavíkurborg eigi fyrir höndum farsælt samstarf til langrar framtíðar. Á þessum tímamótum í starfi SAMFOK vil ég fyrir hönd skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þakka fyrir gefandi samstarf á liðnum árum um leið og ég óska samtökunum velfarnaðar í allri framtíð.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun