Rapparastríð leiðir til ákæru gegn Móra Stígur Helgason skrifar 9. apríl 2013 00:01 Erpur ræðir við lögreglumann rétt eftir atvikið. Fréttablaðið/Vilhelm Atlaga rapparans Móra að Erpi Eyvindarsyni, kollega hans í rappinu, þegar þeir voru á leið saman í útvarpsviðtal hefur nú getið af sér ákæru rúmum þremur árum eftir atvikið. Móri, sem heitir réttu nafni Magnús Ómarsson, hefur verið ákærður fyrir að hóta Erpi með því að elta hann um húsnæði útvarpssviðs 365 vopnaður hnífi og vekja með því hjá Erpi ótta um líf sitt og heilbrigði. Móri hafði meðferðis rafbyssu, sem er ólöglegt, og er því jafnframt ákærður fyrir vopnalagabrot. Það var síðdegis mánudaginn 15. febrúar 2010 sem Móri mætti á útvarpssvið 365, vopnaður hnífnum og rafbyssunni og með stóran doberman-hund sér við hlið. Hann var á leið í viðtal í þættinum Harmageddon á X-inu ásamt Erpi, þar sem þeir hugðust grafa stríðsöxina í beinni útsendingu eftir opinberar skærur sem höfðu staðið nokkra hríð, meðal annars um hvor þeirra væri meiri frumkvöðull á rappsviðinu. Móri réðst hins vegar beint að Erpi, dró upp hnífinn og elti hann um gólfið. Erpur varðist honum með skúringamoppu og stökkti honum að lokum á flótta. Lögregla var kvödd til, Móri gaf sig fram skömmu síðar og eðlilega varð lítið úr fyrirhugaðri sátt.Hér á sjónvarpsvef Vísis má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá 2010. Málið hefur síðan velkst í kerfinu í þrjú ár. Lögregla felldi málið niður eftir stutta rannsókn og skýrði þá ákvörðun þannig að líklega hefði verið um sviðsettan atburð að ræða. Lögmaður Erps, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sætti sig ekki við þann rökstuðning og kærði ákvörðunina til Ríkissaksóknara, sem fór fram á það seint á árinu 2011 að lögregla rannsakaði málið til hlítar. Málið var þá tekið upp á nýjan leik og sú rannsókn hefur nú leitt til ákærunnar. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl.Atlagan náðist á öryggismyndavél. Hér sést Móri, fyrir miðju, elta Erp, til vinstri. Á eftir fylgir Frosti Logason, annar umsjónarmanna Harmagedddon.Magnús Ómarsson, Móri, gaf út samnefnda plötu árið 2002 sem náði miklum vinsældum og innihélt meðal annars lagið Atvinnukrimmi. Nýverið sendi hann frá sér lagið Vaknið!, það fyrsta í rúman áratug. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Atlaga rapparans Móra að Erpi Eyvindarsyni, kollega hans í rappinu, þegar þeir voru á leið saman í útvarpsviðtal hefur nú getið af sér ákæru rúmum þremur árum eftir atvikið. Móri, sem heitir réttu nafni Magnús Ómarsson, hefur verið ákærður fyrir að hóta Erpi með því að elta hann um húsnæði útvarpssviðs 365 vopnaður hnífi og vekja með því hjá Erpi ótta um líf sitt og heilbrigði. Móri hafði meðferðis rafbyssu, sem er ólöglegt, og er því jafnframt ákærður fyrir vopnalagabrot. Það var síðdegis mánudaginn 15. febrúar 2010 sem Móri mætti á útvarpssvið 365, vopnaður hnífnum og rafbyssunni og með stóran doberman-hund sér við hlið. Hann var á leið í viðtal í þættinum Harmageddon á X-inu ásamt Erpi, þar sem þeir hugðust grafa stríðsöxina í beinni útsendingu eftir opinberar skærur sem höfðu staðið nokkra hríð, meðal annars um hvor þeirra væri meiri frumkvöðull á rappsviðinu. Móri réðst hins vegar beint að Erpi, dró upp hnífinn og elti hann um gólfið. Erpur varðist honum með skúringamoppu og stökkti honum að lokum á flótta. Lögregla var kvödd til, Móri gaf sig fram skömmu síðar og eðlilega varð lítið úr fyrirhugaðri sátt.Hér á sjónvarpsvef Vísis má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá 2010. Málið hefur síðan velkst í kerfinu í þrjú ár. Lögregla felldi málið niður eftir stutta rannsókn og skýrði þá ákvörðun þannig að líklega hefði verið um sviðsettan atburð að ræða. Lögmaður Erps, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sætti sig ekki við þann rökstuðning og kærði ákvörðunina til Ríkissaksóknara, sem fór fram á það seint á árinu 2011 að lögregla rannsakaði málið til hlítar. Málið var þá tekið upp á nýjan leik og sú rannsókn hefur nú leitt til ákærunnar. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl.Atlagan náðist á öryggismyndavél. Hér sést Móri, fyrir miðju, elta Erp, til vinstri. Á eftir fylgir Frosti Logason, annar umsjónarmanna Harmagedddon.Magnús Ómarsson, Móri, gaf út samnefnda plötu árið 2002 sem náði miklum vinsældum og innihélt meðal annars lagið Atvinnukrimmi. Nýverið sendi hann frá sér lagið Vaknið!, það fyrsta í rúman áratug.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira