Núðlusúpa eða spagettí? Upprætum fátækt Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 19. apríl 2013 06:00 Réttlæti ræður ekki ríkjum á Íslandi. Ekki heldur jöfnuður. Sumir Íslendingar eru svo fátækir að þeir verða að skilja mjólkurlítrann eftir í búðinni af því að peningarnir duga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Síðustu tíu daga mánaðarins eru borðaðar núðlusúpur og spagettí með tómatsósu. Fjöldi fólks vinnur hörðum höndum alla ævi án þess að eiga fyrir salti í grautinn. Á meðan taka vel stæðir landar þeirra þátt í keppni á Facebook um að vinna iPod eða utanlandsferð. Skoðum þrjár stoðir í stefnu Pírata sem geta aukið jöfnuð og bætt kjör almennings; beint lýðræði, frjálst internet, gagnsæi. Beint lýðræði færir öllum, ekki bara sumum, aðgang að því að móta stefnu í stóru málunum. Það er eina leiðin til að tryggja að fátækir ráði einhverju um efnahags-, velferðar-, heilbrigðis- og menntamál. Ég varð Pírati út af því að áhersla á lárétt lýðræði (en ekki lóðrétt) er eina pólitíkin sem getur skilað okkur verulega góðu samfélagi. Píratar hafa m.a.s. samið kosningakerfi á internetinu til að prófreyna ákvarðanatöku með þessum hætti. Lárétt lýðræði leggur ábyrgð á okkar herðar en færir okkur líka réttinn til ákvarðanatöku í samfélagsmálum. Væri það ekki dásamlegt að geta sagt: „Ég tók þátt í að móta þessa stefnu“ í staðinn fyrir að segja „þeir eru allir jafn vitlausir þessir stjórnmálamenn“. Mér finnst það.Jöfnunartæki Netið er jöfnunartæki svo fremi okkur takist að verja það fyrir árásum þeirra sem vilja koma böndum á það. Það er annað heimili ört vaxandi fjölda fólks og þangað er til að mynda hægt að sækja sér margvíslega menntun á eigin forsendum og án þess að taka námslán. Píratar beita sér fyrir opinni, fjölbreyttri og vandaðri menntun og námsgögnum, á internetinu og annars staðar. Netið er líka gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir efnahaginn. Við erum svo fá að við gætum sem þjóð þegið stóran hluta af tekjum okkar af internetinu og með því að vera netvænt land. Við gætum upprætt fátækt með skynsamlegri ráðstöfun þessara tekna. Loks er internetið besti hugsanlegur vettvangur til að verjast hvers kyns kúgun og öðru ofbeldi, og til að bæta heiminn. Þess vegna er okkur Pírötum svona annt um friðhelgi einkalífsins á internetinu. Ég ólst upp í fátækri fjölskyldu. Ég er fyrir löngu búin að átta mig á því að vitneskja er vald og að án hennar er erfitt að brjóta fjötrana sem viðhalda þessum óboðna gesti. Afkoma fjölda Íslendinga er fáránlega rýr. Sjálfbær endurnýjun stéttskiptingar er í fullum blóma og fátækt er hætt að vera fréttnæm svo neinu nemi. Ætlum við bara að sætta okkur við hana? Píratar berjast fyrir því að allir viti hvað er að gerast á Alþingi, stofnunum, bönkum og fyrirtækjum sem geta með ákvörðunum sínum þurrkað út heil byggðarlög. Við upprætum fátækt þegar við fáum upplýsingar, aðgang að ákvörðunum og aðrir hætta að geta möndlað með okkar mál eins og þeim sýnist í leynd bak við luktar dyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Réttlæti ræður ekki ríkjum á Íslandi. Ekki heldur jöfnuður. Sumir Íslendingar eru svo fátækir að þeir verða að skilja mjólkurlítrann eftir í búðinni af því að peningarnir duga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Síðustu tíu daga mánaðarins eru borðaðar núðlusúpur og spagettí með tómatsósu. Fjöldi fólks vinnur hörðum höndum alla ævi án þess að eiga fyrir salti í grautinn. Á meðan taka vel stæðir landar þeirra þátt í keppni á Facebook um að vinna iPod eða utanlandsferð. Skoðum þrjár stoðir í stefnu Pírata sem geta aukið jöfnuð og bætt kjör almennings; beint lýðræði, frjálst internet, gagnsæi. Beint lýðræði færir öllum, ekki bara sumum, aðgang að því að móta stefnu í stóru málunum. Það er eina leiðin til að tryggja að fátækir ráði einhverju um efnahags-, velferðar-, heilbrigðis- og menntamál. Ég varð Pírati út af því að áhersla á lárétt lýðræði (en ekki lóðrétt) er eina pólitíkin sem getur skilað okkur verulega góðu samfélagi. Píratar hafa m.a.s. samið kosningakerfi á internetinu til að prófreyna ákvarðanatöku með þessum hætti. Lárétt lýðræði leggur ábyrgð á okkar herðar en færir okkur líka réttinn til ákvarðanatöku í samfélagsmálum. Væri það ekki dásamlegt að geta sagt: „Ég tók þátt í að móta þessa stefnu“ í staðinn fyrir að segja „þeir eru allir jafn vitlausir þessir stjórnmálamenn“. Mér finnst það.Jöfnunartæki Netið er jöfnunartæki svo fremi okkur takist að verja það fyrir árásum þeirra sem vilja koma böndum á það. Það er annað heimili ört vaxandi fjölda fólks og þangað er til að mynda hægt að sækja sér margvíslega menntun á eigin forsendum og án þess að taka námslán. Píratar beita sér fyrir opinni, fjölbreyttri og vandaðri menntun og námsgögnum, á internetinu og annars staðar. Netið er líka gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir efnahaginn. Við erum svo fá að við gætum sem þjóð þegið stóran hluta af tekjum okkar af internetinu og með því að vera netvænt land. Við gætum upprætt fátækt með skynsamlegri ráðstöfun þessara tekna. Loks er internetið besti hugsanlegur vettvangur til að verjast hvers kyns kúgun og öðru ofbeldi, og til að bæta heiminn. Þess vegna er okkur Pírötum svona annt um friðhelgi einkalífsins á internetinu. Ég ólst upp í fátækri fjölskyldu. Ég er fyrir löngu búin að átta mig á því að vitneskja er vald og að án hennar er erfitt að brjóta fjötrana sem viðhalda þessum óboðna gesti. Afkoma fjölda Íslendinga er fáránlega rýr. Sjálfbær endurnýjun stéttskiptingar er í fullum blóma og fátækt er hætt að vera fréttnæm svo neinu nemi. Ætlum við bara að sætta okkur við hana? Píratar berjast fyrir því að allir viti hvað er að gerast á Alþingi, stofnunum, bönkum og fyrirtækjum sem geta með ákvörðunum sínum þurrkað út heil byggðarlög. Við upprætum fátækt þegar við fáum upplýsingar, aðgang að ákvörðunum og aðrir hætta að geta möndlað með okkar mál eins og þeim sýnist í leynd bak við luktar dyr.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun