Jón eða séra Jón Hildur Sif Thorarensen skrifar 18. apríl 2013 06:00 Mín lífspeki hefur lengi byggst á þeirri hugmyndafræði að enginn sé betri en annar, hvort sem hann er þjóðþekktur, ókunnur, ríkur, fátækur, ungur eða gamall. Fyrir mér er allt fólk jafnt á grundvelli þess að við erum öll þátttakendur í sama þjóðfélagi. Nú hef ég hins vegar rekið mig á að meira að segja lögin gera upp á milli manna. Sem dæmi má nefna að eftirfarandi setning er tekin úr lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 2. gr.: „Lög þessi taka ekki til forseta Íslands, ráðherra eða alþingismanna. Lögin taka til hæstaréttardómara og héraðsdómara eftir því sem við getur átt.“ Í þessum tilteknu lögum er tekið á ýmsu, stundvísi, dagsetningu launagreiðsla, uppsögn við 70 ára aldur og fleira. Sökum þessarar aldursskilgreiningar ákvað ég hins vegar að fletta upp nokkrum frambjóðendum og við þá rannsókn komst ég að því að töluverður fjöldi þeirra sem eru í framboði verða 70 ára á kjörtímabilinu. Það sama gildir um forsetann okkar, hann á stórafmæli í maí, og forsætisráðherrann varð sjötugur í fyrra. Ég tel ekkert að því að menn vinni áfram þótt þeir séu komnir á aldur, hafi þeir getu og áhuga á því. Það sem mér þykir hins vegar athugavert er að gert er upp á milli manna eftir því hvers konar ríkisstarfi þeir sinna og vissum hópi er gert hærra undir höfði en öðrum. Nú eru til staðar ýmsar tekjuskerðingar og lög sem koma í veg fyrir að fullfrískt fólk sem hefur löngun til að vinna part úr degi geti gert það. Að banna fólki að taka þátt í þjóðfélaginu er að mínu mati frelsissvipting og ekki bara það heldur stuðlar hún að einangrun og verra samfélagi. Það eru ekki mjög mörg ár síðan ég var barn en á þeim tíma sá ég meira eldra fólk við afgreiðslustörf og önnur störf. Mér þótti vænt um það og mér þótti það gott því þetta eldra fólk var oft umburðarlyndara og þolinmóðara gagnvart barninu mér, sem var ekki alltaf með alveg á hreinu hvað það var sem amma hafði beðið mig um að kaupa. Fjölbreytt þjóðfélag er betra þjóðfélag, það stuðlar að samkennd og vináttu. Við megum ekki gleyma að staldra við, draga andann og njóta þess að vera í þessu samfélagi með öllu þessu mismunandi fólki. Við erum öll jafningjar og það á ekki að setja einn né neinn fram yfir annan. Sem pírati vil ég stuðla að þessu. Sem manneskja vil ég stuðla að þessu. Ég vona að óháð hvaða stöðu ég gegni muni ókunnugir halda áfram að gefa sig á tal við mig og lýsa áhyggjum sínum eða ánægjustundum. Ég vona að ég fái áfram að vera hluti af þessari heild en verði ekki sett á stall og fólk hætti að þora að nálgast mig. Ég hlakka til að vinna með ykkur og berjast með ykkur því ég er að þessu fyrir okkur öll og vona að í sameiningu getum við gert þjóðfélagið manneskjulegra og betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Mín lífspeki hefur lengi byggst á þeirri hugmyndafræði að enginn sé betri en annar, hvort sem hann er þjóðþekktur, ókunnur, ríkur, fátækur, ungur eða gamall. Fyrir mér er allt fólk jafnt á grundvelli þess að við erum öll þátttakendur í sama þjóðfélagi. Nú hef ég hins vegar rekið mig á að meira að segja lögin gera upp á milli manna. Sem dæmi má nefna að eftirfarandi setning er tekin úr lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 2. gr.: „Lög þessi taka ekki til forseta Íslands, ráðherra eða alþingismanna. Lögin taka til hæstaréttardómara og héraðsdómara eftir því sem við getur átt.“ Í þessum tilteknu lögum er tekið á ýmsu, stundvísi, dagsetningu launagreiðsla, uppsögn við 70 ára aldur og fleira. Sökum þessarar aldursskilgreiningar ákvað ég hins vegar að fletta upp nokkrum frambjóðendum og við þá rannsókn komst ég að því að töluverður fjöldi þeirra sem eru í framboði verða 70 ára á kjörtímabilinu. Það sama gildir um forsetann okkar, hann á stórafmæli í maí, og forsætisráðherrann varð sjötugur í fyrra. Ég tel ekkert að því að menn vinni áfram þótt þeir séu komnir á aldur, hafi þeir getu og áhuga á því. Það sem mér þykir hins vegar athugavert er að gert er upp á milli manna eftir því hvers konar ríkisstarfi þeir sinna og vissum hópi er gert hærra undir höfði en öðrum. Nú eru til staðar ýmsar tekjuskerðingar og lög sem koma í veg fyrir að fullfrískt fólk sem hefur löngun til að vinna part úr degi geti gert það. Að banna fólki að taka þátt í þjóðfélaginu er að mínu mati frelsissvipting og ekki bara það heldur stuðlar hún að einangrun og verra samfélagi. Það eru ekki mjög mörg ár síðan ég var barn en á þeim tíma sá ég meira eldra fólk við afgreiðslustörf og önnur störf. Mér þótti vænt um það og mér þótti það gott því þetta eldra fólk var oft umburðarlyndara og þolinmóðara gagnvart barninu mér, sem var ekki alltaf með alveg á hreinu hvað það var sem amma hafði beðið mig um að kaupa. Fjölbreytt þjóðfélag er betra þjóðfélag, það stuðlar að samkennd og vináttu. Við megum ekki gleyma að staldra við, draga andann og njóta þess að vera í þessu samfélagi með öllu þessu mismunandi fólki. Við erum öll jafningjar og það á ekki að setja einn né neinn fram yfir annan. Sem pírati vil ég stuðla að þessu. Sem manneskja vil ég stuðla að þessu. Ég vona að óháð hvaða stöðu ég gegni muni ókunnugir halda áfram að gefa sig á tal við mig og lýsa áhyggjum sínum eða ánægjustundum. Ég vona að ég fái áfram að vera hluti af þessari heild en verði ekki sett á stall og fólk hætti að þora að nálgast mig. Ég hlakka til að vinna með ykkur og berjast með ykkur því ég er að þessu fyrir okkur öll og vona að í sameiningu getum við gert þjóðfélagið manneskjulegra og betra.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun