Eru eftir hár í halanum? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 15. apríl 2013 07:00 „Hvað eigum við nú til bragðs að taka Búkolla mín?“ spurði strákurinn kúna þegar þau komu að hinum ýmsu farartálmum. Strákurinn var á leiðinni heim, eftir að hafa sótt Búkollu í fjós skessunnar.„Hvað eigum við nú til bragðs að taka?“ spyr ég þegar við erum komin vel á veg með að ná þjóðfélaginu úr fjósi sérhagsmunaaflanna og upp sprettur Framsóknarmaddaman. Tví- ef ekki þríefld. Það er skelfilegt að þeir sem sammála eru um að breyta þjóðfélaginu tvístrist út um allt. Óþolinmæði er afleit í pólitík. Auðvitað voru það vonbrigði að ná ekki að minnsta kosti auðlindaákvæði stjórnarskrárfrumvarpsins í gegnum þingið. En það er lítil von að ná því nokkurn tíma í gegn ef þau sem það vilja hlaupa hvert í sína áttina. Það verður ekkert dekk spúlað með þeirri aðferð. Sérhagsmunaöflin eru þau einu sem munu hagnast ef allt að tíu prósent atkvæða falla dauð vegna þess að nýju flokkarnir ná ekki fimm prósenta lágmarkinu sem þarf til að ná þingsæti. Sérhagsmunaöflin munu ekki bara hagnast í kosningunum. Þau munu líka hagnast eftir kosningar þegar veiðigjaldið verður afnumið. Veiðigjaldið er 16 milljarðar. Þeim sem greiða veiðigjald finnst það ósanngjarnt. Þeir vilja halda áfram að nýta auðlindina okkar án þess að borga krónu fyrir. Það finnst Framsóknarmaddömunni og vinum hennar í Sjálfstæðisflokknum líka sjálfsagt mál. Sérhagsmunaöflin geta þá aftur selt sjálfum sér eða vinum sínum banka. Landsbankinn er búinn að gera upp við þrotabúið svo sérhagsmunaöflin geta strax hafið næstu umferð einkavinavæðingar. Er það virkilega þetta sem við viljum? Er þetta rétti tíminn til að fara hvert í sína áttina? Óþolinmæði hefur löngum verið ógæfa íslenskra jafnaðarmanna. Það virðist ætla að verða svo eina ferðina enn. Ólíkt skessunni sem varð að steini er hætta á að Framsóknarmaddaman og vinir hennar verði sprellandi kát og þjóðfélagið lendi aftur í sérhagsmunafjósinu. Þá hefur sannarlega ekki verið til mikils barist. Þá mun ekki duga: „Taktu hár úr hala mínum“! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvað eigum við nú til bragðs að taka Búkolla mín?“ spurði strákurinn kúna þegar þau komu að hinum ýmsu farartálmum. Strákurinn var á leiðinni heim, eftir að hafa sótt Búkollu í fjós skessunnar.„Hvað eigum við nú til bragðs að taka?“ spyr ég þegar við erum komin vel á veg með að ná þjóðfélaginu úr fjósi sérhagsmunaaflanna og upp sprettur Framsóknarmaddaman. Tví- ef ekki þríefld. Það er skelfilegt að þeir sem sammála eru um að breyta þjóðfélaginu tvístrist út um allt. Óþolinmæði er afleit í pólitík. Auðvitað voru það vonbrigði að ná ekki að minnsta kosti auðlindaákvæði stjórnarskrárfrumvarpsins í gegnum þingið. En það er lítil von að ná því nokkurn tíma í gegn ef þau sem það vilja hlaupa hvert í sína áttina. Það verður ekkert dekk spúlað með þeirri aðferð. Sérhagsmunaöflin eru þau einu sem munu hagnast ef allt að tíu prósent atkvæða falla dauð vegna þess að nýju flokkarnir ná ekki fimm prósenta lágmarkinu sem þarf til að ná þingsæti. Sérhagsmunaöflin munu ekki bara hagnast í kosningunum. Þau munu líka hagnast eftir kosningar þegar veiðigjaldið verður afnumið. Veiðigjaldið er 16 milljarðar. Þeim sem greiða veiðigjald finnst það ósanngjarnt. Þeir vilja halda áfram að nýta auðlindina okkar án þess að borga krónu fyrir. Það finnst Framsóknarmaddömunni og vinum hennar í Sjálfstæðisflokknum líka sjálfsagt mál. Sérhagsmunaöflin geta þá aftur selt sjálfum sér eða vinum sínum banka. Landsbankinn er búinn að gera upp við þrotabúið svo sérhagsmunaöflin geta strax hafið næstu umferð einkavinavæðingar. Er það virkilega þetta sem við viljum? Er þetta rétti tíminn til að fara hvert í sína áttina? Óþolinmæði hefur löngum verið ógæfa íslenskra jafnaðarmanna. Það virðist ætla að verða svo eina ferðina enn. Ólíkt skessunni sem varð að steini er hætta á að Framsóknarmaddaman og vinir hennar verði sprellandi kát og þjóðfélagið lendi aftur í sérhagsmunafjósinu. Þá hefur sannarlega ekki verið til mikils barist. Þá mun ekki duga: „Taktu hár úr hala mínum“!
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar