Sónar-hátíðin haldin aftur að ári 27. mars 2013 06:00 gusgus Daníel Ágúst og félagar í Gusgus spiluðu á Sónar-hátíðinni í Reykjavík. „Við erum ánægðir með að hátíðin fari fram aftur,“ segir Björn Steinbekk, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. Staðfest hefur verið að hátíðin fari fram í annað sinn í Hörpu dagana 13. til 15. febrúar á næsta ári. Hátíðin verður með svipuðu sniði og nýliðin hátíð sem haldin var í febrúar nema að tveimur sviðum verður bætt við, ásamt því að Sónar mun standa yfir í þrjá daga í stað tveggja. Eldborgarsalur Hörpu verður einnig nýttur til tónleikahalds og verður tilhögun þeirra tónleika kynnt síðar. „Markmiðið er að hátíðin verði stærri eins og sést á því að við bætum einum degi við dagskrána. Við gerum okkur vonir um að innan tveggja til þriggja ára verði þetta orðin fimm til sjö þúsund manna hátíð,“ segir Björn. Rafræn tónlist var áberandi á fyrstu hátíðinni þar sem fram komu Squarepusher, Alva Noto & Ryuichi Sakamoto, Modeselektor, James Blake og fleiri flytjendur. Spurður hvort fleiri erlendir listamenn úr meginstraumnum verði á næstu hátíð segir Björn að það eigi eftir að koma í ljós. „Við munum skoða hvaða listamenn henta best fyrir íslenskan markað. Sónar er hátíð sem hreykir sér af því að vera með það sem þykir nýtt og ferskt í tónlistarbransanum.“ Forsala miða hefst 17. apríl klukkan 10.00 á Midi.is og verður takmarkað magn miða í boði á 13.900 krónur. - fb Sónar Tónlist Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við erum ánægðir með að hátíðin fari fram aftur,“ segir Björn Steinbekk, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. Staðfest hefur verið að hátíðin fari fram í annað sinn í Hörpu dagana 13. til 15. febrúar á næsta ári. Hátíðin verður með svipuðu sniði og nýliðin hátíð sem haldin var í febrúar nema að tveimur sviðum verður bætt við, ásamt því að Sónar mun standa yfir í þrjá daga í stað tveggja. Eldborgarsalur Hörpu verður einnig nýttur til tónleikahalds og verður tilhögun þeirra tónleika kynnt síðar. „Markmiðið er að hátíðin verði stærri eins og sést á því að við bætum einum degi við dagskrána. Við gerum okkur vonir um að innan tveggja til þriggja ára verði þetta orðin fimm til sjö þúsund manna hátíð,“ segir Björn. Rafræn tónlist var áberandi á fyrstu hátíðinni þar sem fram komu Squarepusher, Alva Noto & Ryuichi Sakamoto, Modeselektor, James Blake og fleiri flytjendur. Spurður hvort fleiri erlendir listamenn úr meginstraumnum verði á næstu hátíð segir Björn að það eigi eftir að koma í ljós. „Við munum skoða hvaða listamenn henta best fyrir íslenskan markað. Sónar er hátíð sem hreykir sér af því að vera með það sem þykir nýtt og ferskt í tónlistarbransanum.“ Forsala miða hefst 17. apríl klukkan 10.00 á Midi.is og verður takmarkað magn miða í boði á 13.900 krónur. - fb
Sónar Tónlist Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira