Thatcher hafði rétt fyrir sér Pawel Bartoszek skrifar 12. apríl 2013 07:00 Ég er átta ára. Ég sit í landafræðitíma. Í bókinni er kort af landinu mínu með þeim 49 sýslum sem þá eru. Í sumum sýslnanna eru lítil merki. Sums staðar eru þetta lítil svört kol, annars staðar lítil brún kol. Sums staðar myndir af litlum álverum, annars staðar myndir af einhverjum öðrum verksmiðjum sem breyta einu í annað og skila mismuninum út í andrúmsloftið. Við skoðum kortið saman. Í einni sýslunni er mjög mikið af svona merkjum, slatti af litlum brúnum og svörtum kolum og fullt af skorsteinum. Kennarinn reynir að skapa þá stemningu að það sé nú sýsla sem sé að skila sínu til samfélagsins. Sýsla sem skapar verðmæti. Annað en sýslan okkar. Samt á ég erfitt með að kyngja þessu alveg. Mér finnst ekki vont að búa í sýslunni okkar. Þar er gott loft, gott vatn og stutt í fjöllin. Ég hef komið í hina sýsluna. Amma mín býr þar. Þar er fullt af skorsteinum og mengun úti um allt. Snjórinn er svartur. Vatnið í krönum gult. Allir karlmenn í sýslunni deyja fyrir aldur fram. Ég er átta ára og kenni sýslunni um.Svarta gullið Mikill iðnaður byggðist í kringum kolavinnslu áður fyrr. En þegar leið á 20. öldina virðist manni sem þetta hráefni færi svæðum ógæfu frekar en hitt. Margar af kolanámum heims eru reknar með bullandi ríkisstyrkjum. Þeir styrkir eru oftast rökstuddir með vísan í einhvers konar „orkuöryggi“. Skrítið samt að það þurfi að borga svona mikið fyrir að ná í þennan „ódýra“ orkugjafa. Og þá er ótalinn sá gríðarmikli mannlegi kostnaður sem felst í því að þeir sem grafa upp kol lifa skemur en aðrir. Margaret Thatcher lagði breskan kolaiðnað í rúst. Gott hjá henni. Ekki veit ég hvers vegna menn vilja enn halda uppi vörnum fyrir ríkisniðurgreiðslu þessa tiltekna þungaiðnaðar sem er eins ógrænn, óumhverfisvænn og óheilnæmur og hugsast getur. Varla getur nokkur umhverfisverndarsinni gagnrýnt Thatcher fyrir það að hafa lokað námum. Kannski fyrir eitthvað annað, en varla fyrir það. Þeir sem það gera hljóta einfaldlega að hafa tamið sér að jánka hverri einustu neikvæðu fullyrðingu um þessa manneskju sem þeim hefur verið kennt að líka illa við.Sannleikurinn Fyrir það eitt að hafa „lagt kolanámuiðnaðinn í rúst“ hefur nafnið Thatcher vakið hjá mér jákvæðar tilfinningar frá því að ég var pjakkur. En ekki bara fyrir það. Líkt og aðrir sem fengu að alast upp í austurhluta Evrópu dáist ég að leiðtogum eins og Reagan og Thatcher sem sögðu bara hreint út hvað þeim fannst um stjórnarfarið í Sovétblokkinni, án þess að sykurhúða það. Og svo vildi til að það sem þeim fannst um það stjórnarfar kom heim og saman við sannleikann og reynslu fólks sem þar bjó. Sumir halda að þegar tveir deila um staðreyndir þá hljóti sannleikurinn að liggja einhvers staðar á milli. En sannleikanum er sama um allar deilur. Hann liggur bara þar sem hann liggur. Í tilfelli kalda stríðsins var það staðreynd að milljónir manna sem sátu fastar í Austur-Evrópu vildu frekar búa á Vesturlöndum, ekki öfugt. Það var enginn millisannleikur í því. Á tímum kalda stríðsins lögðu margir vestrænir menntamenn mikið á sig til að sjá hina hliðina í deilunni milli austurs og vesturs. Þegar Vaclav Havel sagði í ræðu í bandaríska þinginu árið 1990 að kalda stríðið hefði verið „barátta tveggja stórvelda, eins sem var uppspretta martraða og annars sem stóð vörð um frelsi“, vandaði Noam Chomsky honum ekki kveðjurnar og kallaði ræðuna „vandræðalega kjánalega og siðferðilega fráhrindandi sunnudagspredikun“. Svona getur ofurvíðsýnin farið með fólk. Ekki var ég aðdáandi alls sem Margaret Thatcher sagði og gerði. Kannski var hún stundum dálítið þver. En gagnvart kommúnismanum þá var sú þvermóðska réttmæt. Íbúar í ríkjum austan járntjaldsins vildu bara mannréttindi, lýðræði og markaðsbúskap að vestrænni fyrirmynd, ekki einhverja millileið. Margaret Thatcher tók undir þessar kröfur við hvert tækifæri. Þannig kveð ég hana. Sem einn af „leiðtogum hins frjálsa heims“. Það hljómar eins og frasi. En slíkur leiðtogi var hún samt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Ég er átta ára. Ég sit í landafræðitíma. Í bókinni er kort af landinu mínu með þeim 49 sýslum sem þá eru. Í sumum sýslnanna eru lítil merki. Sums staðar eru þetta lítil svört kol, annars staðar lítil brún kol. Sums staðar myndir af litlum álverum, annars staðar myndir af einhverjum öðrum verksmiðjum sem breyta einu í annað og skila mismuninum út í andrúmsloftið. Við skoðum kortið saman. Í einni sýslunni er mjög mikið af svona merkjum, slatti af litlum brúnum og svörtum kolum og fullt af skorsteinum. Kennarinn reynir að skapa þá stemningu að það sé nú sýsla sem sé að skila sínu til samfélagsins. Sýsla sem skapar verðmæti. Annað en sýslan okkar. Samt á ég erfitt með að kyngja þessu alveg. Mér finnst ekki vont að búa í sýslunni okkar. Þar er gott loft, gott vatn og stutt í fjöllin. Ég hef komið í hina sýsluna. Amma mín býr þar. Þar er fullt af skorsteinum og mengun úti um allt. Snjórinn er svartur. Vatnið í krönum gult. Allir karlmenn í sýslunni deyja fyrir aldur fram. Ég er átta ára og kenni sýslunni um.Svarta gullið Mikill iðnaður byggðist í kringum kolavinnslu áður fyrr. En þegar leið á 20. öldina virðist manni sem þetta hráefni færi svæðum ógæfu frekar en hitt. Margar af kolanámum heims eru reknar með bullandi ríkisstyrkjum. Þeir styrkir eru oftast rökstuddir með vísan í einhvers konar „orkuöryggi“. Skrítið samt að það þurfi að borga svona mikið fyrir að ná í þennan „ódýra“ orkugjafa. Og þá er ótalinn sá gríðarmikli mannlegi kostnaður sem felst í því að þeir sem grafa upp kol lifa skemur en aðrir. Margaret Thatcher lagði breskan kolaiðnað í rúst. Gott hjá henni. Ekki veit ég hvers vegna menn vilja enn halda uppi vörnum fyrir ríkisniðurgreiðslu þessa tiltekna þungaiðnaðar sem er eins ógrænn, óumhverfisvænn og óheilnæmur og hugsast getur. Varla getur nokkur umhverfisverndarsinni gagnrýnt Thatcher fyrir það að hafa lokað námum. Kannski fyrir eitthvað annað, en varla fyrir það. Þeir sem það gera hljóta einfaldlega að hafa tamið sér að jánka hverri einustu neikvæðu fullyrðingu um þessa manneskju sem þeim hefur verið kennt að líka illa við.Sannleikurinn Fyrir það eitt að hafa „lagt kolanámuiðnaðinn í rúst“ hefur nafnið Thatcher vakið hjá mér jákvæðar tilfinningar frá því að ég var pjakkur. En ekki bara fyrir það. Líkt og aðrir sem fengu að alast upp í austurhluta Evrópu dáist ég að leiðtogum eins og Reagan og Thatcher sem sögðu bara hreint út hvað þeim fannst um stjórnarfarið í Sovétblokkinni, án þess að sykurhúða það. Og svo vildi til að það sem þeim fannst um það stjórnarfar kom heim og saman við sannleikann og reynslu fólks sem þar bjó. Sumir halda að þegar tveir deila um staðreyndir þá hljóti sannleikurinn að liggja einhvers staðar á milli. En sannleikanum er sama um allar deilur. Hann liggur bara þar sem hann liggur. Í tilfelli kalda stríðsins var það staðreynd að milljónir manna sem sátu fastar í Austur-Evrópu vildu frekar búa á Vesturlöndum, ekki öfugt. Það var enginn millisannleikur í því. Á tímum kalda stríðsins lögðu margir vestrænir menntamenn mikið á sig til að sjá hina hliðina í deilunni milli austurs og vesturs. Þegar Vaclav Havel sagði í ræðu í bandaríska þinginu árið 1990 að kalda stríðið hefði verið „barátta tveggja stórvelda, eins sem var uppspretta martraða og annars sem stóð vörð um frelsi“, vandaði Noam Chomsky honum ekki kveðjurnar og kallaði ræðuna „vandræðalega kjánalega og siðferðilega fráhrindandi sunnudagspredikun“. Svona getur ofurvíðsýnin farið með fólk. Ekki var ég aðdáandi alls sem Margaret Thatcher sagði og gerði. Kannski var hún stundum dálítið þver. En gagnvart kommúnismanum þá var sú þvermóðska réttmæt. Íbúar í ríkjum austan járntjaldsins vildu bara mannréttindi, lýðræði og markaðsbúskap að vestrænni fyrirmynd, ekki einhverja millileið. Margaret Thatcher tók undir þessar kröfur við hvert tækifæri. Þannig kveð ég hana. Sem einn af „leiðtogum hins frjálsa heims“. Það hljómar eins og frasi. En slíkur leiðtogi var hún samt.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun