Á Alþingi er vald Björn Leví Gunnarsson skrifar 9. apríl 2013 00:01 Í annarri grein stjórnarskrár Íslands er meðal annars ritað: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið." Hvað með það? Jú, þetta er dálítið áhugavert að skoða. Alþingi fer með löggjafarvald. Alþingi beitir valdi. Af því leiðir að alþingismenn beita valdi. Þrátt fyrir að það sé örugglega ekki ætlunin með stjórnarskránni að alþingismenn beiti Íslendinga valdi þá má ekki annað sjá en að það sé einmitt útkoman. 20. október sögðu 84.633 manns „já" við auðlindaákvæðistillögu stjórnlagaþings, 74% þeirra sem greiddu atkvæði. Í nýlegu frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá sem var samþykkt með 38,1% kveður á um að 40% allra sem eru á kjörskrá verða að samþykkja breytingar á stjórnarskrá. Þann 20. október sögðu 82.633 „já", það eru 35,7% allra sem voru á kjörskrá. 27. mars sögðu fimm formenn flokka „nei". Nei við auðlindaákvæði, nei við möguleikanum á að stjórnarskrá þjóðarinnar verði samþykkt á næsta kjörtímabili, nei við þjóðina. Þeir beittu valdi til þess að koma atkvæðakaupamálum í gegnum þingið. Þeir beittu valdi til þess að verja hagsmunaaðila aðra en þjóðina. Þeir beittu valdi og útrýmdu leynilegum kosningum til breytinga á stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Hver sá sem mætir á kjörstað er þar til þess að segja já. Sá sem ætlar að kjósa nei getur bara setið heima nema ef kosningaþátttaka myndi fara yfir að minnsta kosti 80% (hefur aldrei gerst í slíkum þjóðaratkvæðagreiðslum). Fimm á móti 84.633.Kjósið ykkur sjálf Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir þessa valdbeitingu er að mæta á kjörstað í kosningum 27. apríl og koma í veg fyrir að þeir flokkar sem stóðu fyrir tillögunni fái meirihluta til þess að staðfesta hana á næsta þingi. Kjósendur munu nefnilega ekki fá tækifæri til þess að segja skoðun sína á þessari breytingu í beinni atkvæðagreiðslu. Ef Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri grænir og Björt framtíð fá yfir 50% kjörgengi þá munu þessir flokkar samþykkja breytinguna á stjórnarskránni og tækifærið til þess að fá stjórnarskrá þjóðarinnar verður glatað þangað til eftir næsta kjörtímabil, 2017! Alþingi er ekki ætlað að beita valdi þó að önnur grein stjórnarskráarinnar tilgreini löggjafarvald. Alþingi er ætlað að vera þjónusta við samfélagið, fyrir samfélagið. Þeir þingmenn sem setjast á þing undir orðunum „löggjafarvald" munu sjálfkrafa beita valdi, orðsins vegna. Píratar skilja hins vegar að Alþingi er þjónusta við samfélagið. Píratar skilja beint lýðræði. Píratar skilja „löggjafarþjónustu". Kjósið Pírata, kjósið allt annað en flokka sem níðast á stjórnarskránni. Kjósið flokka sem skilja þjónustuhlutverkið. Ekki kjósa vald, kjósið ykkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í annarri grein stjórnarskrár Íslands er meðal annars ritað: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið." Hvað með það? Jú, þetta er dálítið áhugavert að skoða. Alþingi fer með löggjafarvald. Alþingi beitir valdi. Af því leiðir að alþingismenn beita valdi. Þrátt fyrir að það sé örugglega ekki ætlunin með stjórnarskránni að alþingismenn beiti Íslendinga valdi þá má ekki annað sjá en að það sé einmitt útkoman. 20. október sögðu 84.633 manns „já" við auðlindaákvæðistillögu stjórnlagaþings, 74% þeirra sem greiddu atkvæði. Í nýlegu frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá sem var samþykkt með 38,1% kveður á um að 40% allra sem eru á kjörskrá verða að samþykkja breytingar á stjórnarskrá. Þann 20. október sögðu 82.633 „já", það eru 35,7% allra sem voru á kjörskrá. 27. mars sögðu fimm formenn flokka „nei". Nei við auðlindaákvæði, nei við möguleikanum á að stjórnarskrá þjóðarinnar verði samþykkt á næsta kjörtímabili, nei við þjóðina. Þeir beittu valdi til þess að koma atkvæðakaupamálum í gegnum þingið. Þeir beittu valdi til þess að verja hagsmunaaðila aðra en þjóðina. Þeir beittu valdi og útrýmdu leynilegum kosningum til breytinga á stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Hver sá sem mætir á kjörstað er þar til þess að segja já. Sá sem ætlar að kjósa nei getur bara setið heima nema ef kosningaþátttaka myndi fara yfir að minnsta kosti 80% (hefur aldrei gerst í slíkum þjóðaratkvæðagreiðslum). Fimm á móti 84.633.Kjósið ykkur sjálf Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir þessa valdbeitingu er að mæta á kjörstað í kosningum 27. apríl og koma í veg fyrir að þeir flokkar sem stóðu fyrir tillögunni fái meirihluta til þess að staðfesta hana á næsta þingi. Kjósendur munu nefnilega ekki fá tækifæri til þess að segja skoðun sína á þessari breytingu í beinni atkvæðagreiðslu. Ef Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri grænir og Björt framtíð fá yfir 50% kjörgengi þá munu þessir flokkar samþykkja breytinguna á stjórnarskránni og tækifærið til þess að fá stjórnarskrá þjóðarinnar verður glatað þangað til eftir næsta kjörtímabil, 2017! Alþingi er ekki ætlað að beita valdi þó að önnur grein stjórnarskráarinnar tilgreini löggjafarvald. Alþingi er ætlað að vera þjónusta við samfélagið, fyrir samfélagið. Þeir þingmenn sem setjast á þing undir orðunum „löggjafarvald" munu sjálfkrafa beita valdi, orðsins vegna. Píratar skilja hins vegar að Alþingi er þjónusta við samfélagið. Píratar skilja beint lýðræði. Píratar skilja „löggjafarþjónustu". Kjósið Pírata, kjósið allt annað en flokka sem níðast á stjórnarskránni. Kjósið flokka sem skilja þjónustuhlutverkið. Ekki kjósa vald, kjósið ykkur sjálf.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar