Velferð á umbrotatímum Árni Páll Árnason skrifar 16. apríl 2013 07:00 Á síðasta kjörtímabili tók Samfylkingin við erfiðasta velferðarverkefni síðustu áratuga á Íslandi: Atvinnuleysi jókst um þúsund manns á mánuði og engin úrræði voru til. Fyrir lá að draga þyrfti gríðarlega saman í ríkisútgjöldum og að velferðarmál og menntamál næmu saman um 75% ríkisútgjalda. Það var því engrar undankomu auðið að skerða þau útgjöld. Við horfum nú til baka og sjáum að okkur hefur tekist svo vel til að undrum sætir. Við skertum ekki lágmarksbætur og stóðum vörð um hækkanir okkar á þeim frá því fyrir hrun – við skertum bara bætur þeirra sem meira höfðu milli handanna. Við skertum einungis hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi en skertum ekki um eina krónu þá sem höfðu tekjur undir 250 þúsund krónum. Við skertum ekki atvinnuleysisbætur. Í félagsmálaráðherratíð minni og Jóhönnu var uppsafnaður sparnaður í almennri stjórnsýslu ríkisins 17-19%, en 2,6% í þjónustu við fatlaða. Fátt sýnir betur forgangsröðun Samfylkingarinnar. Stórátak Og þrátt fyrir þrengri fjárráð en nokkru sinni tókst okkur að bæta í á mörgum sviðum. Við hófum stórátak í byggingu hjúkrunarheimila, sem rísa nú um allt land. Á nýju kjörtímabili munum við halda áfram þessu góða verki og byggja 350 ný hjúkrunarrými. Það fannst ekki eyrir til þess í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þótt smjör drypi þá af hverju strái og þeim stjórnarherrum þótti sér sæma að búa öldruðum tví- og þríbýli á hjúkrunarheimilum og flytja aldrað fólk hreppaflutningum landshorna á milli. Mosfellingar voru fluttir á Kirkjubæjarklaustur og Garðbæingar til Dalvíkur árið 2007. Við bjuggum líka til stórátak í menntun ungs atvinnulauss fólks. Þúsundir atvinnulausra ungmenna hafa fengið ný tækifæri og nýtt þau, sjálfum sér og samfélaginu til góðs. Á nýju kjörtímabili bíða okkar enn fleiri verkefni. Við munum bæta kjör lífeyrisþega í samræmi við þau loforð sem ég veitti í upphafi kjörtímabilsins. Nýtt almannatryggingakerfi, sem bætir mjög hag lífeyrisþega, hefur verið kynnt og við munum setja fjármögnun þess í forgang. Við höfum þegar breytt vaxtabótakerfi til að mæta betur fólki á lágum og meðaltekjum og við höfum aukið við barnabætur. Við munum afnema tekjutengingu þeirra og draga úr álögum á brýnustu nauðsynjar, matvæli og barnaföt. Það skiptir máli hverjir stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili tók Samfylkingin við erfiðasta velferðarverkefni síðustu áratuga á Íslandi: Atvinnuleysi jókst um þúsund manns á mánuði og engin úrræði voru til. Fyrir lá að draga þyrfti gríðarlega saman í ríkisútgjöldum og að velferðarmál og menntamál næmu saman um 75% ríkisútgjalda. Það var því engrar undankomu auðið að skerða þau útgjöld. Við horfum nú til baka og sjáum að okkur hefur tekist svo vel til að undrum sætir. Við skertum ekki lágmarksbætur og stóðum vörð um hækkanir okkar á þeim frá því fyrir hrun – við skertum bara bætur þeirra sem meira höfðu milli handanna. Við skertum einungis hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi en skertum ekki um eina krónu þá sem höfðu tekjur undir 250 þúsund krónum. Við skertum ekki atvinnuleysisbætur. Í félagsmálaráðherratíð minni og Jóhönnu var uppsafnaður sparnaður í almennri stjórnsýslu ríkisins 17-19%, en 2,6% í þjónustu við fatlaða. Fátt sýnir betur forgangsröðun Samfylkingarinnar. Stórátak Og þrátt fyrir þrengri fjárráð en nokkru sinni tókst okkur að bæta í á mörgum sviðum. Við hófum stórátak í byggingu hjúkrunarheimila, sem rísa nú um allt land. Á nýju kjörtímabili munum við halda áfram þessu góða verki og byggja 350 ný hjúkrunarrými. Það fannst ekki eyrir til þess í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þótt smjör drypi þá af hverju strái og þeim stjórnarherrum þótti sér sæma að búa öldruðum tví- og þríbýli á hjúkrunarheimilum og flytja aldrað fólk hreppaflutningum landshorna á milli. Mosfellingar voru fluttir á Kirkjubæjarklaustur og Garðbæingar til Dalvíkur árið 2007. Við bjuggum líka til stórátak í menntun ungs atvinnulauss fólks. Þúsundir atvinnulausra ungmenna hafa fengið ný tækifæri og nýtt þau, sjálfum sér og samfélaginu til góðs. Á nýju kjörtímabili bíða okkar enn fleiri verkefni. Við munum bæta kjör lífeyrisþega í samræmi við þau loforð sem ég veitti í upphafi kjörtímabilsins. Nýtt almannatryggingakerfi, sem bætir mjög hag lífeyrisþega, hefur verið kynnt og við munum setja fjármögnun þess í forgang. Við höfum þegar breytt vaxtabótakerfi til að mæta betur fólki á lágum og meðaltekjum og við höfum aukið við barnabætur. Við munum afnema tekjutengingu þeirra og draga úr álögum á brýnustu nauðsynjar, matvæli og barnaföt. Það skiptir máli hverjir stjórna.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun