Fleiri erlendir listamenn boða komu sína Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 18. apríl 2013 12:00 Iggy Azelea. Það styttist í tónleikahátíðina Keflavík Music Festival sem verður haldin 7.-10. júní. Hefur nú verið greint frá komu þriggja erlendra atriða í viðbót.Iggy Azelea Ástralski rapparinn Iggy Azelea er 22 ára gömul en hefur verið að rappa frá því hún var fjórtán. Þrátt fyrir að hafa verið komin með útgáfusamning árið 2008 tók ferillinn hennar ekki af stað fyrir alvöru fyrr en 2011 þegar lag hennar Pu$$y sló rækilega í gegn á YouTube. Hún var valin á lista hiphop-tímaritsins XXL yfir tíu heitustu nýliðana í bransanum í fyrra en hún var fyrsta konan og fyrsti rapparinn utan Bandaríkjanna til að komast á þann lista. Iggy hefur einnig gert það gott í fyrirsætuheiminum og er á samning hjá fyrirsætuskrifstofunni Wilhelmina Models International þar sem söngkonurnar Fergie og Natasha Bedingfield eru líka á skrá. Þær Iggy og Natasha hafa líka tekið höndum saman í tónlistinni auk þess sem Iggy hefur unnið með stjörnum á borð við T.I, Snoop Dogg og Dr. Dre og er nú að vinna í tveimur nýjum lögum með Rihönnu. Dagskráin hjá Iggy er þétt bókuð á komandi mánuðum og kemur hún til að mynda fram á tónleikunum Chime for Change í London í júní, ásamt söngkonunni Beyoncé og fleirum.The Temper Trap The Temper Trap er ástralskt indírokkband sem hefur verið að frá árinu 2005. Bandið hefur notið gífurlegra vinsælda í heimalandinu auk þess að hafa til að mynda náð góðum árangri á vinsældalistum í Belgíu, Írlandi og Bretlandi. Strákarnir hlutu meðal annars tilnefningu til hinna virtu BRIT verðlauna í fyrra, hituðu upp fyrir Coldplay á tónleikaferðalagi þeirra um Ástralíu og Nýja-Sjáland í lok síðasta árs og eru bókaðir til að hita upp fyrir sjálfar goðsagnirnar í Rolling Stones á 50 ára afmælistónleikum þeirra í Hyde Park í Lundúnum í sumar.Chase & Status Saul Milton og Will Kennard mynda tónlistartvíeykið Chase & Status. Þeir spila raftónlist og hafa slegið í gegn í heimalandinu, Bretlandi að undanförnu. Önnur plata þeirra, No More Idols, komst í annað sæti breska vinsældalistans þegar hún kom út árið 2011 og var slegin til gulls á fyrstu vikunni í sölu. Þeir hafa einnig gert það gott á listum yfir vinsælustu danstónlist síðustu ára. Chase & Status hafa meðal annars komið fram með Rihönnu og rapparanum Tinie Tempah, sem er einmitt væntanlegur á Keflavík Music Festival líka. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Það styttist í tónleikahátíðina Keflavík Music Festival sem verður haldin 7.-10. júní. Hefur nú verið greint frá komu þriggja erlendra atriða í viðbót.Iggy Azelea Ástralski rapparinn Iggy Azelea er 22 ára gömul en hefur verið að rappa frá því hún var fjórtán. Þrátt fyrir að hafa verið komin með útgáfusamning árið 2008 tók ferillinn hennar ekki af stað fyrir alvöru fyrr en 2011 þegar lag hennar Pu$$y sló rækilega í gegn á YouTube. Hún var valin á lista hiphop-tímaritsins XXL yfir tíu heitustu nýliðana í bransanum í fyrra en hún var fyrsta konan og fyrsti rapparinn utan Bandaríkjanna til að komast á þann lista. Iggy hefur einnig gert það gott í fyrirsætuheiminum og er á samning hjá fyrirsætuskrifstofunni Wilhelmina Models International þar sem söngkonurnar Fergie og Natasha Bedingfield eru líka á skrá. Þær Iggy og Natasha hafa líka tekið höndum saman í tónlistinni auk þess sem Iggy hefur unnið með stjörnum á borð við T.I, Snoop Dogg og Dr. Dre og er nú að vinna í tveimur nýjum lögum með Rihönnu. Dagskráin hjá Iggy er þétt bókuð á komandi mánuðum og kemur hún til að mynda fram á tónleikunum Chime for Change í London í júní, ásamt söngkonunni Beyoncé og fleirum.The Temper Trap The Temper Trap er ástralskt indírokkband sem hefur verið að frá árinu 2005. Bandið hefur notið gífurlegra vinsælda í heimalandinu auk þess að hafa til að mynda náð góðum árangri á vinsældalistum í Belgíu, Írlandi og Bretlandi. Strákarnir hlutu meðal annars tilnefningu til hinna virtu BRIT verðlauna í fyrra, hituðu upp fyrir Coldplay á tónleikaferðalagi þeirra um Ástralíu og Nýja-Sjáland í lok síðasta árs og eru bókaðir til að hita upp fyrir sjálfar goðsagnirnar í Rolling Stones á 50 ára afmælistónleikum þeirra í Hyde Park í Lundúnum í sumar.Chase & Status Saul Milton og Will Kennard mynda tónlistartvíeykið Chase & Status. Þeir spila raftónlist og hafa slegið í gegn í heimalandinu, Bretlandi að undanförnu. Önnur plata þeirra, No More Idols, komst í annað sæti breska vinsældalistans þegar hún kom út árið 2011 og var slegin til gulls á fyrstu vikunni í sölu. Þeir hafa einnig gert það gott á listum yfir vinsælustu danstónlist síðustu ára. Chase & Status hafa meðal annars komið fram með Rihönnu og rapparanum Tinie Tempah, sem er einmitt væntanlegur á Keflavík Music Festival líka.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira