Prinsipplaust samfélag Inga Sigrún Atladóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Öll munum við eftir einelti í barnaskóla og viljum trúa því að það finnist ekki lengur. Nýleg þverfagleg rannsókn sýnir þó að þrátt fyrir vitundarvakningu í skólum undanfarin ár bendir fátt til þess að einelti í íslenskum grunnskólum sé að minnka (Daníel Reynisson, Hjördís Árnadóttir og Sjöfn Kristjánsdóttir, 2012). Þegar ég var í grunnskóla var menning okkar barnanna lituð af hræðslu við einelti. Þannig var það í flestum skólum og er kannski enn þá. Við vildum ekki gera neitt sem gat reitt ákveðna einstaklinga til reiði. Við reyndum að láta ekki á okkur bera og pössuðum að skara ekki fram úr til að auka ekki möguleikana á áreiti og stríðni.Sérhagsmunir og tengsl Það var gott að losna úr þessu umhverfi og koma í heim þeirra fullorðnu þar sem ég hélt að ríktu önnur lögmál. Um tvítugt vann ég eitt sumar á skrifstofu Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Þar var mér sagt að ef ég ætlaði að komast áfram í lífinu þyrfti ég að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Það gerði allt skynsamt ungt fólk. Það var rétt, á Eskifirði réð Hraðfrystihúsið hverjir bjuggu á staðnum, hvaða fyrirtæki lifðu og hver dóu og hvaða stjórnmálaskoðanir fólkið hafði. Það var allavega mín upplifun. Ég var kosin í sveitarstjórn Voga 2006 og sem oddviti minnihlutans taldi ég mig hafa góð tök á því að vinna að hagsmunum fjöldans innan kerfisins. Þá upplifði ég sömu menningu og í barnaskóla, ákvarðanir eru teknar áður en allir kjörnir fulltrúar koma að borðinu, í krafti sérhagsmuna og tengsla voru sumir alltaf sterkari en aðrir. Málefnaleg sjónarmið og gagnrýnin hugsun fengu ekki það vægi sem ég hélt að væri eðlilegt. Eftir kosningarnar 2010 var ég sá bæjarfulltrúi sem hafði flest atkvæði á bak við mig. Ég var í meirihluta og varð forseti bæjarstjórnar. Þá hélt ég mig hafa gott svigrúm til að koma hagsmunum almennings á framfæri. Í viðureigninni við stórfyrirtæki og hagsmunafélög komst ég að raun um að í íslensku samfélagi eru stjórnmálamenn aðeins peð í taflinu. Völd þeirra eru alls ekki eins mikil og ætla mætti. Afl þeirra til að koma fram sjónarmiðum almennings eru ekki alltaf mikil þrátt fyrir allt. Ég var komin í stöðu þess sem þarf að þóknast þeim sem sterkari eru, gæta þess að berjast ekki of harkalega og samþykkja að niðurstaða fámennra klíka sé kallað víðtækt samráð. Þetta er það prinsipplausa samfélag sem Styrmir Gunnarsson lýsir svo eftirminnilega. Þetta er hegðun sem við lærum í skólakerfinu og henni er viðhaldið alls staðar í samfélaginu. Það er eingöngu og aðeins vegna þess að við þorum ekki að ráðast gegn því, viljum ekki vera með vesen, vera óvinsæl, lenda í einelti, stríðni eða rógburði. Við viljum ekki vera frek og leiðinleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Öll munum við eftir einelti í barnaskóla og viljum trúa því að það finnist ekki lengur. Nýleg þverfagleg rannsókn sýnir þó að þrátt fyrir vitundarvakningu í skólum undanfarin ár bendir fátt til þess að einelti í íslenskum grunnskólum sé að minnka (Daníel Reynisson, Hjördís Árnadóttir og Sjöfn Kristjánsdóttir, 2012). Þegar ég var í grunnskóla var menning okkar barnanna lituð af hræðslu við einelti. Þannig var það í flestum skólum og er kannski enn þá. Við vildum ekki gera neitt sem gat reitt ákveðna einstaklinga til reiði. Við reyndum að láta ekki á okkur bera og pössuðum að skara ekki fram úr til að auka ekki möguleikana á áreiti og stríðni.Sérhagsmunir og tengsl Það var gott að losna úr þessu umhverfi og koma í heim þeirra fullorðnu þar sem ég hélt að ríktu önnur lögmál. Um tvítugt vann ég eitt sumar á skrifstofu Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Þar var mér sagt að ef ég ætlaði að komast áfram í lífinu þyrfti ég að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Það gerði allt skynsamt ungt fólk. Það var rétt, á Eskifirði réð Hraðfrystihúsið hverjir bjuggu á staðnum, hvaða fyrirtæki lifðu og hver dóu og hvaða stjórnmálaskoðanir fólkið hafði. Það var allavega mín upplifun. Ég var kosin í sveitarstjórn Voga 2006 og sem oddviti minnihlutans taldi ég mig hafa góð tök á því að vinna að hagsmunum fjöldans innan kerfisins. Þá upplifði ég sömu menningu og í barnaskóla, ákvarðanir eru teknar áður en allir kjörnir fulltrúar koma að borðinu, í krafti sérhagsmuna og tengsla voru sumir alltaf sterkari en aðrir. Málefnaleg sjónarmið og gagnrýnin hugsun fengu ekki það vægi sem ég hélt að væri eðlilegt. Eftir kosningarnar 2010 var ég sá bæjarfulltrúi sem hafði flest atkvæði á bak við mig. Ég var í meirihluta og varð forseti bæjarstjórnar. Þá hélt ég mig hafa gott svigrúm til að koma hagsmunum almennings á framfæri. Í viðureigninni við stórfyrirtæki og hagsmunafélög komst ég að raun um að í íslensku samfélagi eru stjórnmálamenn aðeins peð í taflinu. Völd þeirra eru alls ekki eins mikil og ætla mætti. Afl þeirra til að koma fram sjónarmiðum almennings eru ekki alltaf mikil þrátt fyrir allt. Ég var komin í stöðu þess sem þarf að þóknast þeim sem sterkari eru, gæta þess að berjast ekki of harkalega og samþykkja að niðurstaða fámennra klíka sé kallað víðtækt samráð. Þetta er það prinsipplausa samfélag sem Styrmir Gunnarsson lýsir svo eftirminnilega. Þetta er hegðun sem við lærum í skólakerfinu og henni er viðhaldið alls staðar í samfélaginu. Það er eingöngu og aðeins vegna þess að við þorum ekki að ráðast gegn því, viljum ekki vera með vesen, vera óvinsæl, lenda í einelti, stríðni eða rógburði. Við viljum ekki vera frek og leiðinleg.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun